bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

m-kit á e36
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5002
Page 1 of 1

Author:  freysi [ Mon 15. Mar 2004 19:17 ]
Post subject:  m-kit á e36

Ég var að hugsa um hvort þið hafið einhverja hugmynd hvað svona m-kit á e36 320i '96 kostar og hvar maður getur nálgast það hérna heima, eða að utan?

Author:  Moni [ Mon 15. Mar 2004 19:29 ]
Post subject: 

Ég keypti M framstuðara á minn gamla, úr B&L, ég fékk hann á MJÖG góðu verði, en mig minnir að bara framstuðarinn hafi verið complett á 60000,- eða eitthvað, eða kannski er ég bara að rugla, því ég keypti svo mikið í einu, gæti verið að smyrja á þetta eitthvað :D

Author:  Alpina [ Mon 15. Mar 2004 19:51 ]
Post subject: 

Það er helst að Jóhann ,,,,,,,,,Jss,,,,,,,,,,, Gæti frætt þig um svona,
Pilturinn vinnur hjá B&L og er sérlega almennilegur




Sv.H

Author:  bjahja [ Mon 15. Mar 2004 19:57 ]
Post subject: 

Síðan er það líka www.bmwspecilisten.dk
En ég spurði einusinni um allt kittið uppí bogl, þe fram og afturstuðari, sílsar og hliðarlistar og hann var að tala um 200.000 kallinn

Author:  Jss [ Tue 16. Mar 2004 09:11 ]
Post subject: 

Þú átt PM/EP. ;)

Author:  hlynurst [ Tue 16. Mar 2004 14:12 ]
Post subject: 

Afhverju ekki bara að pósta verðinu á þessu?

Author:  Bjarki [ Tue 16. Mar 2004 14:39 ]
Post subject: 

Hann kostar um 287Euro í þýskalandi.
Ég giska því á að hann kosti hérna heima:
287*2*88*0,9=46þús með BMWKraftur afslættinum
Svo þarf að kaupa fullt af M-Technic dótari til að setja á hann og festa hann og þannig.
60þús er kannski ágætlega vel munað.

Þessi reikniaðferð er alveg ótrúlega nákvæm.
Þ.e. smásöluverð úti í Þýskalandi fengið í partadisknum.
Svo bara margfalda það með tveimur og reikna gengið.
Þetta er ekkert skot á B&L eða neitt þannig ég versla stundum af þeim og fæ alltaf góða þjónustu.

Author:  Jss [ Tue 16. Mar 2004 16:38 ]
Post subject: 

Hérna kemur þetta, ástæðan fyrir því að ég póstaði þessu ekki strax er að verð geta að sjálfsögðu breyst.

M-kitt á E36 sem inniheldur þá:

Framstuðara
Afturstuðara
Sílsa
Hliðarlista
Festingar fyrir ofangreint

Kostar skv. seinustu verðum (birt án ábyrgðar) ca. 240.000 kr. án afsláttar, en með BMWKrafts afslætti kostar settið ca. 217.000 kr. aftur skv. seinustu verðum.

Author:  hlynurst [ Tue 16. Mar 2004 16:46 ]
Post subject: 

Ég skil... takk samt fyrir að birta þetta. :wink:

Author:  oskard [ Tue 16. Mar 2004 16:47 ]
Post subject: 

helvíti fínt verð finnst mér

Author:  saemi [ Tue 16. Mar 2004 17:26 ]
Post subject: 

mjög gott verð!

Author:  BMW_Owner [ Wed 17. Mar 2004 10:55 ]
Post subject: 

á einhver mynd af þessu dótarí eða bara bíl með þessum stykkjum væri gaman að sjá ef maður skyldi skella sér á svona í framtíðinni

Author:  Leikmaður [ Wed 17. Mar 2004 11:13 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Image
Image
Image
Image
Image
.


Hérna er það t.d. stuðarar, sílsar, speglar, listar, spoiler og ljós....

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/