bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Alveg frítt !!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49896
Page 1 of 2

Author:  20"Tommi [ Tue 08. Mar 2011 16:34 ]
Post subject:  Alveg frítt !!

Undan farið hefur verið í tísku að bjóða upp á ýmsa þjónustu frítt.

Það eru auglýsingar sem eru í gangi á útvarpsstöðvum sem bjóða meðal annars

1) "Dekkja höllin"bíður Fría mælingu á loftþrýstingi í hjólbörðum og ástand skoðun á dekkjum.!! hvað er það ? Nefnið mér eitt dekkja verkstæði sem er með það í verðlistanum
hjá sér.. Þetta hefur aldrei kostað og að auglýsa það svo frítt er bara bull og verið að gera kúnna að fábjánum

2) Komdu og skráðu bílinn þinn frítt hjá bílasölu....... okkar. !!(man ekki hvað hún hét) Hvaða bull ? það hefur aldrei kostað að skrá bíl á bílasölu !!
Sú bílasala sem tæki fyrir að skrá bíl hjá sér myndi nú ekki starfa lengi.

3) Komdu og láttu ástand skoða bremsuklossa og diska frítt ! auglýsir Toyota á íslandi .
Það er hægt að renna við á hvaða verkstæði sem er og biðja bifvélavirkja um að kikja snöggvast á diskana og klossana og er það leikur einn fyrir fagmann að dæma það án þess að skrúfa svo mikið sem einn bolta af og svona þjónusta hefur aldrei kostað krónu.

4) Við tjónaskoðum bílinn þinn frítt ..!!! En svo auglýsir einn aðili. Nú er það svo að ég hef lent í árekstri og bæði verið í rétti
og órétti og aldrei hef ég þurft að borga fyrir að láta meta tjónið sem tryggingar eða ég hef svo þurft að borga.
Þannig að ég spyr ! hvað er frítt ?

Það er nokkuð ljóst að svona auglýsingar eiga að höfða til fólks sem þekkir ekki nógu vel inn á þessa hluti og "beitan" er orðið FRÍTT sem á að lokka grunlausa kúnnana þvi þeir halda að svona þjónusta kosti annars stór fé .

Látum ekki plata okkur með þvi að bjóða okkur eitthvað frítt þegar það er nú þegar sjálfsögð þjónusta

Author:  Eggert [ Tue 08. Mar 2011 18:38 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Hef pirrað mig á svona hlutum lengi.... þetta er ekkert nema krabbamein frá kanalandi.

Author:  Emil Örn [ Tue 08. Mar 2011 18:44 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Gott innlegg. Það einmitt fatta þetta ekki allir. :thup:

Author:  ppp [ Tue 08. Mar 2011 18:53 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Kauptu tvær og fáðu þriðju fyrir aðeins 50% auka.

Author:  kristo [ Tue 08. Mar 2011 22:07 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

ef maður a audi er maður heppinn þvi því þá fer maður með bilinni smur og fær fríann sapu þvott jeyy ... mæti halda að það væri ekki mikið að gera hja heklu monnum

Author:  Danni [ Tue 08. Mar 2011 22:56 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Ákvað bæta við innleggi í þennan þráð, free of charge.

Author:  gulli [ Tue 08. Mar 2011 22:58 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Það var allavega ekki sérlega mikið að gera hjá sumum þeirra fyrir áramótin,, vinur minn var ráðinn þar í vinnu á flutningabíl,, en var að þvo bíla á þvottastöðinni hjá þeim 4-5 daga vikunnar :lol:

Author:  iar [ Tue 08. Mar 2011 22:59 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Lægsta lága verðið (*) :lol:

Author:  noyan [ Wed 09. Mar 2011 12:53 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Skráðu bílinn frítt á http://www.hofdabilar.is

Author:  SteiniDJ [ Wed 09. Mar 2011 13:32 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Blóðbankinn tekur blóð úr þér FRÍTT!!! D-bags!!! Síðan var IKEA að selja saltkjöt & baunir í gær á 2 krónur, en útfrá því hélt ég að þeir væru með allt á hreinu þar til ég sá blaðið í dag og komst að því að þeir væru að GEFA nammi og annað dót í dag. D-bag í fimmta veldi.

Author:  IceDev [ Thu 10. Mar 2011 14:48 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

SteiniDJ wrote:
Blóðbankinn tekur blóð úr þér FRÍTT!!! D-bags!!! Síðan var IKEA að selja saltkjöt & baunir í gær á 2 krónur, en útfrá því hélt ég að þeir væru með allt á hreinu þar til ég sá blaðið í dag og komst að því að þeir væru að GEFA nammi og annað dót í dag. D-bag í fimmta veldi.



Þetta er internetið, þú mátt segja douchebag

Author:  SteiniDJ [ Thu 10. Mar 2011 15:31 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Dirtbags

Author:  Wolf [ Thu 10. Mar 2011 23:16 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Hefur einhver hér borgað "skráningargjald" á bílasölu ?

Author:  Vargur [ Fri 11. Mar 2011 00:15 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Það væri gaman að fara í hópferð á einhvern af þessum stöðum og fá fría þjónustu.
Td rúlla allir á sama deginum á dekkjaverkstæðið sem auglýsir svona og fá "fría" mælingu á lofti.

Author:  urban [ Fri 11. Mar 2011 02:12 ]
Post subject:  Re: Alveg frítt !!

Vargur wrote:
Það væri gaman að fara í hópferð á einhvern af þessum stöðum og fá fría þjónustu.
Td rúlla allir á sama deginum á dekkjaverkstæðið sem auglýsir svona og fá "fría" mælingu á lofti.


helst 2 á dag.
2 - 4 daga í röð :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/