bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

AVANT endurgreiðslur! :)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50252
Page 1 of 1

Author:  ValliFudd [ Wed 30. Mar 2011 09:48 ]
Post subject:  AVANT endurgreiðslur! :)

Ef einhverjir voru að fá bréf frá þeim, klárið að lesa það. Ég var næstum búinn að henda því, því þetta var eitthvað boring bréf um að avant væri farið á hausinn og landsbankinn búinn að taka það yfir.

Svo stóð alveg neðst á blaðinu, sem var þétt skrifað...

"Vegna ofgreiddra lána.. lalala.. hefur verið lagt inn 100.040 kr. á reikning blabla í landsbankanum, mætið með persónuskilríki"

Sá reikningur er ekki gefinn upp í heimabanka eða neitt. MJÖG hugsanlegt að margir klikki á þessu, ég var með lán 2006-2007 og er að fá 100 þús kjell :) Þeir pössuðu að hafa bréfið einstaklega leiðinlegt svo sem flestir gæfust upp og hentu því á miðri leið hehe.

Author:  JonHrafn [ Wed 30. Mar 2011 09:59 ]
Post subject:  Re: AVANT!!

Já það var gaman að fá svona bréf þegar maður átti ekki von á neinu :thup: Einmitt lán frá 2006

Author:  Einsii [ Wed 30. Mar 2011 11:00 ]
Post subject:  Re: AVANT!!

Ég fékk svona bréf þar sem stóð að ég ætti inni af einu láni rúmann 100þúsundkall, og sagt að inneign yrði lögð inn á reikning.
En svo var það greynilega látið ganga upp í aðra skuld sem ég var með hjá þeim og ég fæ þessvegna engann glaðining frá þeim :(

Author:  SteiniDJ [ Wed 30. Mar 2011 11:05 ]
Post subject:  Re: AVANT!!

Er það ekki glaðningur í sjálfu sér? Nú lækkaði skuldin a.m.k. um 100k!

Author:  Aron M5 [ Wed 30. Mar 2011 11:08 ]
Post subject:  Re: AVANT!!

Ég á að fá frá þeim í dag þokkalega háa upphæð sem ég var ekkert að búast við, skemmtilegt bréf JÁ!! en eg trúi þessu ekki fyrr en þetta er komið inná reikninginn :wink:

en þetta er lika bara brott af því sem maður er búinn að borga til þeirra i afborganir..

Author:  Jón Ragnar [ Wed 30. Mar 2011 11:10 ]
Post subject:  Re: AVANT!!

Ég er tilbúinn að taka á móti þessum peningum ef þið kærið ykkur ekki um þá.

Vantar pening í íbúð :mrgreen:

Author:  Einsii [ Wed 30. Mar 2011 11:14 ]
Post subject:  Re: AVANT!!

SteiniDJ wrote:
Er það ekki glaðningur í sjálfu sér? Nú lækkaði skuldin a.m.k. um 100k!

Já og nei. umsamin skuld þar sem höfuðstóll breytir engu um afborganir og hversu mikið ég þarf að borga til baka.
Ef þetta hefði verið lagt inn á reikning þá hefði það verið klúður hjá Avant sem ég hefði ekkert verið að benda þeim á :)

Author:  Djofullinn [ Wed 30. Mar 2011 12:26 ]
Post subject:  Re: AVANT!!

Aron M5 wrote:
Ég á að fá frá þeim í dag þokkalega háa upphæð sem ég var ekkert að búast við, skemmtilegt bréf JÁ!! en eg trúi þessu ekki fyrr en þetta er komið inná reikninginn :wink:

en þetta er lika bara brott af því sem maður er búinn að borga til þeirra i afborganir..

Ég er búinn að sækja mína milljón þannig að þú mátt alveg trúa þessu ;)

Author:  Hafst1 [ Fri 01. Apr 2011 12:47 ]
Post subject:  Re: AVANT endurgreiðslur! :)

Hvað gildir þetta langt aftur? Ég var reyndar hjá Sjóvá með lán 2006 og líka 2004. Er þetta eitthvað endurreiknað líka?

Author:  JOGA [ Fri 01. Apr 2011 12:57 ]
Post subject:  Re: AVANT endurgreiðslur! :)

Hafst1 wrote:
Hvað gildir þetta langt aftur? Ég var reyndar hjá Sjóvá með lán 2006 og líka 2004. Er þetta eitthvað endurreiknað líka?


