Sælir,
Langaði að pústa út
Er að vinna í að stofna fyrirtæki með frúnni...
Mikið er þessi skattalöggjöf asnaleg orðin. Ekkert gegnsæi og þvílíkt letjandi
Ef að við stofnum sf.Þá má það ekki vera sjálfstæður skattaðili þar sem við erum hjón
Í stað 36% skatts borgum við því venjulegan tekjuskatt einstaklings af hagnaði félagsins.
Ef við stofnum ehf.Skil ekki hvað var verið að hugsa með að flækja löggjöfina svona.
Nú borgar maður 20% af hagnaði.
Af arði borgar þú aftur 20%, nema ef þér er skilt að greiða þér endurgjald þá borgar þú 20% af þess hluta arðs sem samsvarar 20% af eigin fé og helming þess arðs sem eftir stendur. Borgar svo fullan tekjuskatt einstaklings af því sem eftir stendur.
En svo mátt þú gjalfæra þann hluta arðgreiðslu sem er túlkað sem laun og verður þá að skila tryggingargjaldi og lífeyrisgreiðslum af þeim líka þar sem um launagreiðslu er að ræða.
Result, það er varla nokkur leið að sjá hvor leiðin er hagstæðari þegar upp er staðið.
Fer eftir ótal þáttum eins og:
Eru báðum aðilum skillt að reikna sér endurgjald.
Hlutfall arðgreiðslu af heildar eigin fé.
Tekjuskattshlutfall einstaklings (þ.e. hvert hinna þriggja þrepa).
Svo þarf að taka tillit til skattalegra áhrifa á gjaldfærslu launa og við samanburð við sf. þarf að huga að því að ef fjárfesta á innan félags þá er það hagstæðara innan ehf. (borgar 36% í sf. án tillits til þess hvort hagnaður hafi verið greiddur út).
Svo skil ég ekki af hverju hjón mega ekki stofna sf sem er sjálfstæður skattaðili. Verið að mismuna fólki stórlega með þessu.
Ef tveir vinir stofna félag þá borga þeir 36% skatt og allir sáttir.
Ef hjón stofna félag þá borgum við allt að 46,12%.
Hvað hafið þið sem rekið fyrirtæki valið ykkur?