bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýjasta EVO
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5033
Page 1 of 1

Author:  Jói [ Wed 17. Mar 2004 13:57 ]
Post subject:  Nýjasta EVO

Í nýjasta EVO tímaritinu reyna blaðamenn að velja besta akstursbíl síðasta áratugs. Blaðamenn EVO tilnefna 10 bíla og eru þeir m.a. Renault Clio Williams , Subaru Impreza turbo P1, Lotus Elise, Ferrari 550, Porsche 911 Carrera?, Pagani Zonda og fleiri.
Þeir fóru með þessa bíla til Wales til að prófa þá við alvöru aðstæður, krappar beygjur og þröngir vegir til að reyna á aksturseiginleika bílana. Skemmst er frá þessu að segja að þeir lofa Renault Clio Williams. Blaðamönnum þótti Clioinn veita mestu akstursánægjuna. Það er vel af sér vikið af 10 ára gömlum bíl að keppa við bíla sem kosta sumir hverjir tugir milljóna.

Image

Ég verð bara að segja eins og er, ég er alveg svakalega skotinn í þessum bíl. Ég væri alveg til í einn svona, nákvæmlega ens og á myndinni hér að neðan. Alveg óbreyttur, bara verst að þessir bílar eru andskoti dýrir.

Frábær akstursbíll og sýnir enn og aftur að kraftur og glamúr er langt í frá það sem skiptir máli fyrir pjúra aksturseiginleika. Ég veit að nokkrir hér á spjallinu eru sammála mér með þessa bíla, a.m.k. eru þeir Bebecar og Svezel.

Image

Author:  bebecar [ Wed 17. Mar 2004 14:05 ]
Post subject: 

HEHE - ég er 100% sammála. Og auðvitað er fyndið að svona bíll skili meiri ánægju en tugmilljóna bílar, en það er alls ekkert skrítið.

Það versta er að Williams bílarnir eru geysilega dýrir og það er hægt að fá margt exotic fyrir sömu peninga og álíka góða bíla eins og t.d. Lanica Integrale HFS sem var einmitt valinn bíll tíundaáratugarins hjá Performance Car en þar var held ég Clio Williams líka í úrtaki.

Author:  Jói [ Wed 17. Mar 2004 14:07 ]
Post subject: 

Já, því miður er það svo. Ég leitaði að svona bíl á mobile.de og verðið er alveg ótrúlegt. Mundi tæplega kosta undir millu að flytja inn til landsins. Spurning hvort það séu einhver góð eintök hér á landi?

Williams til sölu á Íslandi

Author:  Logi [ Wed 17. Mar 2004 14:10 ]
Post subject: 

Mig hefur alltaf langað í Clio Williams. Myndi meira að segja alveg sætta mig við Clio 16v með 1,8 lítra vélinni....

Author:  Jói [ Wed 17. Mar 2004 14:16 ]
Post subject: 

Clio 16v er líka mjög eigulegur. Ég veit allaveganna um einn sem er oft í götunni hjá P&M, hvítur og virðist í fínu standi.

Vitið þið hvernig Megane coupé 16v er? Ég hef lesið að hann sé ekki eins góður og haldið var.

Author:  Svezel [ Wed 17. Mar 2004 14:20 ]
Post subject: 

Það er magnað hvað þessir bílar fá alltaf góða dóma í bílapressunni og akstursánægjan talin sambærileg við bíla sem kosta margfalt meira. Svo eru eigendur t.d. í Bretlandi ekkert á því að selja þá og liggja á eins og ormar á gulli.

Man einmitt eftir skemmtilegri grein í Car þar sem verið var að reynsluaka svona bíl og þar var alveg frábær klausa um að maður áttaði sig fyrst á því hvað þetta væru frábærir bílar þegar mælaborðið var dottið úr sambandi, miðstöðin biluð og rúðuþurrkurnar fastar í efstu stöðu meðan maður stóð bílinn flatan út úr hringtorgi.

Það er reyndar enginn alvöru Williams hér á landi ef ég man rétt, þ.e. blár á gylltu felgunum eins og á myndinni hér að ofan en einhverjir 1800 bílar. Væri vel til í að eiga einn svona í snattið með góðum bimma.

Megane Coupé 2.0 16V var nokkuð góður en náði víst ekki alveg sama fíling og Clioinn. Hef tekið í svoleiðis bíl og það var alveg frábær bíltúr, skemmti mér alveg konunglega í 20mín.

Merkilegt hvað það er miklu meiri fílingur og sjarmi yfir þessum frönsku heitbökum en t.d. Civic eða Gti rollu.

Author:  bebecar [ Wed 17. Mar 2004 14:27 ]
Post subject: 

Hehe - það eru náttúrulega GÓÐ meðmæli ef maður er með bros út að eyrum í bílnum ÞRÁTT fyrir að allt sé að hrynja! :lol:

Author:  Svezel [ Wed 17. Mar 2004 14:45 ]
Post subject: 

Einmitt, ég vil bíl sem hefur eitthvað meira að bjóða en lága bilantíðni :wink:

Author:  bebecar [ Wed 17. Mar 2004 15:14 ]
Post subject: 

Hehe - eins og ég segi alltaf.

Ég vil frekar bíl sem bilar og hefur karakter því það er hægt að laga bilanir en karakter er ekki hægt að búa til :wink:

Author:  Jss [ Wed 17. Mar 2004 15:30 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Hehe - eins og ég segi alltaf.

Ég vil frekar bíl sem bilar og hefur karakter því það er hægt að laga bilanir en karakter er ekki hægt að búa til :wink:


Þessi setning hjá þér er algjör gullmoli, maður væri alveg til í einn svona Clio Williams, en er enginn alvöru svona á landinu, eruð þið alveg vissir um það?

Author:  bebecar [ Wed 17. Mar 2004 15:42 ]
Post subject: 

Takk fyrir það.

100% viss, engin Williams hér....

Author:  fart [ Wed 17. Mar 2004 16:12 ]
Post subject: 

Quote:
bebecar skrifaði:
Hehe - eins og ég segi alltaf.

Ég vil frekar bíl sem bilar og hefur karakter því það er hægt að laga bilanir en karakter er ekki hægt að búa til


Þessi setning hjá þér er algjör gullmoli, maður væri alveg til í einn svona Clio Williams, en er enginn alvöru svona á landinu, eruð þið alveg vissir um það?


ein önnur útgáfa er svona " I maybe fat, but you will alawys be small"

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/