bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

viðvörunarljós í mælaborði á suzuki hver gæti ástæðan verið?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49501
Page 1 of 1

Author:  batti [ Tue 08. Feb 2011 23:53 ]
Post subject:  viðvörunarljós í mælaborði á suzuki hver gæti ástæðan verið?

Er með suzuki jimny og núna viknar rautt aðvörunarljós í mælaborðið (!) eins og kemur þegar bíllinn er í handbremsu.

Ljósið kemur þegar ég beygji ákveðið mikið til hægri. Ekkert ljós kemur þegar ég keyri beint en þegar smá hægri beygja er á stýrinu þá logar það stanslaust þar til búið er að rétta stýrið af.

Þetta byrjaði skyndilega að koma hjá mér í dag og finn ég engan mun á bílnum í akstri þrátt fyrir þetta.

Hvað gæti þetta mögulega verið?

með fyrirfram þökk

Author:  demi [ Wed 09. Feb 2011 00:07 ]
Post subject:  Re: viðvörunarljós í mælaborði á suzuki hver gæti ástæðan ve

Bremsuklossarnir eru að verða búnir hjá þér :thup:

Author:  batti [ Wed 09. Feb 2011 00:10 ]
Post subject:  Re: viðvörunarljós í mælaborði á suzuki hver gæti ástæðan ve

demi wrote:
Bremsuklossarnir eru að verða búnir hjá þér :thup:


hmmm það ætti ekki að vera. Var einmitt verið að skipta um hjólalegur báðumegin að aftan og kíkt á klossana og diska í leiðinni. Allt í góðu þar. Einnig voru dælurnar að framan teknar og liðkaðar til. Diskar og klossar einnig í góðu standi þar. Gæti verið að þetta sé e-ð sambandleysi eftir þessar aðgerðir.

Ég kanna það allavega við fyrsta tækifæri.

Author:  Axel Jóhann [ Wed 09. Feb 2011 00:16 ]
Post subject:  Re: viðvörunarljós í mælaborði á suzuki hver gæti ástæðan ve

Prófaðu að halda handbremsunni niðri sjálfur þegar þú beygjir svona. Gæti verið sambandsleysi þar eða þá jafnvel vantað bremsuvökva í forðabúrið.

Author:  batti [ Thu 10. Feb 2011 21:37 ]
Post subject:  Re: viðvörunarljós í mælaborði á suzuki hver gæti ástæðan ve

Axel Jóhann wrote:
Prófaðu að halda handbremsunni niðri sjálfur þegar þú beygjir svona. Gæti verið sambandsleysi þar eða þá jafnvel vantað bremsuvökva í forðabúrið.


Bingó! Smá dass af bremsuvökva og ljósið farið. Forstjórajeppinn eins og nýr :D

Þakka kærlega fyrir hjálpina.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/