bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í sumar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49880
Page 1 of 3

Author:  Jónas Helgi [ Mon 07. Mar 2011 15:12 ]
Post subject:  Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í sumar

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/vitisenglar-i-fullum-herklaedum-brattt-a-gotum-borgarinnar---vel-merktir-hells-angels?img=b9c6bb4d-2200-4ece-ad92-58b7774caf4f#img%20hELLs
http://visir.is/vitisenglarnir-komnir-heim/article/2011703079961

Author:  Jón Ragnar [ Mon 07. Mar 2011 15:15 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

Vildi maður keyra í veg fyrir þannig áður? :hmm:

Author:  jens [ Mon 07. Mar 2011 15:31 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

Vona að menn séu vakandi fyrir vélhjólamönnum í umferðinni.

Author:  fart [ Mon 07. Mar 2011 15:45 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

jens wrote:
Vona að menn séu vakandi fyrir vélhjólamönnum í umferðinni.

Held að það sé akkúrat verið að meina eitthvað allt annað, auðvitað eru menn að reyna að vera vakandi fyrir vélhjólamönnum, en viðkomandi er líklega meira að vísa í alþjóðleg glæpasamtök þar sem flestir eru með næstum hreint sakarvottorð.

Author:  Jónas Helgi [ Mon 07. Mar 2011 15:53 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

fart wrote:
jens wrote:
Vona að menn séu vakandi fyrir vélhjólamönnum í umferðinni.

Held að það sé akkúrat verið að meina eitthvað allt annað, auðvitað eru menn að reyna að vera vakandi fyrir vélhjólamönnum, en viðkomandi er líklega meira að vísa í alþjóðleg glæpasamtök þar sem flestir eru með næstum hreint sakarvottorð.


Það er ekki til neitt sem heitir næstum hreint sakarvottorð.. Og það er ekki sakarvottorðið sem fólk er hrætt við!
Ég er ekki heldur að vísa eða bendla þessa menn við glæpastarfsemi eða þessháttar.. heldur vekja athyggli á að við munum sjá engla á götum borgarinnar. ;)

Author:  Thrullerinn [ Mon 07. Mar 2011 16:17 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

Prófið að vera á reiðhjóli í umferðinni, þá fáið þið tilfinninguna að vera hreinlega ekki til !

Author:  fart [ Mon 07. Mar 2011 16:21 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

Jónas Helgi wrote:
fart wrote:
jens wrote:
Vona að menn séu vakandi fyrir vélhjólamönnum í umferðinni.

Held að það sé akkúrat verið að meina eitthvað allt annað, auðvitað eru menn að reyna að vera vakandi fyrir vélhjólamönnum, en viðkomandi er líklega meira að vísa í alþjóðleg glæpasamtök þar sem flestir eru með næstum hreint sakarvottorð.


Það er ekki til neitt sem heitir næstum hreint sakarvottorð.. Og það er ekki sakarvottorðið sem fólk er hrætt við!
Ég er ekki heldur að vísa eða bendla þessa menn við glæpastarfsemi eða þessháttar.. heldur vekja athyggli á að við munum sjá engla á götum borgarinnar. ;)

hehe.. þú varst augljóslega ekki að skynja kaldhæðnina, en þetta sagði lögmaður þeirra í í fréttum.

Author:  Jónas Helgi [ Mon 07. Mar 2011 16:23 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

fart wrote:
hehe.. þú varst augljóslega ekki að skynja kaldhæðnina, en þetta sagði lögmaður þeirra í í fréttum.


ó..*hnefabít* hélt að þú værir að kasta saur í mig! :lol:

Author:  fart [ Mon 07. Mar 2011 17:53 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

Jónas Helgi wrote:
fart wrote:
hehe.. þú varst augljóslega ekki að skynja kaldhæðnina, en þetta sagði lögmaður þeirra í í fréttum.


ó..*hnefabít* hélt að þú værir að kasta saur í mig! :lol:


fart wrote:
Ekki beint mynd en alveg bilað fyndið..

en Furuholmen: Sumir Vítisenglanna næstum með hreina sakaskrá

Quote:
Vítisenglar er löglegur klúbbur og auðvitað eru þar innan um menn sem eru á sakaskrá. En það á ekki við um þá alla. Eftir því sem ég best veit eru sumir félaganna frá Íslandi næstum því ekki með neinn sakaferil,“ segir lögfræðingurinn að lokum.


