bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Þvílík snilld https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49438 |
Page 1 of 2 |
Author: | Bjarkih [ Sun 06. Feb 2011 13:04 ] |
Post subject: | Þvílík snilld |
http://blog.eyjan.is/omarragnarsson/2011/02/06/frelsi-eins-naer-thangad-sem-frelsi-annars-byrjar/ Quote: Frelsi eins nær þangað sem frelsi annars byrjar.
Í fyrradag henti ökumaður á bíl, sem beið fyrir framan mig á ljósum, gosdrykkjaflösku út um gluggann. Ég snaraðist út og rétti honum flöskuna aftur inn um gluggann með þessum orðum: „Þessi flaska datt út um gluggann hjá þér.“ Þetta tók örskotsstund meðan við biðum á rauða ljósinu og þegar það græna kom, ókum við báðir af stað. Meðan ég sá til kom flaskan ekki aftur út um gluggann. Í því mikla landi frelsisins, Bandaríkjunum, er þetta orð sveipað dýrðarljóma en þó virkar margt þar eins og frelsisskerðing fyrir Íslendinga, svo sem það sem sjá má á skiltum í mörgum ríkjum, að ef það sannast að þú hafir hent sígarettustubbi eða bjórdós á víðavangi, þarftu að borga 130 þúsund króna sekt. Af hverju svona háa sekt? Ástæðurnar eru sennilega tvær. 1. Frelsi eins nær þangað sem frelsi annars byrjar. Ég hef verið á milljón manna flugsýningum í Bandaríkjunum þar sem hvergi sést sígarettustubbur eða karamellubréf á jörðinni. Ástæðan er sú, að með því að einstaklingur taki sér það frelsi að henda slíku á jörðina, rænir hann um leið tíma og fyrirhöfn annars manns, sem fyrr eða síðar verður að tína þetta upp, rænir hann sem sé frelsi frá því að þurfa að gera það. Ég spurði einn starfsmann, af hverju þetta væri svona strangt. Hann svaraði: „Um leið og byrjað verður að haga sér svona hérna mun það verða til þess að þessi flugsýning verður lögð niður. Við látum ekki skríl eyðileggja hana fyrir okkur, – hann hefur ekkert leyfi til að haga sér þannig gagnvart okkur. Ég spurði af hverju sektin væri svona há. Hann svaraði: Það er til að undirstrika tvennt: Að við erum ákveðin í að láta ekki eyðileggja umhverfið fyrir okkur og ganga á stjórnarskrárvarinn rétt til þess að það sé óspillt og í annan stað verður sektin að hafa fælingarmátt. Það er sáralítil fyrirhöfn fólgin í því að sjá sjálfur um eigin úrgang en ef enginn vill gera það, hlýst af stórfelld fyrirhöfn fyrir þá sem neyðast til að moka yfir skít slíks fólks eða þrífa hann upp. Þeim, sem sýna af sér slíkt siðleysi, þótt í smáu virðist, er engin vorkunn til að taka afleiðingunum.“ Athyglisvert er að í stjórnarskrám margra landa eru ákvæði um að hver borgari eigi rétt aðgangi að óspjölluðu umhverfi, og að lifa í umhverfi sem ekki er heilsuspillandi. Ekkert slíkt ákvæði er í stjórnarskrá Íslands. |
Author: | Zed III [ Sun 06. Feb 2011 13:09 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
boðorð frjálshyggju númer 1. ![]() Þinn réttur endar þar sem réttur annars byrjar. |
Author: | bebecar [ Sun 06. Feb 2011 13:15 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Flott hjá Ómari... ég hef stoppað menn og skammað fyrir að henda rusli, m.a. á hálendinu af öllum stöðum. Óþolandi skítapakk sem sóðar svona. |
Author: | Bjarkih [ Sun 06. Feb 2011 13:17 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
bebecar wrote: Flott hjá Ómari... ég hef stoppað menn og skammað fyrir að henda rusli, m.a. á hálendinu af öllum stöðum. Óþolandi skítapakk sem sóðar svona. þó að sóðaskapurinn fari í pirrunar á manni þá er það virðingarleysið fyrir öðrum sem gerir mig illa pirraðan. hvað ætli liðið segði ef maður labbaði framhjá bílnum þeirra og henti rusli inn um gluggann hjá þeim? Eða á lóðina heima hjá þeim ![]() |
Author: | Hannsi [ Sun 06. Feb 2011 13:19 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Ég hendi ekki rusli úti, enda alltaf með fulla vasa af rusli ef ég er úti að labba ![]() ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Sun 06. Feb 2011 13:25 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Það er bara hvítt rusl sem hendir rusli |
Author: | bebecar [ Sun 06. Feb 2011 16:41 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Thrullerinn wrote: Það er bara hvítt rusl sem hendir rusli ![]() |
Author: | ömmudriver [ Sun 06. Feb 2011 22:13 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Ég hef EINU sinni séð hann Danna(Danni) reiðan en það var þegar ég sló hann í hnakkan fyrir að henda flösku út um gluggan á rúntinum. Ég einmitt ÞOLI það með engu móti þegar fólk hendir rusli útí náttúruna og þá sérstaklega þegar það segir:"Þetta er atvinnuskapandi!" sem er einmitt það sem að Aron Friðrik segir alltaf þegar hann fleygir rusli út í náttúruna ![]() |
Author: | saemi [ Sun 06. Feb 2011 22:58 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Þetta er bara því miður hugsunargangur hins menntaða manns að taka til eftir sig. Það er hrikalega mikið af fólki sem tæmir öskubakkana og hendir öllu rusli beint út um bílgluggan, hvað þá annað rusl sem fellur til í kringum það heimavið. Hér á Íslandi er þetta oft og tíðum "unga fólkið" sem er margt ekkert svo ungt. Erlendis er þetta voðalega mikið eftir hvar þú ert í heiminum. Allt fyrir sunnan London er síversnandi Ítalía, Frakkland, Norður Afríka og toppar svo við miðbaug. Algjört tillits- og hugsunarleysi. |
Author: | SteiniDJ [ Sun 06. Feb 2011 23:04 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Strákar sem ég var með í skóla fengu sekt fyrir að henda ópal-pakka út úr bíl á ferð. Sáu ekki að lögreglan var fyrir aftan þá. Það besta var að það var grenjandi rigning og þeir fengu ekki að fara fyrr en pakkinn væri kominn í leitirnar. Ásamt því fengu þeir sekt. ![]() |
Author: | Bjarkih [ Sun 06. Feb 2011 23:10 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
SteiniDJ wrote: Strákar sem ég var með í skóla fengu sekt fyrir að henda ópal-pakka út úr bíl á ferð. Sáu ekki að lögreglan var fyrir aftan þá. Það besta var að það var grenjandi rigning og þeir fengu ekki að fara fyrr en pakkinn væri kominn í leitirnar. Ásamt því fengu þeir sekt. ![]() Taka USA til fyrirmyndar: [quote]Í því mikla landi frelsisins, Bandaríkjunum, er þetta orð sveipað dýrðarljóma en þó virkar margt þar eins og frelsisskerðing fyrir Íslendinga, svo sem það sem sjá má á skiltum í mörgum ríkjum, að ef það sannast að þú hafir hent sígarettustubbi eða bjórdós á víðavangi, þarftu að borga 130 þúsund króna sekt.[/quote] |
Author: | arnibjorn [ Mon 07. Feb 2011 08:56 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Ef að enginn ruslar til þá verður alveg fáránlega mikið af fólki atvinnulaust. Hugsiði um ruslakallana, ræstitæknana, skúringadömurnar...... ef þið viljið hafa þetta á samviskunni þá er það ykkar mál! Frekar kýs ég að henda draslinu mínu á gólfið/útum gluggan. Neiiiiiiii ég segi nú bara svona. ![]() |
Author: | sosupabbi [ Mon 07. Feb 2011 09:46 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
arnibjorn wrote: Ef að enginn ruslar til þá verður alveg fáránlega mikið af fólki atvinnulaust. Hugsiði um ruslakallana, ræstitæknana, skúringadömurnar...... ef þið viljið hafa þetta á samviskunni þá er það ykkar mál! Frekar kýs ég að henda draslinu mínu á gólfið/útum gluggan. Neiiiiiiii ég segi nú bara svona. ![]() Nákvæmlega, hugsa þetta alltaf þegar ég hendi rusli útum gluggan/skil eftir mig diska á mcdonalds, er að búa til vinnu fyrir aðra ![]() |
Author: | kalli* [ Mon 07. Feb 2011 09:54 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
Mikill munur samt á að skilja bakkann þinn eftir á borði á veitingarstað og að henda rusli úr bíl sem er að ferðast á 80km/h. Geri hvorugt af þessu og mér finnst bara ekkert að því að hjálpa til með að halda öllu hreinu. |
Author: | Bjarkih [ Mon 07. Feb 2011 10:12 ] |
Post subject: | Re: Þvílík snilld |
sosupabbi wrote: arnibjorn wrote: Ef að enginn ruslar til þá verður alveg fáránlega mikið af fólki atvinnulaust. Hugsiði um ruslakallana, ræstitæknana, skúringadömurnar...... ef þið viljið hafa þetta á samviskunni þá er það ykkar mál! Frekar kýs ég að henda draslinu mínu á gólfið/útum gluggan. Neiiiiiiii ég segi nú bara svona. ![]() Nákvæmlega, hugsa þetta alltaf þegar ég hendi rusli útum gluggan/skil eftir mig diska á mcdonalds, er að búa til vinnu fyrir aðra ![]() fæddistu heimskur eða fórstu á námskeið/dastu á hausinn? |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |