bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49958
Page 1 of 1

Author:  saemi [ Fri 11. Mar 2011 21:00 ]
Post subject:  Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

Ég er að flytja inn touring E39 bíl til Íslands frá Danmörku í lok mánaðarins. Ég ætla að bjóða upp á flutning á vörum heim frá Danmörku ef einhver hefur áhuga á.

Ég er ekki að bjóðast til að ná í dót hvert sem er í Danmörku, eða að fólk geti sent það sem það vill á einhverja addressu og ég pikki það upp og flytji inn. Það er ekki í dæminu að ég sé að fara að taka inn hitt og þetta dót og búa til einhverja nótu til að svindla á tollinum og græja og gera.

Það sem ég býð upp á er:


Ef þú vilt kaupa eitthvað í Schmiedmann eða Koed, þá mun bíllinn koma við á þeim stöðum og ná í dótið fyrir þig. Það verður svo flutt inn í gegnum Seyðisfjörð, tollað og keyrt til Reykjavíkur. Þar getur þú svo nálgast dótið sem þú keyptir. Þetta er kjörið tækifæri til að flytja heim þunga og fyrirferðamikla hluti, þar sem þetta er touring bíll er hægt að koma ýmsu fyrir. Eða bara að losna við umstangið sem fylgir því að flytja inn sjálfur dót frá þessum aðilum.

Þetta virkar svona:

Þú finnur á heimasíðum Schmiedmann.com eða Koed.dk það dót sem þú hefur hug á að kaupa. Þú sendir mér tölvupóst á netfangið smu@islandia.is, þar sem þrennt þarf að koma fram:

Pöntunarnúmer á því sem þú vilt kaupa, (finnur þau á heimasíðu viðkomandi).
Útskýringu á því hvaða hlutur þetta er (ljós, dempari osfrvs).
Verðið á hlutunum í DKK

Ég mun hafa samband við fyrirtækin og staðfesta að hluturinn sé til (eða verði til ef þeir panti hann). Svo mun ég senda þér póst til baka með upplýsingum um reikiningsnúmer mitt til að leggja inn á upphæðina umreiknaða í íslenskar krónur. Þegar það hefur verið greitt af þér, þá verður viðkomandi hlutur keyptur ef hann er til þegar bíllinn verður á staðnum hjá fyrirtækinu í Danmörku. Ef eitthvað klikkar, þá færð þú einfaldlega peninginn millifærðan aftur af reikningi mínum.

Þegar bíllinn er kominn heim og búið að greiða öll gjöld af varningnum, þá færð þú hlutinn afhentan gegn því að greiða mér þau gjöld sem lögðust á hlutinn við innflutning.

Ég mun ekki rukka neitt fyrir þetta beint, en þóknun mín mun verða skatturinn á hlutunum í Danmörku, sem fæst endurgreiddur við útflutning hlutanna til Íslands. Þannig að þú þarft að borga verð hlutarins með skatti í Danmörku og færð skattinn ekki endurgreiddan. En í staðinn þarft þú að sjálfsögðu ekki að borga neitt í flutning né tolla og vsk ofan á flutninginn. Þannig að varan mun kosta þig í heildina: Verð úti með skatti + vsk + tollar. Til að áætla verðið hér heima, þá er gott að margfalda verðið í dönskum með 1.4. Það ætti að gefa þér c.a. verðið hér heima, miðað við 25.5% vsk og 20% toll. Ég ábyrgist ekki endanlegt verð vörunnar á Íslandi, en 1.4 reglan ætti að vera nokkuð nærri lagi.

Ef um er að ræða mjög dýra hluti má endurskoða þóknunarupphæðina fyrir flutninginn

Ef um er að ræða aðra hluti en fást hjá þessum aðilum má athuga með hvort hægt er að taka þá með, en ég lofa engu um það.

