bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Skattapælingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50056
Page 1 of 1

Author:  zazou [ Thu 17. Mar 2011 18:34 ]
Post subject:  Skattapælingar

Hafið þið hugmynd, ef íslenskur ríkisborgari hefur verið og er búsettur erlendis en með fjármagnstekjur á Íslandi, hvar er það skattað?

Author:  gstuning [ Thu 17. Mar 2011 19:32 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Ég skattaði bara íslenskar tekjur þar, og erlendar hér.

Author:  zazou [ Thu 17. Mar 2011 19:45 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Sennilega einfaldast. En eitt sinn sagði mér fær lögfræðingur (Kristján G. Valdimarsson), þá titlaður skattasérfræðingur Búnaðarbankans að það væri glufa, þeas ef þú byggir í London (sem hann kallaði eina stærstu skattaparadís í heimi) þá væru þær reglur á Íslandi að þú greiddir skatt í því landi sem þú byggir í (eða dveldir yfir 180 daga á ári) en hérna væri það hins vegar að tekjur væru skattlagðar í upprunaríkinu.
Hann bætti við að þess vegna myndu þeir ekki ná að negla public enemy #1 þess tíma, Jón Ólafs.

Sel þetta svosem ekkert dýrara en ég keypti það en áhugaverð pæling engu að síður.


OT:
Hann kunni líka skemmtilegar sögur svo sem að hjón hefðu ættleitt strák (eða hvort það hefði aldrei verið frágengið en hann amk sonur þeirra. Svo kom að því að fósturmóðirin lést og skattareglurnar voru svo asnalegar í Danmörku að eina leiðin til að stráksi sem þá var orðinn fullveðja fengi sinn réttmæta arf án þess að skatturinn hirti bróðurpartinn væri að hann giftist fósturpabba sínum :lol: :lol:

Author:  Jss [ Thu 17. Mar 2011 23:02 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Ég geri ráð fyrir, og minnir, að þú sért búinn að vera búsettur á Bretlandseyjum síðustu 180 daga og myndirðu því teljast heimilisfastur þar, myndi þó athuga vel 4. gr. tvísköttunarsamningsins sem gildir milli Íslands og Bretlands til að sjá það fyrir víst. Þá þarf að horfa til 11. greinar tvísköttunarsamningsins sem snýr að vaxtagreiðslum. Dreg þá ályktun að þú borgir skatt af vaxtatekjunum í Bretlandi skv. 1. tölulið 11. greinar tvísköttunarsamningsins samanber eftirfarandi:

1. tl. 11. gr. tvísköttunarsamnings milli Íslands og Bretlands wrote:
1. Vextir, sem myndast í aðildarríki, sem mótteknir eru af aðila sem er raunverulegur
rétthafi þeirra og er heimilisfastur í hinu aðildarríkinu skulu einungis skattlagðir í
síðarnefnda ríkinu


Getur séð þetta hér:

Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Bretlands (pdf)

Mjög algengt er þó að skattur sé greiddur af tekjum í upprunalandi tekna, þ.e. þar sem tekjurnar verða til.

Birt án ábyrgðar. ;)

Author:  zazou [ Thu 17. Mar 2011 23:19 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Jss wrote:
Ég geri ráð fyrir, og minnir, að þú sért búinn að vera búsettur á Bretlandseyjum síðustu 180 daga og myndirðu því teljast heimilisfastur þar, myndi þó athuga vel 4. gr. tvísköttunarsamningsins sem gildir milli Íslands og Bretlands til að sjá það fyrir víst. Þá þarf að horfa til 11. greinar tvísköttunarsamningsins sem snýr að vaxtagreiðslum. Dreg þá ályktun að þú borgir skatt af vaxtatekjunum í Bretlandi skv. 1. tölulið 11. greinar tvísköttunarsamningsins samanber eftirfarandi:

1. tl. 11. gr. tvísköttunarsamnings milli Íslands og Bretlands wrote:
1. Vextir, sem myndast í aðildarríki, sem mótteknir eru af aðila sem er raunverulegur
rétthafi þeirra og er heimilisfastur í hinu aðildarríkinu skulu einungis skattlagðir í
síðarnefnda ríkinu


Getur séð þetta hér:

Tvísköttunarsamningur milli Íslands og Bretlands (pdf)

Mjög algengt er þó að skattur sé greiddur af tekjum í upprunalandi tekna, þ.e. þar sem tekjurnar verða til.

Birt án ábyrgðar. ;)


Áhugavert, ekki að maður sé að hugsa um milljarða, bara nokkrir tugir þúsunda í skatt til eða frá. Meir spennandi er lagaumhverfið.

Author:  Jss [ Fri 18. Mar 2011 00:22 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

zazou wrote:
Áhugavert, ekki að maður sé að hugsa um milljarða, bara nokkrir tugir þúsunda í skatt til eða frá. Meir spennandi er lagaumhverfið.


