bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Audi TT quattro 1,8L turbo 2004 - smá þrif upd. bls 4
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50425
Page 1 of 4

Author:  Hreiðar [ Thu 07. Apr 2011 12:56 ]
Post subject:  Audi TT quattro 1,8L turbo 2004 - smá þrif upd. bls 4

Þar sem ég er búinn að selja BMW-inn er ég kominn á nýjan bíl. Frekar skrýtið að gera "Bílar meðlima" þráð hérna í Off-Topic. :lol:

Það helsta um bílinn:

Audi TT quattro (4wd)
1,8L vél turbo (180 hö)
6 gíra bsk
Svartur
Svart leður

Bíllinn er aðeins keyrður 58,000 km. Hann vinnur ekkert smá vel og er stórskemmtilegur! Fannst þessir bílar alltaf frekar kvenlegir
og hugsaði mér aldrei um að eiga einn slíkan. Eftir að hafa prufað þennan bíl snérist mér algjörlega hugur.
Ég var voða heppinn að ég átti glæný 17" Michelin sumardekk sem pössuðu akkurat á hann.

Hann á pantaðan tíma í hjólastillingu í dag. Planið er svo að henda honum í 60,000 km skoðun.
Um leið og hann kom var hann tekinn í gegn af okkur feðgunum. Hann var svolítið skítugur.
Við breyttum því og þrifum hann með góðri sápu, mössuðum það helsta, bónuðum hann með 3ggja þrepa bóni.
Þrifum vélarsal, tókum leðrið í gegn og teppi með teppahreinsi. Síðan tókum við felgurnar af þrifum, mössuðum
og bónuðum. Blettuðum síðan aðeins í felgurnar, eða þar sem var smá köntun.

To do list:
-Henda á hann 2 púströr: http://www.ttstuff.com/mm5/merchant.mvc ... _Code=T1BA
-Kaupa leðurpoka hjá gírhnúðanum - check!
-Skipta um tímareim - check!
-Nýjar perur í innréttinguna - check
-Kaupa hlíf undir hann, undir vélarrýmið
-Ryðverja hann
-Nýjar númeraplötur (kannski einkanúmer)
-Skipta út Diverter valve, þeir orginal eru úr plasti og duga skammt.
Ætla að panta þennan: http://forgemotorsport.com/content.asp? ... t=FMCL007P
-Flottar 18" felgur
-Smá lækkun (kannski)

Hér eru myndir. Endilega komið með hugmyndir um breytingar.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Einn sáttur :lol: Annars finnst mér myndirnar af innréttingunni ekki nægilega góðar. Innréttingin er mun dekkri og lítur
betur út með berum augum heldur en á myndum.

Verð samt að viðurkenna að það er smá súrt að eiga ekki bimma lengur.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 07. Apr 2011 13:02 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Voru þessir ekki 225hp?

Author:  ppp [ Thu 07. Apr 2011 13:04 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Geðveikt flottur hjá þér.

En varðandi pústið, er þetta þá bara fake stútur sem bætist við?

P.s. Með innréttinguna, þá er það flassið hjá þér sem er að skemma hana á myndunum. Ef þú vilt fá eðalmynd, notaðu þá þrífót og taktu eina góða long exposure án flass um kvöld.

Author:  Hreiðar [ Thu 07. Apr 2011 13:06 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

ppp wrote:
Geðveikt flottur hjá þér.

En varðandi pústið, er þetta þá bara fake stútur sem bætist við?

P.s. Með innréttinguna, þá er það flassið hjá þér sem er að skemma hana á myndunum. Ef þú vilt fá eðalmynd, notaðu þá þrífót og taktu eina góða long exposure án flass um kvöld.


Nei vill ekki fá fake stút. Myndi breyta pústkerfinu. Vill fá mega sound 8)

Takk fyrir ábendinguna !

John Rogers wrote:
Voru þessir ekki 225hp?


:shock: Veit ekki, hann er skráður 180. Finnst hann vinna nefnilega alveg EXRTA vel fyrir 180 hö.

Author:  ppp [ Thu 07. Apr 2011 13:09 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Forvitinn líka að vita hvað hann er að eyða hjá þér í svona innanbæjarsnatti.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 07. Apr 2011 13:10 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Eru samt til 180hp líka

Quote:
Mechanically, the TT shares an identical powertrain layout as its related Volkswagen Group platform-mates. The TT uses a transversely mounted internal combustion engine, with either front-wheel drive, or 'quattro' on-demand four-wheel drive. It was first available with a 1.8 litre inline four cylinder 20-valve turbocharged engine in two states of DIN-rated power outputs; 180 PS (132 kW; 178 hp) and 225 PS (165 kW; 222 hp).

Author:  Aron Fridrik [ Thu 07. Apr 2011 13:10 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

1.8 T quattro 1,781 cc (108.7 cu in) Inline-4 20v DOHC
Turbocharger 225 PS (165 kW; 222 hp)
@ 5,900 280 N·m (207 ft·lbf)
@ 2,200-5,500 AMU, APX, BAM 1998–
2005 quattro 4WD

Author:  ppp [ Thu 07. Apr 2011 13:14 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Image

Væntanlega 180PS, 178hp vélin?

Author:  MR.BOOM [ Thu 07. Apr 2011 13:18 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Til hamingju með bílinn...Það þarf berja þessa dós niður um tvo metra og kaupa á hana 19" LM....sprauta síðan gular og grænar :thup:

Author:  Hreiðar [ Thu 07. Apr 2011 13:18 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

ppp wrote:
Image

Væntanlega 180PS, 178hp vélin?

Hugsa það. En hún er ekki quattro?

Author:  ppp [ Thu 07. Apr 2011 13:22 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Það er engine ID code þarna. Ætli það standi ekki bara á vélinni?

Author:  Thrullerinn [ Thu 07. Apr 2011 13:29 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Virðist nú vera mjög eigulegt eintak !!

Author:  Aron Fridrik [ Thu 07. Apr 2011 13:30 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

quattro er 225 hö :thup:

Author:  JOGA [ Thu 07. Apr 2011 13:33 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Aron Fridrik wrote:
quattro er 225 hö :thup:


Held það sé nú til 180hp Quattro.
Google er sammála...

Author:  Jón Ragnar [ Thu 07. Apr 2011 13:33 ]
Post subject:  Re: Audi TT quattro 1,8L turbo 2004

Las enginn það sem ég setti inn?

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/