bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Farangur í flugvél
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50410
Page 1 of 2

Author:  Jónas [ Wed 06. Apr 2011 19:22 ]
Post subject:  Farangur í flugvél

Þar sem að það er ansi líklegt að einhver hérna hefur verið að flytja drasl heim í flugvél(sem farangur..) langaði mig að spyrja hvort ég gæti ekki farið heim án þess að tékka inn farangur þannig lagað séð en tékkað inn kassa 36x28x30 cm c.a. og 16kg og tekið bara með mér handfarangur?

Einhver sem hefur gert þetta?

Author:  Aron Fridrik [ Wed 06. Apr 2011 19:26 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

tjékkaði einu sinni inn 4 20" álfelgur í USA

ekkert mál voru bara skráðar sem töskur. Stöffuðum meira að segja drasli inn í þær og settum svo svamp yfir og síðan nokkur lög af sellófan :thup:

Author:  Jónas [ Wed 06. Apr 2011 19:27 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

Aron Fridrik wrote:
tjékkaði einu sinni inn 4 20" álfelgur í USA

ekkert mál voru bara skráðar sem töskur. Stöffuðum meira að segja drasli inn í þær og settum svo svamp yfir og síðan nokkur lög af sellófan :thup:


Snilld :thup:

Author:  Aron Fridrik [ Wed 06. Apr 2011 19:31 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

og já til að þetta sé alveg á hreinu

þá hef ég unnið upp á kef. flugvelli síðustu 3 sumur og röntgen skannað farangur.. Slatti af fólki sem er fljúga út með kassa með allskonar drasli í :wink:

Author:  Jónas [ Wed 06. Apr 2011 19:33 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

Aron Fridrik wrote:
og já til að þetta sé alveg á hreinu

þá hef ég unnið upp á kef. flugvelli síðustu 3 sumur og röntgen skannað farangur.. Slatti af fólki sem er fljúga út með kassa með allskonar drasli í :wink:


Séð eitthvað skemmtilegt?

Author:  Aron Fridrik [ Wed 06. Apr 2011 19:37 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

hehe.. ekkert sem mér dettur í hug :lol:

Author:  Jónas Helgi [ Wed 06. Apr 2011 21:58 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

Ein viðbótar spurning hérna og kanski til þín Aron..
Ég er að flytja heim frá Noregi og er með 23" flatskjá (tölvu) splúnku nýjan og hann er c.a. 7 KG, er leyfilegt að hafa þetta sem handfarnagur?
Er með bakpoka líka með fartölvu og drasli sem vegur 8KG
Flýg með SAS.

Author:  Aron Fridrik [ Wed 06. Apr 2011 22:00 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

ég veit það ekki..

þyngd á farangri er algjör er ákvörðun flugfélags :)

Author:  Jónas Helgi [ Wed 06. Apr 2011 22:03 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

Aron Fridrik wrote:
ég veit það ekki..

þyngd á farangri er algjör er ákvörðun flugfélags :)


Thought so.. þá hringi ég uppí SAS í fyrramálið og læt sko reyna á norskuna :drool:

Author:  BjarkiHS [ Wed 06. Apr 2011 22:04 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

skv icelandair var hámarksþyngd handfarangurs 10kg. (seinast þegar ég flaug feb 2010)

Quote:
Heimilt hverjum farþega á almennu farrými:

Flug innan Evrópu/þyngdartakmörk: (frá Evrópu til Íslands og til baka) Farþegar á almennu farrými mega hafa alls 20 kg (44 pund) meðferðis.
Flug yfir Atlantshafið/takmörk á fjölda hluta: (frá Evrópu til Bandaríkjanna og til baka) tvær innritaðar töskur sem hvor um sig vegur að hámarki 23 kg (50 pund), og samanlögð lengd, breidd og hæð má ekki vera meira en 158 cm (62 to).

Farangur sem farþegar hafa meðferðis inn í farþegarýmið verður að setja undir sætið fyrir framan eða í farangurshólf fyrir ofan sætin. Farþegar bera ábyrgð á handfarangri sínum.

Almenn regla er að flugfélög áskilja sér rétt til að neita flutningi á meira en því sem nemur farangursheimild í sama flugi og farþeginn flýgur með. Því er mikilvægt að félagið sé látið vita fyrirfram af öllum farangri sem fer yfir takmarkanir farangursheimildar svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir, eins og að bóka aukarými á öðrum flugvélum undir fragt.

Author:  zazou [ Wed 06. Apr 2011 22:09 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

For what it's worth, 2007 var ég með ferðatösku fulla af soggreinum, loftboxum, throttlebodies og fremri hluta pústkerfis og lenti ekki í teljandi vandræðum, borgaði bara yfirvigtina.

Pústkerfið var samt sérpakkað sökum augljósra ástæðna.

Þetta er circa það sem ég var í töskunni:
Image

og í hólklaga pakkningu:
Image

Tollgúndarnir gerðu athugasemd við pústkerfið og borgaði ég toll og vask af því.


*edit*

Svo hef ég 2x tekið með mér ca 15 kílóa styttur ca meter á hæð í handfarangur, en það var 2000 og 2001.

Author:  Jónas Helgi [ Wed 06. Apr 2011 22:11 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

zazou wrote:
For what it's worth, 2007 var ég með ferðatösku fulla af soggreinum, loftboxum, throttlebodies og fremri hluta pústkerfis og lenti ekki í teljandi vandræðum, borgaði bara yfirvigtina.

Pústkerfið var samt sérpakkað sökum augljósra ástæðna.

Þetta er circa það sem ég var í töskunni:
Image

og í hólklaga pakkningu:
Image

Tollgúndarnir gerðu athugasemd við pústkerfið og borgaði ég toll og vask af því.


Þá átt þú skilið að fara niður í bókina mína sem "LEGEND" :bow: Hehe..

Author:  gulli [ Wed 06. Apr 2011 22:23 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

Jónas wrote:
Aron Fridrik wrote:
og já til að þetta sé alveg á hreinu

þá hef ég unnið upp á kef. flugvelli síðustu 3 sumur og röntgen skannað farangur.. Slatti af fólki sem er fljúga út með kassa með allskonar drasli í :wink:


Séð eitthvað skemmtilegt?


Þar sem þér langar að heyra eitthvað skemmtilegt varðandi svona :lol: :lol:

Fyrir nokkrum árum var ég að vinna hjá igs cargo, nema hvað að á einni næturvaktinni þá kom us mail ( sem kom á hverju kvöldi btw ) og ég var að sortera það ásamt gamla manninum sem ég var að vinna með þá, heitir oddur en ekki að það skiptir máli svo sem :lol: Allavega við vorum þarna að sortera og svo kemur þetta skemmtilega hljóð frá einum kassanum og hann fer alveg þvílikt að spá og spekulura og ég veit ekki hvað og hvað, nema hann er svo forvitinn að hann vildi endilega kíkja í kassan, og reif hann upp :lol: Fullur kassi af vibratorum,dildóum og sleipiefni og eitthvað... og einn dildó alveg á FULLU :rollinglaugh: Ég auðvitað emjaði af hlátri þarna og sá gamli eitt spurningar merki í framan :lol: Þetta var án efa það fyndnasta sem ég hef meðhöndlað í þeirri vinnu.

Author:  bimmer [ Wed 06. Apr 2011 22:34 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

Flaug með gang af 17" Toyo R888 dekkjum til Frankfurt með Icelandair án vandræða.

Author:  Thrullerinn [ Wed 06. Apr 2011 22:45 ]
Post subject:  Re: Farangur í flugvél

bimmer wrote:
Flaug með gang af 17" Toyo R888 dekkjum til Frankfurt með Icelandair án vandræða.


Tókstu kannski eitt með þér sem handfarangur :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/