bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Toyo Proxes eigendur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50445
Page 1 of 3

Author:  SteiniDJ [ Fri 08. Apr 2011 13:17 ]
Post subject:  Toyo Proxes eigendur

Sælir,

Þið sem hafið verið að keyra um á Toyo Proxes, hvað hafið þið að segja um endingu á þessu?

Var að heyra það að endingin á þessum dekkjum er alveg merkilega lítil. Framdekk á afturhjóladrifnum bílum hafa verið að fara á einu sumri (spurning hvort hjólastilling og það allt hafi verið tip top) sem mér finnst alveg absúrd að heyra. Hvernig ætli afturdekkin endi þá? :lol:

Er með tvo ganga í takinu. Annaðhvort Toyo Proxes T1R eða Cooper Zeon 2XS. Dekk í svipuðum verð- og performance flokk, en hef verið að heyra mikið meira af góðum hlutum um Cooper dekkin. Einn amerískur muscle-eigandi talaði jafnvel um það að hann sé búinn að bruna ~50.000 mílur á Cooper, en ég veit ekki í hvaða minningarakstri sá hefur verið í. Það merkilega var samt að önnur review sem ég hef lesið minnast á það sama: endingin er gífurleg og dekkin góð. Sumir ganga jafnvel svo langt að bera þau saman við Michelin PS2, sem eins og sumir ykkar vita þá eru það dekkin sem BMW hefur verið að setja undir mikið af M bílunum sínum og eru að standa sig vel.

Hafið þið eitthvað um þetta að segja?

Author:  birkire [ Fri 08. Apr 2011 13:21 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

endingin á cooper er örugglega góð því þau eru glerhörð

myndi taka toyo sjálfur, held að svona m5 éti samt dekk þótt þú spólir ekkert af ráði á þessu

Author:  SteiniDJ [ Fri 08. Apr 2011 13:25 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

birkire wrote:
endingin á cooper er örugglega góð því þau eru glerhörð

myndi taka toyo sjálfur, held að svona m5 éti samt dekk þótt þú spólir ekkert af ráði á þessu


Auðvitað, en með það í huga vil ég helst ekki fara út í dekk sem eyðast mikið hraðar en það sem má flokka sem "venjulegt".

Author:  rockstone [ Fri 08. Apr 2011 13:31 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

veit ekki en dekkin sem ég var með á golfinum, keyrði í þrjú ár 35-40þ km bæði sumrin og veturna og helling af munstra var eftir af þeim þegar ég seldi bílinn :shock:

Michelin Alpin A3, Microskorin vetrardekk.....

Author:  Svezel [ Fri 08. Apr 2011 13:34 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Búinn að keyra á Toyo í mörg ár og hef ekki upplifað þetta sjálfur. Hef verið að komast svona 15þús km á gangnum undir roadster og miðað við hvernig ég keyri hann er það bara helvíti fínt. Var einnig með Toyo T1R undir 750 og var búinn að keyra þau 15þús km þegar ég seldi bílinn og það sá varla á þeim, áttu örugglega annað eins eftir.

Ég hef ekki fundið götudekk sem komast nálægt gripinu sem þau skila á venjulegum vegum en ég hef einnig átt bíl á Cooper Zeon eitthvað og leið eins og ég væri að keyra á plasti þau voru svo gler hörð.

Author:  valdiþ [ Fri 08. Apr 2011 13:51 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Hef prófað báðar tegundir undir mínum.
Töluverður munur á gripi, Toyo voru mun mýkri og gripu vel á meðan Cooper eru mikið harðari.

Þau dugðu þó svipað lengi hjá mér, voru sett undir að vori og ég þurfti að skipta þeim út næsta vor, mesta keyrslan var þá á milli Akranes-Reykjavíkur hjá mér og náði líklega 15-20þús km á gangnum.

Endingin var semsagt svipuð hjá mér en mér fannst Toyo mun betri dekk.

Er reyndar á Pirelli Pzero núna og er mjög ánægður með þau.

Author:  ValliFudd [ Fri 08. Apr 2011 14:06 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Formúlan sem ég hef alltaf haft í huga, sem gæti jú verið röng, er..

Mjúk dekk, betra grip, minni ending
Hörð dekk, minna grip, meiri ending

Bara spurning hverju maður er að leita að.. En as i said, bara það sem ég hélt allavega

Author:  Thrullerinn [ Fri 08. Apr 2011 14:08 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

ValliFudd wrote:
Formúlan sem ég hef alltaf haft í huga, sem gæti jú verið röng, er..

Mjúk dekk, betra grip, minni ending
Hörð dekk, minna grip, meiri ending

Bara spurning hverju maður er að leita að.. En as i said, bara það sem ég hélt allavega


Var að keyra á Yokohama og það voru hörð dekk enda voru þau orðin mjög mjög gömul og enn ágætis mynstur eftir.
Ekkert nema gott að Toyo dekkjum að segja hér á bæ.

Author:  SteiniDJ [ Fri 08. Apr 2011 14:09 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Spurning hvort það sé til eitthvað millistig?

15 - 20þ km ending á Proxes hljómar vel, en bumpar utanbæjarakstur þessa tölu ekki aðeins upp? Ég hefði a.m.k. haldið það þar til ég sá póstinn frá Svezel. Ertu að tala um spól í þessu líka?

Author:  Einarsss [ Fri 08. Apr 2011 14:30 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Get ekki sagt að þetta sé í sama performance flokki miðað við mína reynslu. Toyo T1R FTW


framdekkin hafa slitnað hratt hjá mér eftir sæmilegt drift sumar ;)

Author:  Svezel [ Fri 08. Apr 2011 14:31 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Fór með nýleg dekk í Eurotrip 2006 og keyrði samtals um 15þús km á þeim dekkjum, þar af um 10 hringir á Nürburgring og allskonar spól og rugl.

Er að fara að skipta út dekkunum undir bílnum núna næsta daga fyrir fresh gang og er búinn að keyra rúmlega 10þús km á þeim og það er meira og minna bara stífur aksturl. Slatti af leik/driftdögum þar sem ég hef tekið eflaust 30hringi á afturdekkjunum, fullt af Hvalfjarðarrönnum, fullt af hringtorgum og bílaplönum etc.

Endingin stoppar mig a.m.k. ekki

Author:  F2 [ Fri 08. Apr 2011 14:35 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

M5 er samt töluvert þyngri en zetan... það kemur niðrá endingu líka

Author:  Jón Ragnar [ Fri 08. Apr 2011 14:44 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

F2 negldi þetta

Munar helling á þessum 2 bílum á viktinni

Author:  Svezel [ Fri 08. Apr 2011 14:53 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Var með Toyo undir 750 líka og ekki var hann mikið léttari en M5 :wink:

Author:  SteiniDJ [ Fri 08. Apr 2011 15:03 ]
Post subject:  Re: Toyo Proxes eigendur

Satt. En nú hef ég aldrei ekið 750, en alltaf þegar ég ímynda mér hvernig það er þá er spól ekki það fyrsta sem endar í hausnum á mér. Eflaust hefur það eitthvað um endingu að segja?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/