bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kattahald
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49243
Page 1 of 3

Author:  IngóJP [ Wed 26. Jan 2011 18:47 ]
Post subject:  Kattahald

Þekkir einhver hér til þess? Er að flytja og þar eru 3-4 kettir í húsinu sem er í góðu lagi nema 1 helvítis kötturinn er alltaf þá meina ég alltaf uppá helvítís bílunum hjá mér þvílíkt bögg að koma heim á nýþrifnum bíl svo eru loppuför útum allt húdd framrúðu og topp. Er búinn að nefna þetta áður við eigandann en ekkert gerist. Ef það verður ekkert gert hef ég hugsað mér að ræða við Hafnarfjarðarbæ sem ég hef enga trú á að geri eh í málinu.

Er þetta kannski lokarniðurstaðan
Image

Author:  demi [ Wed 26. Jan 2011 18:54 ]
Post subject:  Re: Kattahald

prufaðu að setja eitthvað eins og appelsínur eða appelsínulykt í kringum bílinn,

kettir hata citrus lykt og reyna að forðast hana.

Svo eru allskonar ráð til að losna við ketti eins og riffillinn og kælivökvi í bíla

Author:  Haffi [ Wed 26. Jan 2011 18:54 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Rottueitur og túnfiskur.

Author:  íbbi_ [ Wed 26. Jan 2011 19:04 ]
Post subject:  Re: Kattahald

ég á því miður svona kvikindi og þeir virðast ekki vera mjög til í að hætta því sem þeir kunna vel við að gera.. og ég held að það dugi bara náttúrulögmál

Author:  BirkirB [ Wed 26. Jan 2011 19:58 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Minn kisi og nágrannakisinn gerðu þetta stundum...maður þarf bara að koma að þeim og hræða þá í klessu...skvetta vatni á þá eða öskra og hlaupa á eftir þeim...eitthvað þannig.
Getur líka sullað ediki í bílastæðið...endist kannski ekki lengi og alltaf vond lykt fyrir utan hjá þér...

Author:  ppp [ Wed 26. Jan 2011 20:02 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Hafðu bara úðabrúsa eða eitthvað annað með vatni til taks og byrjaðu að úða á kisa þegar þú kemur að honum ofan á bílnum. Þeir hata að blotna og læra fljótt.

Ekki skaða köttinn samt. Margir eigendur hugsa um þessi dýr eins og börnin sín, og þú getur verið að valda fjölskyldum þeirra virkilegu sálartjóni. Tala nú ekki um ef eigandinn ákveður svo að hefna sín á þér. Það gæti orðið helvíti ugly fyrir alla.

Author:  gulli [ Wed 26. Jan 2011 20:36 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Er með sama vandamál hjá mér.
Þetta eru óþolandi kvikindi,,, Læðan sem konan og börnin eiga er einmitt oft ofaná bílnum hjá okkur,,, marg búinn að hlaupa út og reyna að hræða hana en þetta er svo vitlaust að þetta skilur ekki einu sinni það!!! Þar sem þetta er í uppháldi hjá yngstu meðlimum fjöldskyldunnar þá hef ég það ekki í mér að gera útum kvikindið :aww:

Author:  Jónas Helgi [ Wed 26. Jan 2011 20:41 ]
Post subject:  Re: Kattahald

ppp wrote:
Hafðu bara úðabrúsa eða eitthvað annað með vatni til taks og byrjaðu að úða á kisa þegar þú kemur að honum ofan á bílnum. Þeir hata að blotna og læra fljótt.

Ekki skaða köttinn samt. Margir eigendur hugsa um þessi dýr eins og börnin sín, og þú getur verið að valda fjölskyldum þeirra virkilegu sálartjóni. Tala nú ekki um ef eigandinn ákveður svo að hefna sín á þér. Það gæti orðið helvíti ugly fyrir alla.


Eins mikið og fólk má nú hata ketti þá á maður aldrei að vera vondur við dýrin! Minnstar áhyggjur af sál eigandanna þegar kötturinn/dýrið verður fyrir dýraníðingum! :evil:

Author:  SteiniDJ [ Wed 26. Jan 2011 20:42 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Farðu varlega. Nágranni hringdi á lögguna því við pabbi vorum að tjöruþvo bílana okkar. :lol: Vildi meina að við værum að eitra fyrir köttunum hennar, en ég held að hún eigi fjóra.

Kolruglað lið oftar en aldrei.

Author:  Jón Ragnar [ Wed 26. Jan 2011 20:47 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Reyndi að pikka köttinn upp á hnakkadrambinu og settu hann á jörðina, hann fattar það eftir smástund að hann megi þetta ekki


Bara alls ekki vera vondur við greyið og haltu undir bossann í leiðini :lol:

Author:  sosupabbi [ Wed 26. Jan 2011 21:49 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Er ekki hægt að finna bara eitthvað bón/sápu með citrus lykt og þrífa bílinn með því :?:

Author:  IngóJP [ Wed 26. Jan 2011 22:11 ]
Post subject:  Re: Kattahald

John Rogers wrote:
Reyndi að pikka köttinn upp á hnakkadrambinu og settu hann á jörðina, hann fattar það eftir smástund að hann megi þetta ekki


Bara alls ekki vera vondur við greyið og haltu undir bossann í leiðini :lol:


hef gert þetta nokkrum sinnum nema ég held ekki undir bossann. Svo er líka lækur þarna rétt hjá hann fær bara að fjúka þangað :lol: verst að hann er svo hrikalega nettur dúddi fyrir utan að elska bílana

Author:  Jón Ragnar [ Wed 26. Jan 2011 22:20 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Verðuru ekki bara að læra að lifa með þessu? :lol:


Kötturinn minn er t.d að ritskoða þennan póst og fílar hvað ég er að tala um :lol:

Author:  JonHrafn [ Wed 26. Jan 2011 22:55 ]
Post subject:  Re: Kattahald

Shit, kettir eru ógeðslegir. Köttur konunnar var sendur til "kanarí" eftir að hann rispaði húddið á bílnum inni í bílskúr, ég gleymdi að segja kvikindinu að ég var nýbúinn að bóna og já,,, hann virðist hafa oppað uppá húddi af gömlum vana og úbbs,,,,,klær út.

Author:  íbbi_ [ Wed 26. Jan 2011 23:51 ]
Post subject:  Re: Kattahald

ég er nú bara með rúmlega 8 vikna kettling, og hann er nú eiginlega bara sætur,

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/