Author:  Alpina [ Fri 11. Mar 2011 21:21 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

ATH,, ætla ekki að skemma neitt

til að fá vöruna afhenta í DK,, þurfa menn að borga vsk, í Danmörku ((DK vsk=25%))

ef menn lenda svo í að varan sé tolluð og sett á hana þau gjöld sem hið opinbera ætlast til ,, þá er það vsk + tollur hér heima




ath,, ef hlutur er sendur með fragt þá borga menn sendingarkostnað (sem getur orðið allhár ef um þungan hlut er að ræða ).. en varan er seld úr landi ÁN vsk og borgast þau gjöld af henni hér heima .. þeas vsk+tollur

Author:  saemi [ Fri 11. Mar 2011 22:00 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

Alpina wrote:
ATH,, ætla ekki að skemma neitt

til að fá vöruna afhenta í DK,, þurfa menn að borga vsk, í Danmörku ((DK vsk=25%))

ef menn lenda svo í að varan sé tolluð og sett á hana þau gjöld sem hið opinbera ætlast til ,, þá er það vsk + tollur hér heima




ath,, ef hlutur er sendur með fragt þá borga menn sendingarkostnað (sem getur orðið allhár ef um þungan hlut er að ræða ).. en varan er seld úr landi ÁN vsk og borgast þau gjöld af henni hér heima .. þeas vsk+tollur


Þú ert ekki að skemma neitt, en ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina með innlegginu.

Að sjálfsögðu þarf að borga skatt í Danmörku, það stendur líka í því sem ég skrifaði. Skatturinn fæst aðeins endurgreiddur við það að reikningurinn sé stimplaður af tollinum við útflutning.

En álög á Íslandi miðast svo við verð hlutarins án skatts í Danmörku þegar hann er fluttur hingað.

Author:  Alpina [ Fri 11. Mar 2011 22:09 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

saemi wrote:
Alpina wrote:
ATH,, ætla ekki að skemma neitt

til að fá vöruna afhenta í DK,, þurfa menn að borga vsk, í Danmörku ((DK vsk=25%))

ef menn lenda svo í að varan sé tolluð og sett á hana þau gjöld sem hið opinbera ætlast til ,, þá er það vsk + tollur hér heima




ath,, ef hlutur er sendur með fragt þá borga menn sendingarkostnað (sem getur orðið allhár ef um þungan hlut er að ræða ).. en varan er seld úr landi ÁN vsk og borgast þau gjöld af henni hér heima .. þeas vsk+tollur


Þú ert ekki að skemma neitt, en ég skil ekki alveg hvað þú ert að meina með innlegginu.

Að sjálfsögðu þarf að borga skatt í Danmörku, það stendur líka í því sem ég skrifaði. Skatturinn fæst aðeins endurgreiddur við það að reikningurinn sé stimplaður af tollinum við útflutning.

En álög á Íslandi miðast svo við verð hlutarins án skatts í Danmörku þegar hann er fluttur hingað.


það er þetta sem ég vissi ekki :P

Author:  SteiniDJ [ Sat 12. Mar 2011 11:42 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

Sæmi, áttu ekki nóg af bílum?! :alien:

Author:  saemi [ Sat 12. Mar 2011 14:27 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

SteiniDJ wrote:
Sæmi, áttu ekki nóg af bílum?! :alien:


Ekki metanbílum :lol:

Author:  SteiniDJ [ Sat 12. Mar 2011 14:49 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

saemi wrote:
SteiniDJ wrote:
Sæmi, áttu ekki nóg af bílum?! :alien:


Ekki metanbílum :lol:


Það er gaman að þér! :lol:

Author:  saemi [ Wed 16. Mar 2011 13:08 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

Brottför verður sennilega 28.03, þannig að síðasti séns til að redda dóti fer að renna út!

Author:  saemi [ Fri 18. Mar 2011 16:39 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

ttt

Author:  saemi [ Sun 20. Mar 2011 23:04 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

Síðasti síðasti séns :)

Author:  gunnar [ Mon 21. Mar 2011 00:25 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

Ekkert svar varðandi fyrirspurn mína ?

Author:  saemi [ Mon 21. Mar 2011 00:26 ]
Post subject:  Re: Tækifæri til að flytja dót frá DK til Íslands, mars 2011

gunnar wrote:
Ekkert svar varðandi fyrirspurn mína ?


Sorrý kallinn, þetta fór á milli lína :P ég kíki á þetta.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/