bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Skattlagning og félagaform fyrirtækja https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49408 |
Page 1 of 2 |
Author: | JOGA [ Thu 03. Feb 2011 23:47 ] |
Post subject: | Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Sælir, Langaði að pústa út Er að vinna í að stofna fyrirtæki með frúnni... Mikið er þessi skattalöggjöf asnaleg orðin. Ekkert gegnsæi og þvílíkt letjandi ![]() ![]() Ef að við stofnum sf. Þá má það ekki vera sjálfstæður skattaðili þar sem við erum hjón Í stað 36% skatts borgum við því venjulegan tekjuskatt einstaklings af hagnaði félagsins. ![]() Ef við stofnum ehf. Skil ekki hvað var verið að hugsa með að flækja löggjöfina svona. Nú borgar maður 20% af hagnaði. Af arði borgar þú aftur 20%, nema ef þér er skilt að greiða þér endurgjald þá borgar þú 20% af þess hluta arðs sem samsvarar 20% af eigin fé og helming þess arðs sem eftir stendur. Borgar svo fullan tekjuskatt einstaklings af því sem eftir stendur. En svo mátt þú gjalfæra þann hluta arðgreiðslu sem er túlkað sem laun og verður þá að skila tryggingargjaldi og lífeyrisgreiðslum af þeim líka þar sem um launagreiðslu er að ræða. Result, það er varla nokkur leið að sjá hvor leiðin er hagstæðari þegar upp er staðið. Fer eftir ótal þáttum eins og: Eru báðum aðilum skillt að reikna sér endurgjald. Hlutfall arðgreiðslu af heildar eigin fé. Tekjuskattshlutfall einstaklings (þ.e. hvert hinna þriggja þrepa). Svo þarf að taka tillit til skattalegra áhrifa á gjaldfærslu launa og við samanburð við sf. þarf að huga að því að ef fjárfesta á innan félags þá er það hagstæðara innan ehf. (borgar 36% í sf. án tillits til þess hvort hagnaður hafi verið greiddur út). Svo skil ég ekki af hverju hjón mega ekki stofna sf sem er sjálfstæður skattaðili. Verið að mismuna fólki stórlega með þessu. Ef tveir vinir stofna félag þá borga þeir 36% skatt og allir sáttir. Ef hjón stofna félag þá borgum við allt að 46,12%. Hvað hafið þið sem rekið fyrirtæki valið ykkur? |
Author: | JOGA [ Thu 03. Feb 2011 23:53 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Ég er btw, menntaður viðskiptafræðingur með MSc og MBA. Löggjöfin er alveg aðgengileg á netinu og hún skilst alveg ef maður les í gegn um þetta en guð minn almáttugur. AF HVERJU að hafa þetta svona ógegnsætt og svona mikið ósamræmi á milli félagaforma. Af hverju ætti t.d. að vera lægri heildarskattlagning í sf. félagi og ehf? Hver væru rökin fyrir því? Reyndar verður skattlagning svipuð ef þú borgar þér bara ca. 60% af leyfilegum arði ár hvert. En það svarar samt ekki spurningunni. Þetta virkar voðalega óútpælt. T.d. ef það eru margir hluthafar og félag er að borga út arð. Þá þurfa þeir að komast að því hver rétt skattprósenta viðkomandi er. Þ.e. ef hann er ekki á launaskrá hjá félaginu. Það þarf að útbúa launaseðil og tilheyrandi fyrir viðkomandi aðila o.s.frv. Reyndar ekki líklegt að þetta sé algengt þar sem þetta á bara við ef þér er skilt að reikna þér endurgjald. |
Author: | Solid [ Thu 03. Feb 2011 23:57 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Úff bara vera með virðisaukanúmer á kennitölunni minni og skulda ekki neitt er besta lausnin fyrir smá/hliðar business. Mér fannst það hinsvegar vera nógu mikið vesen þannig ég hætti með þetta. Þarft einnig að setja einhverja upphæð inn í sameignarfélag, hvort það sé ekki 500.000 (hér gæti ég verið að bulla samt) |
Author: | JOGA [ Fri 04. Feb 2011 00:06 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Solid wrote: Úff bara vera með virðisaukanúmer á kennitölunni minni og skulda ekki neitt er besta lausnin fyrir smá/hliðar business. Mér fannst það hinsvegar vera nógu mikið vesen þannig ég hætti með þetta. Þarft einnig að setja einhverja upphæð inn í sameignarfélag, hvort það sé ekki 500.000 (hér gæti ég verið að bulla samt) Nei þarf ekki að setja hlutafé í sameingarfélag en það þarf að leggja fram 500.000 ef þú stofnar einkahlutafélag (ehf.). Stofnun ehf. kostar líka ca. 50þús kr. meira en að stofna sf. og slf. |
Author: | Bjarkih [ Fri 04. Feb 2011 00:07 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Er ekki ástæðan fyrir því að hjón mega ekki vera með sf sú að þau eru samsköttuð. M.ö.o. virka sem eitt í kerfinu. |
