bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Stefnuljós https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49149 |
Page 1 of 2 |
Author: | SteiniDJ [ Fri 21. Jan 2011 09:23 ] |
Post subject: | Stefnuljós |
Hvað segið þið, er fólk búið að gleyma þessari uppfinningu? Ég er orðinn hundleiður á að bíða eftir bíl við gatnamót, en svo beygir hann án þess að gefa stefnuljós. Það þarf að ræða eitthvað við svona lið. ![]() |
Author: | T-bone [ Fri 21. Jan 2011 09:32 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
miKið rosalega er eg sammala þer nuna þorsteinn!! |
Author: | ValliFudd [ Fri 21. Jan 2011 09:45 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Veit ekki með ykkur, en mér finnst að undanfarnar vikur hafi notkun stefnuljósa bara hreinlega verið snarhætt.. |
Author: | Danni [ Fri 21. Jan 2011 11:10 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Ég tekið aðeins eftir þessu, en ekki mikið samt. Hef reyndar ekki keyrt mikið á Höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið.. |
Author: | BjarkiHS [ Fri 21. Jan 2011 11:34 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Það þyrftu allir að vinna á vörubíl í eins og eitt ár, myndu fljótlega komast að því að þau kæmust ekkert án þess að gefa stefnuljós. |
Author: | Vlad [ Fri 21. Jan 2011 11:34 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Þetta er bara normið á höfuðborgarsvæðinu. Áberandi minnst gefin stefnuljós í ljósaþyrpingunni. |
Author: | kalli* [ Fri 21. Jan 2011 11:41 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Ég reyni sem mest að gefa stefniljós (Hef samt tekið einhvernveginn eftir því að ég gef oftar stefnuljós því minni af umferð sem er í kringum mig ![]() ![]() að vera frekar pirraður á að fólki gefi ekkert stefnuljós þannig að ég er að reyna vinna betur í þessu sjálfur. ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Fri 21. Jan 2011 11:43 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Þetta er ekkert sem þú vinnur í. Þú notar bara þessa litlu stöng þegar þú ert að fara beygja og gerir öllum lífið léttara. Þetta er allt nema flókið. |
Author: | Jón Ragnar [ Fri 21. Jan 2011 11:45 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
BjarkiHS wrote: Það þyrftu allir að vinna á vörubíl í eins og eitt ár, myndu fljótlega komast að því að þau kæmust ekkert án þess að gefa stefnuljós. Sammála, magnað hvað maður fær mikið svigrúm um leið og þú kveikir á stefnuljósum þegar þú ert á trailer með gámalyftu ![]() |
Author: | BjarkiHS [ Fri 21. Jan 2011 11:50 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
John Rogers wrote: BjarkiHS wrote: Það þyrftu allir að vinna á vörubíl í eins og eitt ár, myndu fljótlega komast að því að þau kæmust ekkert án þess að gefa stefnuljós. Sammála, magnað hvað maður fær mikið svigrúm um leið og þú kveikir á stefnuljósum þegar þú ert á trailer með gámalyftu ![]() Akkúrat. Ég skal fúslega viðurkenna að ég var latur við að gefa stefnuljós fyrir meirapróf. En ég vandist fljótlega á að gefa merki þegar ég byrjaði að vinna við að keyra, og geri það nú undantekningalítið á heimilisbílnum. |
Author: | Astijons [ Fri 21. Jan 2011 12:14 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
isspiss á íslandi treysti ég hvort sem er ekkert fólki sem gefur stefnuljós |
Author: | kalli* [ Fri 21. Jan 2011 12:17 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Astijons wrote: isspiss á íslandi treysti ég hvort sem er ekkert fólki sem gefur stefnuljós Stefniljós geta nú verið ruglandi líka þegar fólk passar sig ekkert að slökkva á þeim, hef heyrt um árekstra sem hafa orðið vegna þess að manneskjan var með stefnuljósið á en ætlaði aldrei að beygja. Hef líka séð fólk keyra alveg hátt upp í 5 km eða meira með stefnuljósið í gangi á beinum veg. ![]() |
Author: | Dóri- [ Fri 21. Jan 2011 12:18 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
Astijons wrote: isspiss á íslandi treysti ég hvort sem er ekkert fólki sem gefur stefnuljós nákvæmlega, þeir sem nota þetta virðast alltaf gleyma þessu á. |
Author: | íbbi_ [ Fri 21. Jan 2011 12:41 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
ágætt að koma því upp í vana að reka út puttan þegar maður beygjir.. þá gefuru stefnuljós á endanum |
Author: | SteiniDJ [ Fri 21. Jan 2011 13:16 ] |
Post subject: | Re: Stefnuljós |
íbbi_ wrote: ágætt að koma því upp í vana að reka út puttan þegar maður beygjir.. þá gefuru stefnuljós á endanum Er ekki flóknara en það. Sjaldnast sem menn kveikja óvart á stefnuljósunum þegar þeir aka í beina línu og því sér maður oftast ef einhver er doofus sem ekur um með ljósin á eða hvort hann sé að fara beygja. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |