bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=48763
Page 1 of 2

Author:  íbbi_ [ Wed 29. Dec 2010 12:53 ]
Post subject:  bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

er akkurat á milli skúra, og er með garminn minn heima um hátíðirnar. og m.a við sprengigleðina í kringum blokkina undanfarna daga þá er ég farinn að kvíða áramótunum,

ef einhver er búsettur í grafarvogi eða nágrenni, og gæti leyft mér að geyma bílin hjá sér yfir nýársnóttina,yrði ég mjög þakklátur, þarf ekki að vera inni bara í skjóli

Author:  Birgir Sig [ Wed 29. Dec 2010 13:05 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

setur hann bara undir kringluna yfir áramótin :thup:

þar er skjól :D

Author:  Dogma [ Wed 29. Dec 2010 13:26 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

hentu honum bara í garðinn hjá okkur :wink:

Author:  jeppakall [ Wed 29. Dec 2010 14:38 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

held að kringlan sé málið, setur hann í neðsta kjallarann innst inni, þar er ein myndavél í loftinu og öryggisverðir í húsinu allan sólahringinn.

Author:  Thrullerinn [ Wed 29. Dec 2010 15:16 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

undir tré?

Author:  fart [ Wed 29. Dec 2010 15:17 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

Leggðu honum fyrir utan spítala eða elliheimili

Author:  Jón Ragnar [ Wed 29. Dec 2010 15:27 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

Var einmitt að gæla við það sama með gula :lol:

Author:  island9 [ Wed 29. Dec 2010 17:28 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

Getur sett hann í útskot í Hvalfjarðargöngum :D Þá er hann kominn neðanjarðar.

Author:  Maggi B [ Wed 29. Dec 2010 17:39 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

Bara svona til að benda á, þá fékk ég flugeld í þakið á compact hjá mér og dældaði illa lúgu og þak. helvítis rakettudrasl

Author:  gunnar [ Wed 29. Dec 2010 22:08 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

Íbbi, ég get komið honum inn í iðnaðarhúsnæði í Hfj yfir áramótin ef þú hefur áhuga á því.

Tek enga ábyrgð á bílnum á meðan, en hann yrði alla vega inni og það er öryggiskerfi á húsnæðinu.

Author:  IceDev [ Wed 29. Dec 2010 23:10 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

Áramót 2007 = Image

Author:  íbbi_ [ Thu 30. Dec 2010 12:50 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

mér hafa borist nokkur svör, og er afar þakklátur fyrir,

bíllinn er í grafarvogi og er svona semi ökufær og mjög númerslaus, þannig að ég ætla reyna komast sem næst mér. en ég mun hafa samb við þá aðila sem voru svo góðir að benda mér á eða bjóða mér einhver úrræði

Author:  EggertD [ Thu 30. Dec 2010 12:53 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

íbbi_ wrote:
mér hafa borist nokkur svör, og er afar þakklátur fyrir,

bíllinn er í grafarvogi og er svona semi ökufær og mjög númerslaus, þannig að ég ætla reyna komast sem næst mér. en ég mun hafa samb við þá aðila sem voru svo góðir að benda mér á eða bjóða mér einhver úrræði


geymdu hann í kirkjugarðinum!

Author:  Jón Ragnar [ Thu 30. Dec 2010 12:57 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

íbbi_ wrote:
mér hafa borist nokkur svör, og er afar þakklátur fyrir,

bíllinn er í grafarvogi og er svona semi ökufær og mjög númerslaus, þannig að ég ætla reyna komast sem næst mér. en ég mun hafa samb við þá aðila sem voru svo góðir að benda mér á eða bjóða mér einhver úrræði



Búinn að tala við fólkið í blokkunum í kring?

endalaust að bílageymslum þarna

Author:  íbbi_ [ Thu 30. Dec 2010 15:11 ]
Post subject:  Re: bráðvantar að koma bíl í skjól yfir áramótin

ég var nefnilega búinn að taka eftir helling af þeim.. ég prufaði nefnilega að aka honum bremsulausum í hálku þangað sem hann er núna með non-bílstjórastól. og það var eiginlega full scary

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/