Það er allt endurreiknað held ég en ef lán eru tekin vel fyrir hrun og seld aftur sömuleiðis er ekkert að hafa upp úr endurreikningi.
Krónan var í styrkingarfasa þarna á löngu tímabili og þá var greitt mun minna af þessum lánum en samsvarandi lán á Íslenskum vöxtum yfir sama tímabil.

Edit: fer þó algjörlega eftir nákvæmum forsendum að sjálfsögðu.

Author:  Hafst1 [ Fri 01. Apr 2011 22:40 ]
Post subject:  Re: AVANT endurgreiðslur! :)

JOGA wrote:
Hafst1 wrote:
Hvað gildir þetta langt aftur? Ég var reyndar hjá Sjóvá með lán 2006 og líka 2004. Er þetta eitthvað endurreiknað líka?


Það er allt endurreiknað held ég en ef lán eru tekin vel fyrir hrun og seld aftur sömuleiðis er ekkert að hafa upp úr endurreikningi.
Krónan var í styrkingarfasa þarna á löngu tímabili og þá var greitt mun minna af þessum lánum en samsvarandi lán á Íslenskum vöxtum yfir sama tímabil.

Edit: fer þó algjörlega eftir nákvæmum forsendum að sjálfsögðu.

Þannig að ég ætti að borga helling. Stórgræddi á því að taka lánið 2006

Author:  Kristjan PGT [ Fri 01. Apr 2011 23:19 ]
Post subject:  Re: AVANT endurgreiðslur! :)

Hafst1 wrote:
JOGA wrote:
Hafst1 wrote:
Hvað gildir þetta langt aftur? Ég var reyndar hjá Sjóvá með lán 2006 og líka 2004. Er þetta eitthvað endurreiknað líka?


Það er allt endurreiknað held ég en ef lán eru tekin vel fyrir hrun og seld aftur sömuleiðis er ekkert að hafa upp úr endurreikningi.
Krónan var í styrkingarfasa þarna á löngu tímabili og þá var greitt mun minna af þessum lánum en samsvarandi lán á Íslenskum vöxtum yfir sama tímabil.

Edit: fer þó algjörlega eftir nákvæmum forsendum að sjálfsögðu.

Þannig að ég ætti að borga helling. Stórgræddi á því að taka lánið 2006


Ég var að fá bréf frá lýsingu í dag vegna láns sem ég var með frá október 2005 til ágúst 2006 og samkvæmt því ,,hefur eftir útreikninga skapast inneign og vegna þessa verður stofnaður reikningur í nafni mínu í Arion banka"

Author:  JOGA [ Sat 02. Apr 2011 10:41 ]
Post subject:  Re: AVANT endurgreiðslur! :)

Kristjan PGT wrote:
Hafst1 wrote:
JOGA wrote:
Hafst1 wrote:
Hvað gildir þetta langt aftur? Ég var reyndar hjá Sjóvá með lán 2006 og líka 2004. Er þetta eitthvað endurreiknað líka?


Það er allt endurreiknað held ég en ef lán eru tekin vel fyrir hrun og seld aftur sömuleiðis er ekkert að hafa upp úr endurreikningi.
Krónan var í styrkingarfasa þarna á löngu tímabili og þá var greitt mun minna af þessum lánum en samsvarandi lán á Íslenskum vöxtum yfir sama tímabil.

Edit: fer þó algjörlega eftir nákvæmum forsendum að sjálfsögðu.

Þannig að ég ætti að borga helling. Stórgræddi á því að taka lánið 2006


Ég var að fá bréf frá lýsingu í dag vegna láns sem ég var með frá október 2005 til ágúst 2006 og samkvæmt því ,,hefur eftir útreikninga skapast inneign og vegna þessa verður stofnaður reikningur í nafni mínu í Arion banka"


Það er út af því að á þessu tímabili veiktist krónan um 20-30%
Vísitala meðalgengis fer frá ca. 101 upp í 120 - 130 eftir dagsetningum.
Þú hefur verið frekar "óheppinn" á dagsetningum. En það kemur sér þá vel núna :wink:

Edit: svo fer þetta náttúrulega eftir þeim myntum sem þú varst með tengingu við.

Fann ekkert betra graf og nenni ekki að gera nýtt. En hér sést þetta ágætlega (Þegar gengisvísitalan hækkar þá er krónan að veikjast)
Image

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/