bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Roadtrip í Evrópu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=49073 |
Page 1 of 1 |
Author: | Maddi.. [ Sun 16. Jan 2011 23:13 ] |
Post subject: | Roadtrip í Evrópu |
Sælir. Það er verið að gæla við að fara í slíka ferð í sumar. Það yrði farið með bíl í norrænu. Veit að einhverjir hérna hljóta að hafa farið í þannig... Væri gott að fá að heyra frá einhverjum hvað grófur kostnaður var, og þá fyrir hversu marga daga það var, hversu sunnarlega var ferðast, hversu margir kílómetrar keyrðir, hversu mörg lönd heimsótt. Allt sem á við. Væri flott að heyra einhverjar ferðasögur, ásamt hvað skal varast og ýmsum ábendingum. Er svona að spá hvort maður á að leggja í þetta, þetta koma náttúrulega til með að vera rosalegar summur. |
Author: | Maddi.. [ Sun 16. Jan 2011 23:17 ] |
Post subject: | Re: Roadtrip í Evrópu |
Ætlunin var þá líka að reyna að fara þetta á bíl sem væri hægt að sofa í... einhverjum litlum van eða slíku, það myndi líklega spara manni gistingu og þannig vesen. |
Author: | bimmer [ Sun 16. Jan 2011 23:19 ] |
Post subject: | Re: Roadtrip í Evrópu |
Hér er amk. ein ferðasaga: http://www.m5board.com/vbulletin/e39-m5 ... rning.html |
Author: | Viggóhelgi [ Sun 16. Jan 2011 23:26 ] |
Post subject: | Re: Roadtrip í Evrópu |
ég hef farið 2x.. og ferðast um alla evrópu nema þau lönd þar sem eru yfirgnæfandi líkur á að þú tapir bílnum þínum (pólland og litháen) ég komst að því að það var alltaf mun ódýrara að legja bara bílinn. og svo er plúsinn að þú getur skilað honum nánast hvar sem er fyrir smá aukalegan kostnað. ég hef tekið golf station 2L diesel (mjög hentugur) ég hef alltaf byrjað á því að fljúga til þýskalands og keyrt þaðan - stoppað í öllum löndunum á leiðinni niðreftir og tekið alla þessa helstu áhugaverðu staði Þýskaland fram og til baka (nýta sér hvað það er ódýrt að keyra þar (engir tollar) Milano - paris - nice- monaco - feneyjar - salzburg - alpirnar - Benedorm - sevilla - barcelona - baaara svona sem dæmi allt æðislegir hlutir. SVOO FÁRÁNLEGA gaman. ég tók þýskaland og alpirnar fram yfir allt hitt. - tók mánuð í þetta og eyddi alltaf mestum tíma í þýskalandi og spáni - þýskaland upp á menningu - góða vegi, bjór og ég veit ekki hvað og hvað en spánn fyrir djammið og hitan! ![]() p.s. sá ekki fyrr en eftir á að þú ætlar á van til þess að sofa í ... þar liggur mikill sparnaður... ![]() |
Author: | Bjarkih [ Mon 17. Jan 2011 00:13 ] |
Post subject: | Re: Roadtrip í Evrópu |
Gætir leytað þér upplýsinga hjá húsbílaliðinu http://www.husbilar.is/ aðallega upp á öryggispælingar og svoleiðis, hvar er óhætt parkera yfir nótt o.þ.h. og hvort þú fáir afsláttarkort á húsbílastæði/tjaldsvæði ef þú ert meðlimur í húsbílafélagi. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |