bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bifreiðinni OE 611 var stolið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4974
Page 1 of 1

Author:  jonash [ Sun 14. Mar 2004 10:10 ]
Post subject:  Bifreiðinni OE 611 var stolið

Svona: http://www.pbase.com/image/26818115 bifreið ( litur hvítur) var stolið frá Fálkagötu í Reykjavík þann 29.02. sl. Bifreiðin er af gerðinni Toyota Corolla XLi, árg. 1993, skráningarnúmer er OE 611. Í afturglugga var KR merki. Þeir sem verða bifreiðarinnar varir vinsamlega látið lögregluna í Reykjavík vita í 112 eða 569 9013.

Author:  gunnar [ Sun 14. Mar 2004 12:07 ]
Post subject: 

Ótrúlegt hvað það er orðið mikið um bílstuld hér á klakanum.
Ég hef vitaskuld augun opin fyrir þig.

Author:  Chrome [ Sun 14. Mar 2004 22:17 ]
Post subject: 

endilega póstaðu ef bifreiðin finnst!!! en ég skal hafa augu og eyru opin... djöful er orðið mikið af þessi **** bílaþjófum hér á klakanum :evil:!!!

Author:  jonash [ Mon 12. Apr 2004 23:14 ]
Post subject:  Toyotan er fundin

Já ég var í fermingarveislu í Oddfellow húsinu í Hafnarfirði í dag þegar mér var litið út um glugga. Á bifreiðastæði þar skammt frá var bíllinn. Bíllinn var óskemmdur að sjá, fór í gang í fyrsta starti og Hafdís systir (hún á bílinn) ók honum heim á leið.

Takk fyrir,

Jónas og Hafdís

Author:  Benzari [ Mon 12. Apr 2004 23:46 ]
Post subject: 

Gaman að heyra.

Nú er um að gera að nýta sér þetta tilboð á þjófavörn sem var auglýst hérna.

Author:  O.Johnson [ Mon 12. Apr 2004 23:55 ]
Post subject: 

Snild að finna bílinn aftur.

Gott á þjófinn að hann muni grípa í tómt þegar hann ælar að nota hann næst.

Hefði kannsi verið sniðugt að sitja fyrir þjófinum og grípa hann glóðvolgan.

Author:  Chrome [ Tue 13. Apr 2004 19:19 ]
Post subject: 

Einmitt það hefði verið SNILLD!!! það á ekki að sleppa þessum bjánum svona óáreyttum taka með gömlu góðu kylfuna og æj hann datt söguna svo :twisted: kannski full extrime samt...

Author:  jonash [ Tue 13. Apr 2004 19:54 ]
Post subject:  Góð hugmynd en

greinilegt var að bíllinn var búinn að standa mjög lengi þarna á stæðinu og því hefði biðin getað orðið löng, samt góð hugmynd.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/