Það munar nú um minna. ;)

Author:  zazou [ Tue 22. Mar 2011 19:42 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Ætla að gera tilraun til að svara sjálfum mér.

Það lookar ekki vel að eiga og leigja út fasteign á Íslandi með lögheimili erlendis... :roll:

Quote:
7.12 Erlendis búsettir

Erlendis búsettir sem hafa tekjur eða eiga eignir hér á landi
Einstaklingar búsettir erlendis sem bera hér á landi takmarkaða skattskyldu samkvæmt 3. grein skattalaganna, vegna tekna, t.d. af útleigu íbúðarhúsnæðis eða sölu hlutabréfa hér á landi, skulu skila framtali þar sem gerð er grein fyrir þessum tekjum á þriðju síðu framtals í lið 3.7, reit 521.

Ef um útleigu íbúðarhúsnæðis er að ræða skal telja fram brúttóleigutekjur án frádráttar. Hafi maður leigugjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota er heimilt að draga þau frá leigutekjum ef þær eru af íbúðarhúsnæði sem ætlað er til eigin nota en er tímabundið í útleigu. Í þeim tilvikum skal draga leigugjöldin frá leigutekjum og ef um jákvæðan mismun er að ræð færist hann í reit 521. Neikvæður mismunur færist ekki á framtal. Gera skal grein fyrir nýtingu íbúðarhúsnæðis sem ekki gefur af sér tekjur í lið 1.4.

Nauðsynlegt er að fram komi að framteljandi eigi lögheimili erlendis. Jafnframt skal tilgreina póstfang umboðsmanns hans á Íslandi.



Úff, hljómar ekki vel...
Quote:
3.5. Allir aðilar sem eiga fasteign hér á landi eða hafa rétt yfir fasteign hér á landi er þeir hafa af tekjur eða teljast hafa af tekjur, þar með talinn söluhagnað, samkvæmt ákvæðum laga þessara skulu greiða tekjuskatt af þeim tekjum.


Quote:
3. Tekjuskattur aðila, sem um ræðir í 4., 5., 6. og [9. tölul.]2) 3. gr., sbr. þó 4. tölul. þessarar greinar, skal, ef um mann er að ræða, reiknast af tekjuskattsstofni með skatthlutfalli skv. 1. tölul. 1. mgr. 66. gr. án persónuafsláttar skv. A-lið 67. gr. Tekjuskatt lögaðila, sbr. 3. gr., skal reikna skv. 71. gr.


Hefur einhver reynslu af því að vera í minni stöðu :?:

Sé þetta dæmið minnka nú líkurnar á því að maður snúi aftur fyrr en til að fara á elliheimili ALDEILIS.

Author:  gstuning [ Tue 22. Mar 2011 20:19 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

brúttóleigutekjur eru þá í raun leiguupphæðin burtséð frá einhverjum kostnaði sem fellur á eigandann?

Og er verið að skatta þá fyrir kostnað eða hvað?

Author:  Gunni [ Tue 22. Mar 2011 20:48 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Brynjar ég sé ekki alveg hvað er svona hræðilegt við þetta.
Ef þú ert ekki búsettur á Íslandi hefurðu ekki rétt á persónuafslætti.

Varðandi leigutekjurnar hefurðu heimild til að draga frá greidda leigu, þ.e. ef þú færð 150þ í leigutekjur af íbúðinni þinni og greiðir 150þ
þá seturðu 0 á framtalið.

Author:  zazou [ Tue 22. Mar 2011 20:57 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Gunni wrote:
Brynjar ég sé ekki alveg hvað er svona hræðilegt við þetta.
Ef þú ert ekki búsettur á Íslandi hefurðu ekki rétt á persónuafslætti.

Varðandi leigutekjurnar hefurðu heimild til að draga frá greidda leigu, þ.e. ef þú færð 150þ í leigutekjur af íbúðinni þinni og greiðir 150þ
þá seturðu 0 á framtalið.

Ef það er boðið upp á einhverja frádráttarmöguleika já.
Ég er ekkert feiminn við að segja að ég sé ekki búinn að rýna þessa pappíra til hlítar enn :santa:

Author:  gstuning [ Tue 22. Mar 2011 21:10 ]
Post subject:  Re: Skattapælingar

Gunni wrote:
Brynjar ég sé ekki alveg hvað er svona hræðilegt við þetta.
Ef þú ert ekki búsettur á Íslandi hefurðu ekki rétt á persónuafslætti.

Varðandi leigutekjurnar hefurðu heimild til að draga frá greidda leigu, þ.e. ef þú færð 150þ í leigutekjur af íbúðinni þinni og greiðir 150þ
þá seturðu 0 á framtalið.


Þetta gildir þá einnig um annan kostnað sem tengdist húsnæðinu? Viðgerðir og þessháttar.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/