bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Innflutningur felgna
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4937
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Thu 11. Mar 2004 00:23 ]
Post subject: 

Hvað ætlar þú að græða mikið á þessu?
Borgar þú toll og vask? :D

Author:  ToyCar [ Thu 11. Mar 2004 00:42 ]
Post subject: 

Hvaða máli skiptir hvað ég ætla að græða á þessu. Auðvitað borga ég toll og vsk. Verðið sem ég gaf upp er verðið til kaupanda. Vinur minn á þessar felgur, hann er núna úti og var að kaupa þær þannig að hann leggur örugglega eitthvað á þær sem er bara alveg skiljanlegt. Veit bara að þetta er betra verð en er verið að bjóða hérna heima (svo ég viti til)

Verð 200.000.- (til kaupanda)

Author:  fart [ Thu 11. Mar 2004 08:59 ]
Post subject: 

Nákvæmlega!!!!!

Ég skal einfalda þetta fyrir ykkur alla. ÞAÐ ER næstum ALLT DÝRARA HÉR HEIMA EN ÚTI. Og ef maður kaupir eitthvað erlendis, þá eru góðar líkur á því að það sé á fínu verði þegar það er komið heim, jafnvel betra verði en út úr búð hérna.. og hvers vegna er það. Jú það er til skemmtilegt fyrirbæri sem heitir ÁLAGNING.

Ef menn eru ekki tilbúnir í að borga álagningu, þá flyja þeir hlutin inn sjálfir. En þá verða þeir líka að gefa sér tíma í það, og taka alla áhættuna. Þannig að þetta er dæmi um áhættu vs. ágóði.

Leiðinda diss þetta alltaf "hvað ætlar þú að græða á þessu".. who gives a flying lovemaking" hvað hann græðir á þessu. Annað hvort kaupa menn þetta eða ekki.

:evil:

Author:  Bjarki [ Thu 11. Mar 2004 10:13 ]
Post subject: 

Ég er sammála ykkur þetta var skítaspurning hjá mér, vissi það líka þegar ég skrifaði þetta. Broskarlinn átti líka að undirstrika skítinn....

Ég veit alveg hvað það er að kaupa eitthvað úti og koma með það eða koma því heim. Samskipti við útlönd eða sambönd í útlöndum kosta peninga, stofnkostnaður o.þ.h.
Svo tekur þetta tíma og maður bindur pening í hlutum þannig þegar öllu er á botnin hvolft þá er framlegðin kannski ekki mikil ef einhver.
Gróði er náttúrlega söluverð-kostnaður og þá allur kostnaður það má ekki gleyma að verðleggja eigin vinnutíma sem oft er talsverður í svona hlutum. Þess vegna verður maður að hafa gaman af þessu, ég hef mjög gaman af öllu svona bílastússi...

Annars er 200þús fyrir nýjar Ronal-felgur heimkomnar og skoðanlegar fyrir kaupanda bara mjög vel sloppið. Efast um að Hekla gæti toppað það þrátt fyrir miklu hagstæðari flutningskostnað á einingu og hagstæðara innkaupsverð vegna magninnkaupa. En stórir aðilar eru náttúrlega með lagerkostnað og mikinn fastan kostnað.......

Author:  fart [ Thu 11. Mar 2004 10:51 ]
Post subject: 

:)

Author:  gstuning [ Thu 11. Mar 2004 11:16 ]
Post subject: 

Það er svo margt sem spilar inní þegar maður er að flytja svona inn,,

það eru ein og önnur aukagjöld og kostnaður sem oft er ekki spáð í,
t,d flutningskostnaður innanlands, skýrslygerðir og tímatap svo fátt sé nefnt

ég veit ekki hvað maður er búinn að leggja mikinn tíma og erfiði í gstuning
búnir að vera að þessu síðan ´97-´98,, mér finnst maður bara verða að vera í góðum gír og vera með góða hluti á góðu verði,,

Author:  Svezel [ Thu 11. Mar 2004 13:10 ]
Post subject: 

Ég hef aðeins verið að kanna verð á felgum og reiknað kostnað hingað heim en hef aldrei fundið neitt sem nær verðunum hjá GSTuning.

Þið eruð bara mjög hagstæðir Gunni og Stebbi :clap:

Author:  gstuning [ Thu 11. Mar 2004 13:57 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Ég hef aðeins verið að kanna verð á felgum og reiknað kostnað hingað heim en hef aldrei fundið neitt sem nær verðunum hjá GSTuning.

Þið eruð bara mjög hagstæðir Gunni og Stebbi :clap:


HEHE Maður með viti ;)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/