Lögmaðurinn fær prik fyrir þessar línur :lol:

Author:  Jónas Helgi [ Mon 07. Mar 2011 18:14 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

fart wrote:
Ekki beint mynd en alveg bilað fyndið..

en Furuholmen: Sumir Vítisenglanna næstum með hreina sakaskrá

Quote:
Vítisenglar er löglegur klúbbur og auðvitað eru þar innan um menn sem eru á sakaskrá. En það á ekki við um þá alla. Eftir því sem ég best veit eru sumir félaganna frá Íslandi næstum því ekki með neinn sakaferil,“ segir lögfræðingurinn að lokum.


Lögmaðurinn fær prik fyrir þessar línur :lol:


Lögmenn eru náttúrulega chase útaf fyrir sig.
Heyrðuð þið af lögmanninum sem bakkaði aftaná kyrrstæðan bíl á bílastæði fyrir utan vínbúð (Svo ég best muni).
Strákurinn sem átti hinn bílinn sá það og hann var miður sín lögmaðurinn og þeir ákváðu að færa bílana svo þeir væru ekki í vegi fyrir neinum.
Svo þegar strákurinn var að skrifa tjónaskýrsluna: Já og þú bakkar og bakkar á bílinn minn, og lögmaðurinn svaraði bara: Nei þú bakkaðir á mig "Það er mín upplifun á málinu". Haha.. :drunk:
Flestir hafa örugglega heyrt þetta en ég heyrði þetta af upptöku úr harmageddon þar sem ég er staddur í Noregi :) Hehe.
Note to self: Ekki fokka í lögmönnum.

Author:  sosupabbi [ Mon 07. Mar 2011 18:44 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

Thrullerinn wrote:
Prófið að vera á reiðhjóli í umferðinni, þá fáið þið tilfinninguna að vera hreinlega ekki til !

Reiðhjólin eiga líka bara vera á gangstéttinni eða niðrí kjallara. Hef oft lent í því að einhver vitleysingur er að hjóla bara á miðjum vegi eða einhverjir doddar í appelsínugulum vestum eru að hjóla á miklubrautinni með blá blikkljós :thdown:

Author:  Thrullerinn [ Mon 07. Mar 2011 18:47 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

sosupabbi wrote:
Thrullerinn wrote:
Prófið að vera á reiðhjóli í umferðinni, þá fáið þið tilfinninguna að vera hreinlega ekki til !

Reiðhjólin eiga líka bara vera á gangstéttinni eða niðrí kjallara. Hef oft lent í því að einhver vitleysingur er að hjóla bara á miðjum vegi eða einhverjir doddar í appelsínugulum vestum eru að hjóla á miklubrautinni með blá blikkljós :thdown:


Image

Author:  SteiniDJ [ Mon 07. Mar 2011 18:49 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

Reiðhjól eiga a.m.k. ekki vera á miðri götu!!!

Author:  Thrullerinn [ Mon 07. Mar 2011 18:52 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

SteiniDJ wrote:
Reiðhjól eiga a.m.k. ekki vera á miðri götu!!!


Það er rétt. En þau eiga rétt á sér í umferðinni.
Kæmi mér ekkert á óvart að tíðni fjöldi reiðhjóla eigi eftir að margfaldast á komandi árum(sérstaklega á sumrin)

Author:  íbbi_ [ Mon 07. Mar 2011 19:09 ]
Post subject:  Re: Nú vill maður ALLS ekki keyra í veg fyrir mótorhjól í su

ég hef aldrei skilið af hverju reiðhjól eiga að vera á götuni en ekki á gangstéttunum, hjólreiðarmaður+bíll er mun ljótara crash en hjólareiðamaður+gangandi vegfarandi.

varðandi englana, þá eru þetta náttúrulega bara fáfnismenn, og verður nú varla meiri eða minni ógn af þeim þrátt fyrir að skipta um logo

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/