bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

9 ára ökumaður
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=48749
Page 1 of 2

Author:  island9 [ Tue 28. Dec 2010 15:59 ]
Post subject:  9 ára ökumaður

http://visir.is/niu-ara-gamall-okumadur ... 0664958440

''Níu ára gamall ökumaður var stöðvaður í morgun eftir að hann hafði ekið í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Drengurinn var þó ekki einn í för því afi hans, karlmaður á níræðisaldri hafði leyft honum að aka og var með honum í bílnum.

Í dagbók lögreglunnar á Ólafsfirði segir lögreglumaður að hann hafi ekið frammá bifreiðina og hafi aksturslag hennar verið frekar einkennilegt. Allt í einu hafi ökumaður numið staðar og hafi lögreglumaður verið nálægt því að aka aftan á hana. Hafi hann þá séð hvar lítil mannvera skaust úr ökumannssæti og hent sér í aftursætið.

Þegar lögreglumaðurinn athugaði hvað væri í gangi kom í ljós að 85 ára gamall maður hafði leyft dóttursyni sínum, 9 ára gömlum, að aka bifreiðinni úr Héðinsfirði, í gegnum Héðinsfjarðargöng vestari og áleiðis til Siglufjarðar. Hann stöðvaði bifreiðina við Hól í Siglufirði.

Lögreglumaðurinn hafði samband við föður drengsins og lét hann vita af afskiptum sínum af drengnum og afanum. ''


Hvernig finnst ykkur þetta?

Author:  Mazi! [ Tue 28. Dec 2010 16:29 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Haha þetta er snilld :lol:

Author:  Thrullerinn [ Tue 28. Dec 2010 16:52 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Bara eins og í gamla daga :)
Sé ekki að hér sé um einhvern glæp að ræða

Author:  gulli [ Tue 28. Dec 2010 17:38 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Thrullerinn wrote:
Bara eins og í gamla daga :)
Sé ekki að hér sé um einhvern glæp að ræða

x2

Author:  siggir [ Tue 28. Dec 2010 18:12 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Þetta er kannski spurning um stað og stund..

Author:  Grétar G. [ Tue 28. Dec 2010 18:13 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

siggir wrote:
Þetta er kannski spurning um stað og stund..


Verð þá að svara þér að þetta væri þá ágætur staður og ágæt stund...

Author:  siggir [ Tue 28. Dec 2010 18:15 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Grétar G. wrote:
siggir wrote:
Þetta er kannski spurning um stað og stund..


Verð þá að svara þér að þetta væri þá ágætur staður og ágæt stund...


Í Héðinsfjarðargöngum á virkum degi? :roll:

Afi lét mig keyra þegar ég var lítill en það var bara um túnin í sveitinni.

Author:  Grétar G. [ Tue 28. Dec 2010 18:26 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

siggir wrote:
Grétar G. wrote:
siggir wrote:
Þetta er kannski spurning um stað og stund..


Verð þá að svara þér að þetta væri þá ágætur staður og ágæt stund...


Í Héðinsfjarðargöngum á virkum degi? :roll:

Afi lét mig keyra þegar ég var lítill en það var bara um túnin í sveitinni.


Jááá það er allt annað mál á túni eða gömlum malarvegi...

En göngin eru fínn staður svosem,, getur ekki keyrt útaf og hvergi gatnarmót til að hafa áhygggjur af

Author:  Kristjan PGT [ Tue 28. Dec 2010 18:45 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Thrullerinn wrote:
Bara eins og í gamla daga :)
Sé ekki að hér sé um einhvern glæp að ræða


Já okey.... :roll: :roll: :roll:

Author:  SteiniDJ [ Tue 28. Dec 2010 18:49 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Semsagt, lög má brjóta ef það minnir ykkur á gamla tíma. :lol:

Author:  siggir [ Tue 28. Dec 2010 19:03 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Grétar G. wrote:
siggir wrote:
Grétar G. wrote:
siggir wrote:
Þetta er kannski spurning um stað og stund..


Verð þá að svara þér að þetta væri þá ágætur staður og ágæt stund...


Í Héðinsfjarðargöngum á virkum degi? :roll:

Afi lét mig keyra þegar ég var lítill en það var bara um túnin í sveitinni.


Jááá það er allt annað mál á túni eða gömlum malarvegi...

En göngin eru fínn staður svosem,, getur ekki keyrt útaf og hvergi gatnarmót til að hafa áhygggjur af


Þetta er í umferðinni. Níu ára krakki sér ekki uppfyrir mælaborðið og nær varla niður á pedalana.

Author:  jon mar [ Tue 28. Dec 2010 19:06 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

siggir wrote:
Grétar G. wrote:
siggir wrote:
Grétar G. wrote:
siggir wrote:
Þetta er kannski spurning um stað og stund..


Verð þá að svara þér að þetta væri þá ágætur staður og ágæt stund...


Í Héðinsfjarðargöngum á virkum degi? :roll:

Afi lét mig keyra þegar ég var lítill en það var bara um túnin í sveitinni.


Jááá það er allt annað mál á túni eða gömlum malarvegi...

En göngin eru fínn staður svosem,, getur ekki keyrt útaf og hvergi gatnarmót til að hafa áhygggjur af


Þetta er í umferðinni. Níu ára krakki sér ekki uppfyrir mælaborðið og nær varla niður á pedalana.


Kannski ekki rétti staðurinn né stundin en þetta var samt hjá Siglufirði og þá er nær ómögulegt að vera jafn mikið úr umferð á meðan þú ert á umferðarsvæði :lol:

Author:  Kristjan [ Tue 28. Dec 2010 19:55 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Hálfvitaskapur að gera þetta á þjóðvegi.

Author:  thisman [ Tue 28. Dec 2010 21:11 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Kristjan wrote:
Hálfvitaskapur að gera þetta á þjóðvegi.

Sammála því - væri ekkert sérstaklega til í að vera að rúnta með familíuna í bílnum og mæta einum níu ára með hálfníræðum við hliðina.

Author:  ///MR HUNG [ Tue 28. Dec 2010 22:35 ]
Post subject:  Re: 9 ára ökumaður

Væri gaman að heyra í ykkur ef það hefði orðið slys :roll:

Þá væri afinn þvílíkt fífl og fáviti ...... Sem hann reyndar virðist vera :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/