Author: | JOGA [ Fri 04. Feb 2011 00:10 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Bjarkih wrote: Er ekki ástæðan fyrir því að hjón mega ekki vera með sf sú að þau eru samsköttuð. M.ö.o. virka sem eitt í kerfinu. Geri ráð fyrir að þetta tengist helst ábyrgð en þetta gæti svo sem verið ástæða líka. Þ.e. að ef um hjón er að ræða sé ábyrgðinni ekki deilt á tvo í raun. Sé samt ekki alveg hverju það ætti að skipta upp á skattlagningu að gera. |
Author: | Bjarkih [ Fri 04. Feb 2011 00:51 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
sameiginlegar tekjur og eignir kannski. |
Author: | Eggert [ Fri 04. Feb 2011 02:40 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
JOGA wrote: Löggjöfin er alveg aðgengileg á netinu og hún skilst alveg ef maður les í gegn um þetta en guð minn almáttugur. AF HVERJU að hafa þetta svona ógegnsætt og svona mikið ósamræmi á milli félagaforma. Mikið er ég sammála þér Jón Garðar, það er eins og allt sé gert til að flækja hlutina, en svo er þetta örugglega mjög einfalt þegar maður er búinn að gera þetta einu sinni. En mér skilst að þetta sé mikið spurning um hversu mikið þú ert að fara að velta. Ef við erum að tala um einhverja nokkra hundraðkalla þá ertu betur settur með sf. Einnig þarftu að hafa í huga að með ehf. þá ertu búinn að skuldbinda þig til aukins bókhalds og endurskoðunar, sem eykur rekstrarkostnaðinn eitthvað. Held að maður sleppi mun billegar með sf. |
Author: | Zed III [ Wed 02. Mar 2011 11:22 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
var komið á hreint hvaða form er hentugast fyrir einyrkjarekstur ? |
Author: | arnibjorn [ Wed 02. Mar 2011 11:38 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
En samlagsfélag? |
Author: | JOGA [ Wed 02. Mar 2011 11:51 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Fyrir hjón er ehf. eina sem vit er í sem stendur. Ekki hægt að skrá sameignarfélög né samlagsfélög sem sjálfstæðan skattaðila. Ehf. ber samt orðið annsi þunga skattbirgði finnst mér. Einyrki getur ekki stofnað sf. og slf. einn og sér. Hann þyrfti þá að stofna ehf. og láta það eiga félagið með sér í slf., getur þá látið ehf. bera ábyrgð. Þetta er samt allt of mikið flækjustig fyrir lítil félög. Ef hægt er að fá annan aðila með í málið þá er slf. snyrtilegt. Bara einn sem ber fulla ábyrgð. Aðrir takmarkaða líkt og í ehf. 36% skattur og ekkert af arði. |
Author: | Zed III [ Wed 02. Mar 2011 11:52 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
googlaði það og rakst á grein á mbl þar sem stóð að skattlagning hafi breyst þ.a. þetta form væri ekki lengur jafn hentugt. er samt engan vegin viss. er nýsköpunarmiðstöðin besti staðurinn til að kynna sér þetta (nmi.is) ? |
Author: | Zed III [ Wed 02. Mar 2011 11:53 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
JOGA wrote: Fyrir hjón er ehf. eina sem vit er í sem stendur. Ekki hægt að skrá sameignarfélög né samlagsfélög sem sjálfstæðan skattaðila. Ehf. ber samt orðið annsi þunga skattbirgði finnst mér. Einyrki getur ekki stofnað sf. og slf. einn og sér. Hann þyrfti þá að stofna ehf. og láta það eiga félagið með sér í slf., getur þá látið ehf. bera ábyrgð. Þetta er samt allt of mikið flækjustig fyrir lítil félög. Ef hægt er að fá annan aðila með í málið þá er slf. snyrtilegt. Bara einn sem ber fulla ábyrgð. Aðrir takmarkaða líkt og í ehf. 36% skattur og ekkert af arði. þ.a. málið er að finna partner og skella í slf ? |
Author: | bimmer [ Wed 02. Mar 2011 11:57 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Mér líður nú eins og að Steingrímur og co verði nú ekki lengi að gera slf jafn óhagstætt og ehf þegar þeir sjá hvað margir fara í slf???? |
Author: | JOGA [ Wed 02. Mar 2011 12:32 ] |
Post subject: | Re: Skattlagning og félagaform fyrirtækja |
Zed III wrote: þ.a. málið er að finna partner og skella í slf ? Held það fari nú eftir því hvað hentar hverjum og einum. En ef það er hægt að fá partner með sér sem á t.d. ca. 10% þá gengur slf. upp. Þú myndir þá samt þurfa að bera fulla ábyrgð. Það hentar ekki öllum. Skattar voru hækkaðir úr 32% í 36% um áramótin. Slf. er samt enn hagstæðara í heildina. Þá er samt ekki tekið tillit til þess ef fjárfesta á innan félags. Þ.e. áður en arður hefur verið greiddur út. Skattur á ehf. er 20% og því minni skattur ef það á að láta peninginn liggja inn í félaginu og skapa verðmæti þar. Ef hann er borgaður út bætist svo við allt að ca. 30% ef borga á út arð. Margt sem spilar þar inn í samt. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |