bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Mitsubishi outlander https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50049 |
Page 1 of 2 |
Author: | IngóJP [ Thu 17. Mar 2011 06:09 ] |
Post subject: | Mitsubishi outlander |
Sælir drengir er einhver hér sem þekkir til þessa bíla 2003-2006 árgerð. Ef þið hafið reynslu á þessu endilega hendið henni á mig. Endilega taka fram vélastærð Veit að þetta er hrátt og óspennandi en þetta er ódýrt og get skipt litla bílnum uppí þetta |
Author: | dabbiso0 [ Thu 17. Mar 2011 17:46 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
Hjólastilling á það til á þessum bílum að fara í rugl að aftan þannig að dekkin eyðast rosalega hratt að innan.. Eina sem ég veit ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Sat 19. Mar 2011 03:52 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
dabbiso0 wrote: Hjólastilling á það til á þessum bílum að fara í rugl að aftan þannig að dekkin eyðast rosalega hratt að innan.. Eina sem ég veit ![]() Ágætis bílar alveg fyrir utan afturhjólastellið, það þarf að skipta reglulega um fóðringar að aftan, það eru 4 stífur sem þarf að skipta út og svo er hægt að fá stakar fóðringar í hitt, þetta vandamál orsakar það að þeir byrja að cambera eins og bmw gera / \ svona og slíta dekkjunum upp eins og enginn sé morgundagurinn, en þetta eyðir frekar miklu, þeir eru flestir held ég með 2,4 bensín 170hoho og eyðslan innanbæjar er í kringum 15-17. Enn fínt að keyra þetta og ferðast í þessu. |
Author: | IngóJP [ Sat 19. Mar 2011 08:01 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
Axel Jóhann wrote: dabbiso0 wrote: Hjólastilling á það til á þessum bílum að fara í rugl að aftan þannig að dekkin eyðast rosalega hratt að innan.. Eina sem ég veit ![]() Ágætis bílar alveg fyrir utan afturhjólastellið, það þarf að skipta reglulega um fóðringar að aftan, það eru 4 stífur sem þarf að skipta út og svo er hægt að fá stakar fóðringar í hitt, þetta vandamál orsakar það að þeir byrja að cambera eins og bmw gera / \ svona og slíta dekkjunum upp eins og enginn sé morgundagurinn, en þetta eyðir frekar miklu, þeir eru flestir held ég með 2,4 bensín 170hoho og eyðslan innanbæjar er í kringum 15-17. Enn fínt að keyra þetta og ferðast í þessu. Var að tala við frænda minn sem á svona 160hp 2.4 sjálfskiptur hann er að lalla í 10-12 á hundraði gæti alveg eins fengið mér x5 v8 ef þínar tölur eru réttar hehe |
Author: | 98.OKT [ Sat 19. Mar 2011 10:00 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
HAHA ef sjálfskiptur sídrifinn 160 hö bíll er að eyða 10-12, þá er ég afi minn, þetta eru mögulega raunhæfar tölur m.v rólegan akstur á langkeyrslu. En það virðist vera sama vandamál með afturfjöðrunina í outlander eins og pajero jeppunum, það er rosalega algengt að þeir séu skakkir að aftan |
Author: | ValliFudd [ Sat 19. Mar 2011 10:14 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
Búinn að sjá allavega tvo svona, útí kanti útskeifa að framan. Veit ekki hvað það þýðir... ![]() |
Author: | Benzari [ Sat 19. Mar 2011 10:24 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
IngóJP wrote: Axel Jóhann wrote: Var að tala við frænda minn sem á svona 160hp 2.4 sjálfskiptur hann er að lalla í 10-12 á hundraði gæti alveg eins fengið mér x5 v8 ef þínar tölur eru réttar hehe Einn svona í fjölskyldunni og er eyðslan er aldrei undir 13,5 innanbæjar. 90% eldri borgara akstur. |
Author: | 20"Tommi [ Sat 19. Mar 2011 11:20 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
2.0 L Turbo er skemmtilegur bíll en 15.L og aldrei undir það. Merkilegt með MMC að geti ekki drullast til að laga þetta Menn sem eiga nýja Pajero 35" eru að fá allt að 350 þús kall í hausin á hverju ári vegna þess að ekki er hægt að hjóla stilla þar sem allt er fast og eina leiðin er að skera á allt. Var að spá í einn sjálfur en snar hætti við. Ef þú ert að spá í einhverjum svipuðum bíl þá skalt þú skoða subaru forester hann eyðir jú svoldið en þetta bara bilar ekki . |
Author: | Zorba [ Sun 20. Mar 2011 20:18 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
I will try in Icelandic (thank you Google!) Ég er með Outlander Turbo. Mjög góður bíll. 200bhp sömu vél og Evo 7, en mismunandi inntaki, Pistons og Turbo. Með því að fjarlægja catalysor og hirða auka hækkun nærri til þess að 240bhp. Með mismunandi intercooler og ecu tunning þú getur fengið 280-300bhp. Allt frá Evo getur verið komið á bílinn. Ekki hagsýnn bíll (ég meðaltali 13lt/km) en svo langt mjög áreiðanleg. Vona að þetta hjálpa. Ég er að spá í að selja minn og ég þarf eitthvað stærri. Bíllinn hefur 75.000km en öll þjónusta í Heklu. Ég veit líka að með ekur tunning það fær betri eldsneytisnýtingu eins og það liggur mikið frá verksmiðjunni. Contact me for more details! |
Author: | Jón Ragnar [ Mon 21. Mar 2011 08:34 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
Ég lenti einu sinni í spyrnu við Outlander Turbo þegar ég var á 540i Það var erfitt að sigla frammúr ![]() |
Author: | drolezi [ Mon 21. Mar 2011 20:52 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
20"Tommi wrote: 2.0 L Turbo er skemmtilegur bíll en 15.L og aldrei undir það. Merkilegt með MMC að geti ekki drullast til að laga þetta Menn sem eiga nýja Pajero 35" eru að fá allt að 350 þús kall í hausin á hverju ári vegna þess að ekki er hægt að hjóla stilla þar sem allt er fast og eina leiðin er að skera á allt. Var að spá í einn sjálfur en snar hætti við. Ef þú ert að spá í einhverjum svipuðum bíl þá skalt þú skoða subaru forester hann eyðir jú svoldið en þetta bara bilar ekki . Djöfull hittiru naglann á höfuðið þarna! Kv. 33" Pajero eigandinn sem pungaði út hálfri millu í jólahjólastillingu. |
Author: | IngóJP [ Tue 22. Mar 2011 18:20 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
Fór á stúfana og kannaði þetta allt með afturstellið og mig langar ekkert voðalega í svona eftir það sem ég hef heyrt frá verkstæðum og meira segja sölumanni í heklu sem viðurkenndi þetta. Við hverju á svosem að búast af bílum á þessu verði? |
Author: | IngóJP [ Tue 22. Mar 2011 18:31 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
Svo með Subaru Forester ég veit ekkert um þá en ég veit að þeir eyða finnst þér mjög mjög ljótir. Er bara að leita að 4x4 bíl helst svona jeppling sem eyðir ekki alltof miklu kostar ekki alltof mikið ég er alveg lost ![]() Höfum verið að skoða bíla í kringum svona 1.7 það ætti að vera hægt að fá þokkalegan bíl fyrir það Neita að standa í því að kaupa rosabíl á rosaláni tek ekki þátt í því. Þarf að vera með fínt skott til að henda hundinum afturí 4x4 svo ég komist í bústaðinn og veiðina ekki slammaður í drasl semsagt bara venjulegan plain leiðinlegan fjölskyldubíl. Anyideas? Hef aðeins skoðað Hyundai Santa fe og tuscon báðir diesel |
Author: | ömmudriver [ Tue 22. Mar 2011 18:33 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
Suzuki Vitara eða Grand Vitara? |
Author: | IngóJP [ Tue 22. Mar 2011 18:44 ] |
Post subject: | Re: Mitsubishi outlander |
ömmudriver wrote: Suzuki Vitara eða Grand Vitara? úff Afabílar eins og ég þarf ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |