Ef að þið eru að vitna í mig þar sem ég segi eftirfarandi
Quote:
Vill einhver fórna sér í að bauna á kraftsíðuna - það verður allt vitlaust. Þeir eru sko margir þar sem sjá EKKERT nema BMW og eru heittrúaðir...
þá megið þið lesa þetta í samhengi við svarið á undan.
Quote:
sveinn skrifaði:
...Hvað myndi t.d. gerast ef maður segði "BENZ ERU DRUSLUR!!!!". Ég er viss um að allir hefðu eitthvað um málið að segja.
Þetta sagði ég fyrr í þessum þræði og átti ég þá við að til þess að fá líf í spjallið, þá væri ágætt að stuða menn dálítið. Að segja að Benz væru druslur hefði örugglega tilætluð áhrif og spjallverjar færu á skrið. Vöknuðu til lífsins. Það er síðan skrítið hvað menn voru fljótir að grípa þessa hugmynd á lofti, aðlaga hana dálítið og segja að “BMW” væru druslur! Kasta sand yfir í næsta sandkassa.
Mér finnst reyndar alltaf betra að færa rök fyrir ágæti þess sem maður telur vera gott, en að skíta út eitt til að upphefja annað. Það er nefnilega ekkert mál í þessu tilfelli og óþarfi að draga BMW inn í þá umræðu. Ég legg til að menn skrái sig inn á BMW kraft og beri mál sitt þar á borð. Þeir hafa örugglega eitthvað um málið að segja og kannski er jafnvel hægt að leiðrétta einhvern misskilning.
Jæja, þetta varð þó reyndar til þess að menn vöknuðu dálítið.
Þið megið ekki gera mér upp aðrar skoðanir en þær sem ég hef. Svarið frá mér er til hið sama og hjá Sveini - að umræðan snúist strax í það að sverta hina (kasta sandi í hinn sandkassan). Nokkuð sem gerist bæði hér og á Stjörnunni.
Ég er afskaplega hrifinn af BÆÐI BMW og Benz og finnst sérlega leiðinlegt þegar rígur er á milli þessara klúbba. Eins þótti mér leiðinlegt hve margir tóku ílla í það á sínum tíma að þýsku eðalbílaklúbbarnir þrír myndu hittast.
Þessu svara ég semsagt - þ.e.a.s. ef það er verið að vitna í mig
