bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Suicide doors??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5043
Page 1 of 1

Author:  Bjarkih [ Wed 17. Mar 2004 23:00 ]
Post subject:  Suicide doors??

Getur einhver frætt mig á því af hverju "suicide doors" fengu þetta nafn á sig.

Author:  arnib [ Wed 17. Mar 2004 23:03 ]
Post subject: 

Því að bílar með svona hurðum voru veikbyggðari á sínum tíma og ef þeir fengu högg á hliðina fóru þeir í köku?

Eða af því að maður getur opnað þær eins og glugga og baðað höndunum útí loftið þegar maður hoppar út!

Author:  bebecar [ Wed 17. Mar 2004 23:32 ]
Post subject: 

Mér skyldist að það hefði komið til af því að hurðarnar áttu það til að opnast í akstri vegna þess að bílarnir höfðu ekki nægann styrk - og þá fór auðvitað ökumaðurinn út því þetta var oftast í hröðum beygjum :wink:

Author:  arnib [ Wed 17. Mar 2004 23:59 ]
Post subject: 

eða það :)

Author:  Svezel [ Thu 18. Mar 2004 00:05 ]
Post subject: 

Ha ha súrt að vera að taka vel á því í beygju og fljúga svo bara út úr bílnum :lol:

p.s. Damn blæjan þín er cool Árni og þokkalega sexy hljóð í henni líka :bow:

Author:  Haffi [ Thu 18. Mar 2004 01:20 ]
Post subject: 

já guðdómlegt hljóð! :shock:

Author:  bjahja [ Thu 18. Mar 2004 02:58 ]
Post subject: 

Þetta eru víst suicide doors........magnað að þú skildir gera þetta núna, ég vara að sína haffa þetta bara áðan, eða gær.
Image
Fleirri myndir

Author:  gunnar [ Thu 18. Mar 2004 08:24 ]
Post subject: 

djöfull finnst mér þessar hurðir vera ljótar. :roll:

Author:  bebecar [ Thu 18. Mar 2004 08:49 ]
Post subject: 

Þetta er upprunalega vandamálið - engin póstur á milli hurða þýddi að bíllinn var of svagur og því fór sem fór í kröppum beygjum.
Image
Image
Image

Bíllinn á myndunum hér að ofan er FACEL VEGA EXCELLENCE og er einna f mínum uppáhalds en Kolbeinn Kafteinn ók einmitt um á Facel Vega HK500 sem er sérlega glæsilegur, sjá mynd hér að neðan.
Image
Image

Þessir bílar voru franskir með stóra V8 Chrysler vél og geysilega öflugir.
http://www.classicargarage.com/english/frames/index2.htm
Sándið í þessum bílum er ógurlegt, en þarna á að vera hægt að finna tvær klippur með vélarhljóði.

Þegar það er póstur á milli hurða eins og á Bimmanum þarna fyrir ofan þá er hagræðið af þessu hurðakerfi mun minna en öryggið jafnframt alveg jafn mikið og á hefðbundinni festingu á hurðum.

það mætti því segja að Suicide Doors dragi nafnið af þeirri útgáfu þar sem engin póstur er á milli þó svo sami stíll með pósti á milli sé líka kallaður Suicide Doors.

það má líka geta þess að nýji Mazda RX8 er ekki með póst á milli.
Image

Author:  Jss [ Thu 18. Mar 2004 09:27 ]
Post subject: 

Nýji Rolls-inn er einmitt með samskonar afturhurðum.

Author:  bebecar [ Thu 18. Mar 2004 10:09 ]
Post subject: 

Enda er hann MIKLU flottari en glorifæjaði S Benzinn sem kallaður er Maybach :wink:

Author:  Jss [ Thu 18. Mar 2004 10:31 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Enda er hann MIKLU flottari en glorifæjaði S Benzinn sem kallaður er Maybach :wink:


Fyllilega sammála þér þar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/