bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kaup á fartölvu.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=48671
Page 1 of 1

Author:  Vlad [ Tue 21. Dec 2010 21:53 ]
Post subject:  Kaup á fartölvu.

Jæja hef tekið eftir því að hérna inni eru margir tölvugúrúar sem er ekkert nema gott mál.

En spurning mín er einfaldlega þessi...

Hvaða fartölva er mest "bang for the buck í dag"?

Langar að hún geti spilað allavega leiki eins og Left for Dead og Battlefield etc. Og nei Mac er off.

Budgetið er svona 175 þús. :)

Author:  íbbi_ [ Tue 21. Dec 2010 22:06 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

ég fór þá leið og kaupa ekki alveg nýja dell sem kostaði mun meira en mitt budged ný. hún virðist éta alllt hvort sem það eru leikir, 1080p myndir og er eina fartölvan sem ég hef átt eða verið með sem bara gengur og hefur ekki verið með vesen, fyrir utan að finna þráðlausa netið eftir að hún var formötuð

Author:  Kristjan [ Tue 21. Dec 2010 22:33 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Ef þú ætlar að spila leiki þá er aðal atriðið að hún hitni ekki of mikið, vertu bara duglegur að athuga þræði á netinu um það.

Author:  Mazi! [ Wed 22. Dec 2010 01:06 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Þessi vél: http://kisildalur.is/?p=2&id=1474

er að mínu mati mjög góð fyrir peninginn og miðað við þá notkun sem þú talar um

annas er margt í boði,

Hvað villtu stórann skjá tildæmis ?


Kristjan wrote:
Ef þú ætlar að spila leiki þá er aðal atriðið að hún hitni ekki of mikið, vertu bara duglegur að athuga þræði á netinu um það.


Ef tölva hitnar of mikið þá er eitthvað ekki í LAGI með vélbúnað / kælibúnað (hvort sem það er borðtölva eða fartölva)

Author:  Vlad [ Wed 22. Dec 2010 01:13 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Skjárinn þarf ekkert að vera stærri en 15,6

Annars hef ég verið að lýta á þessa

http://tolvulistinn.is/vara/20114

Author:  Mazi! [ Wed 22. Dec 2010 01:21 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Vlad wrote:
Skjárinn þarf ekkert að vera stærri en 15,6

Annars hef ég verið að lýta á þessa

http://tolvulistinn.is/vara/20114



þetta er mjög svipuð vél og sú sem ég benti á (fyrir utan örgjörva)

Hef að vísu ekki neina reynslu af MSI fartölvum og hef mjög lítið um þær heyrt.

Packard Bell hefur hinsvegar verið að koma mjög vel út finnst mér, einnig er mjög gott varahluta support fyrir Packard Bell hérna heima einnig Toshiba.

Author:  SteiniDJ [ Wed 22. Dec 2010 01:54 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Ég á fimm ára gamla Toshiba sem ég borgaði rúmar 100.000 fyrir. Nota fartölvur heldur minna núna en ég gerði þá, en þessi þarna hefur aldrei slegið feilpúst og þjónað mér mjög vel. Ef ég fæ mér nýja fljótlega, þá verður það Toshiba!

Author:  Axel Jóhann [ Wed 22. Dec 2010 01:55 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

DELL fær mitt vote, bara fínar tölvur og ekkert klikkað með lappann sem ég er búinn að eiga í ár núna.

Author:  SteiniDJ [ Wed 22. Dec 2010 01:58 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Ég átti Dell á sínum tíma. Skilaði henni eftir ~ár sökum þess hversu léleg hún var. Það var sífelt eitthvað nýtt að bila og í hvert skipti sem hún fór í viðgerð tók það minnst 1 - 2 vikur, sem er auðvitað algjörlega útaf kortinu ef þetta er tölva sem er notuð í vinnu eða skóla.

Fékk í staðinn Dell borðtölvu sem dugði mér í sex ár og var ennþá að tækla nýjustu leiki á High þegar hún sprakk. :mrgreen:

Author:  BirkirB [ Wed 22. Dec 2010 01:59 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Finndu þér Toshiba á Amazon. Ég gerði það, fann tölvu sem reyndar var með gallað lyklaborð en umboðsaðilinn á Íslandi (Nördinn ehf) lagaði það...tók reyndar mjög langan tíma...

Vá...mjög aðlaðandi tillaga...

Author:  kalli* [ Wed 22. Dec 2010 03:24 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Sé alls ekki eftir kaupin á Toshiba fartölvunni minni, nota henni vel daglega alla daga næstum því síðan ég keypti hana og hún keyrir ennþá ári seinna jafn vel og hún ferði á fyrsta deginum. :)

Author:  Vlad [ Wed 22. Dec 2010 03:59 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Já ég er sjálfur með næstum 5 ára ára gamla Toshiba Satellite með 512 mb vinnsluminni og hún keyrir alveg fínt ennþá... bara komin tími á update.

Author:  Kristjan [ Wed 22. Dec 2010 12:37 ]
Post subject:  Re: Kaup á fartölvu.

Mazi! wrote:
Þessi vél: http://kisildalur.is/?p=2&id=1474

er að mínu mati mjög góð fyrir peninginn og miðað við þá notkun sem þú talar um

annas er margt í boði,

Hvað villtu stórann skjá tildæmis ?


Kristjan wrote:
Ef þú ætlar að spila leiki þá er aðal atriðið að hún hitni ekki of mikið, vertu bara duglegur að athuga þræði á netinu um það.


Ef tölva hitnar of mikið þá er eitthvað ekki í LAGI með vélbúnað / kælibúnað (hvort sem það er borðtölva eða fartölva)


Nei ég meinti nú bara að fartölvur sem eiga að höndla leiki verða að vera með góðan kælibúnað. Vegna þess að skjákort eiga það til að hitna við mikla vinnslu og ef það er ekki góð kæling á vélinni þá eru meiri líkur á að eitthvað klikki.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/