bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
HÍ vs. HR? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50231 |
Page 1 of 3 |
Author: | Bjarkih [ Tue 29. Mar 2011 11:20 ] |
Post subject: | HÍ vs. HR? |
Nú stefni ég á að fara í tölvunarfræði í haust og valið stendur þ.a.l. milli HR og HÎ. Mér er sagt að HÍ sé fræðilegra og minna practical en HR. Ég hins vegar þekki engann sem hefur farið í þetta nýlega. Það væri gott að fá álit ykkar á hvorum fyrir sig. |
Author: | Thrullerinn [ Tue 29. Mar 2011 12:02 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
HR byggist meira á hópastarfi. Get mælt með HR, sér í lagi tölvunarfræðinni, veit ekki með hitt. Þetta kostar eitthvað meira, nýja húsnæðið er alveg VIP. |
Author: | kalli* [ Tue 29. Mar 2011 12:06 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Eina reynslan mín á þessum tvem skólum voru kynnigar sem ég fór í þá báða á vegum Tækniskólans og ég verð að segja að HR heillaði mig mikið meira en HÍ og stefni sjálfur á tölvunarfræðina þar eftir menntaskóla. ![]() |
Author: | Misdo [ Tue 29. Mar 2011 12:06 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Ætla sjálfur að fara í Kerfisfræði í haust. Mig langar að fara í HR enn fynnst það soldið dýrt þar sem ég er að fara í háskóla í fyrsta sinn, svo er farið betra í grunninn í Hí, hugsa að ég byrji i Hí og fari svo kanski í HR á næsta ári. |
Author: | Jet [ Tue 29. Mar 2011 12:25 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Nám sem byggist upp á hópastarfi í hverju fagi á eftir öðru getur orðið ...////MASSA////... leiðinlegt eftir smá tíma. Gott að hafa það í huga. Í HÍ er þó líka hópavinna, en þó í minna mæli eftir því sem ég hef heyrt frá nemum í HR. Skólagjöldin fyrir ársvist í HÍ eru 60 þús krónur. Skólagjöld fyrir ársvist í HR hlaupa á hundruð þúsunda (veit ekki nákvæma tölu). |
Author: | markusk [ Tue 29. Mar 2011 12:42 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Jet wrote: Nám sem byggist upp á hópastarfi í hverju fagi á eftir öðru getur orðið ...////MASSA////... leiðinlegt eftir smá tíma. Gott að hafa það í huga. Í HÍ er þó líka hópavinna, en þó í minna mæli eftir því sem ég hef heyrt frá nemum í HR. Skólagjöldin fyrir ársvist í HÍ eru 60 þús krónur. Skólagjöld fyrir ársvist í HR hlaupa á hundruð þúsunda (veit ekki nákvæma tölu). Skv. heimasíðu hi.is, þá er skráningargjaldið enn 45 þús fyrir hverja önn en ekki 60 þús ![]() Ég tók tölvunarfræðina í HÍ og sé ekki eftir því. Vissulega þá er hún mun fræðilegri og erfiðari í HÍ en HR, t.d. er farið yfir meira efni í sumum kúrsum í HÍ heldur en í HR. Síðast þegar ég vissi, þá er HR meira í því að útskrifa .NET forritara á meðan HÍ kennir fólki að forrita óháð forritunarmáli. HR hefur samt stóran kost framyfir HÍ og það er að mikið er um verkefnavinnu. Valfögin í HÍ eru líka frekar leiðinleg (aðallega stærðfræði í boði), en aftur á móti, þá hefur þú aðgang að valfögum úr öðrum fögum. Þannig það eru kostir og gallar við báða skólanna. Veldu bara þann sem hentar þér betur ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Tue 29. Mar 2011 12:50 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Frá því sem ég hef séð, heyrt, upplifað og lesið, þá er tölvufræðinámið í HÍ ekki sambærilegt því sem boðið er upp á í HR. Nám er fjárfesting og ef ég væri að fara læra tölvufræði, þá myndi ég fjárfesta í HR. |
Author: | Jet [ Tue 29. Mar 2011 12:54 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Quote: Skv. heimasíðu hi.is, þá er skráningargjaldið enn 45 þús fyrir hverja önn en ekki 60 þús ![]() Rétt hjá þér. En þetta er árgjald. Ekki gjald fyrir hverja önn. |
Author: | Svezel [ Tue 29. Mar 2011 12:56 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Ég er í Msc í HÍ og það er verið að kenna þér fræðin og hvernig þú beitir þeim, ekki á tól eða stök forritunarmál. Útkoman er líka þekking sem nýtist þér almennt og líklega alla ævi, ekki bara í núverandi verki. |
Author: | Kristjan [ Tue 29. Mar 2011 15:22 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Ekki gleyma því að tölvunám er alltaf í hraðri þróun og alltaf verið að finna upp eitthvað nýtt, svo að endurmenntun er örugglega stór partur af þessu. Ekki einblína of mikið á fyrstu árin. |
Author: | bimmer [ Tue 29. Mar 2011 15:58 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Talaðu við starfsmannastjóra hjá stórum fyrirtækjum sem ráða tölvunarfræðinga, fáðu álit þeirra á því hvernig fólk úr þessum skólum hefur verið að koma út. |
Author: | thisman [ Tue 29. Mar 2011 17:48 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Af minni reynslu úr þessum geira, bæði af því að starfa með fólki og að ráða það, þá er einstaklingurinn (karakter, áhugi o.s.frv.) og reynslan sem viðkomandi hefur sem skiptir öllu máli - ekki skólinn. Hef séð frábæra forritara og skelfilega forritara úr báðum skólum og get ekki séð neina fylgni þar á milli. |
Author: | dabbiso0 [ Tue 29. Mar 2011 18:05 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Ég myndi mæla með HR hiklaust ef að námsfús maður er í vafa. Ég byrjaði í tölvunarfræðinni í Hí og einfaldlega gafst upp útaf því hvað þetta var leiðinlegt |
Author: | jeppakall [ Tue 29. Mar 2011 19:01 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
Ég er reyndar ekki í tölvunarfræði í HR heldur verkfræði, en önnin er á 154.þús eins og er(gæti hækkað næsta haust) En persónulega finnst mér meiri metnaður í að kenna þér hlutina í HR heldur en HÍ, svona þegar ég var að kynna mér skólana, ungir og metnaðarfullir kennarar. Fannst ég vera fá meira fyrir peninginn. ps. þú færð ekki fullt lán hjá LÍN fyrir skólagjöldunum heldur er það max 109.þús sem þeir lána fyrir á önn, bara svona for your info! |
Author: | Thrullerinn [ Tue 29. Mar 2011 20:25 ] |
Post subject: | Re: HÍ vs. HR? |
dabbiso0 wrote: Ég myndi mæla með HR hiklaust ef að námsfús maður er í vafa. Ég byrjaði í tölvunarfræðinni í Hí og einfaldlega gafst upp útaf því hvað þetta var leiðinlegt Sama sagan með mig.. HÍ -> HR HR byrjar á skemmtilega stöffinu síðan kemur stærðfræðipakkinn o.þ.h undir lokin, omvent við HÍ. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |