bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Útleiðsla = straumlausir morgnar.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=48662
Page 1 of 1

Author:  Einsii [ Tue 21. Dec 2010 14:40 ]
Post subject:  Útleiðsla = straumlausir morgnar.

Sælir.
Ég er núna búinn að koma að bílnum hjá mér straumlausum þrjá morgna í röð. Eftir fyrstu tvö skipti keypti ég í hann nýjann rafgeimi en núna aftur í morgun er hann alveg off, þannig að greinilega leiðir einhverstaðar út.
Þetta er Nissan Terrano 2.7 bensín 97 módel

Ég er semsagt að velta fyrir mér hvort einhver hér kunni einhver ráð til að fynna hvar hann leiðir út, eða ef einhver þekkir til einhverra vandamála sem láta Terrano haga sér svona?
Ein leiðin er náttúrulega að tengja straummæli inn á raflögnina frá geimi og svo sjálfsagt bara plokka eitt öryggi úr í einu og sjá hvort mælirinn falli við það, en þá þarf ég mælinn.
Einhver önnur ráð?

Author:  Thrullerinn [ Tue 21. Dec 2010 15:14 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

Einsii wrote:
Sælir.
Ég er núna búinn að koma að bílnum hjá mér straumlausum þrjá morgna í röð. Eftir fyrstu tvö skipti keypti ég í hann nýjann rafgeimi en núna aftur í morgun er hann alveg off, þannig að greinilega leiðir einhverstaðar út.
Þetta er Nissan Terrano 2.7 bensín 97 módel

Ég er semsagt að velta fyrir mér hvort einhver hér kunni einhver ráð til að fynna hvar hann leiðir út, eða ef einhver þekkir til einhverra vandamála sem láta Terrano haga sér svona?
Ein leiðin er náttúrulega að tengja straummæli inn á raflögnina frá geimi og svo sjálfsagt bara plokka eitt öryggi úr í einu og sjá hvort mælirinn falli við það, en þá þarf ég mælinn.
Einhver önnur ráð?


Ef relay eru að hitna þá er eflaust eitthvað tengt því sem er leiða út.

Author:  crashed [ Tue 21. Dec 2010 15:25 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

í staðin fyrir mæli geturu notað 5 wata peru það á bara að vera smá tíra í henni en ef hún logar björt að þá er útleiðslan mikil

Author:  íbbi_ [ Tue 21. Dec 2010 16:52 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

er á svona bíl, bara og það hefur komið upp útleiðsla tengd ljósunum, en ekkert sem tæmir geymir á svona stuttum tíma

þú ert samt væntanlega 2.4l bensín, 2.7 er diesel

Author:  Thrullerinn [ Tue 21. Dec 2010 17:22 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

íbbi_ wrote:
er á svona bíl, bara og það hefur komið upp útleiðsla tengd ljósunum, en ekkert sem tæmir geymir á svona stuttum tíma

þú ert samt væntanlega 2.4l bensín, 2.7 er diesel


og það eru held ég tveir geymar í 2,7 dísel, allavega í mínum gamla

Author:  íbbi_ [ Tue 21. Dec 2010 19:22 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

þ<ð eru 2 geymar jú :thup:

Author:  JOGA [ Tue 21. Dec 2010 20:42 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

Skoðaðu líka jarðtengingar vel. Þær geta orsakað ýmis konar vitleysu þegar þær fara að slappast.

Author:  Alpina [ Tue 21. Dec 2010 21:17 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

Eða slappur geymir sem fellur í frostinu :?

Author:  IngóJP [ Wed 22. Dec 2010 00:39 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

varla hann keypti nýjann eftir seinna skiptið

Author:  Einsii [ Wed 22. Dec 2010 14:07 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

Takk fyrir alla hjálpina.

Það er líklega búið að fynna vandann og hann er ekki tómur geimir. Bíllinn reyndar hagaði sér einsog það væri straumleysi því hann vildi ekki starta fyrren einhverjum mínútum eftir að ég hafði tengt hann við annann bíl.
En svo í nótt tók ég annann pólinn af geiminum en samt startaði bíllinn ekki þegar ég var búinn að tengja aftur, þannig að þetta var eitthvað tengt startara en ekki straumleysi.

Ég fann boxið með sem felstum releyum og bankaði duglega í þau, eftir það rauk bíllinn í gang og er bilanagreiningin mín þessvegna á þessa leið:
Releyið fyrir startarann stendur á sér í frostinu og þessvegna startar bíllinn alltaf þegar hann er heitur og stutt er síðan ég drap á honum, Ástæðan fyrir því að hann fór í gang fljótlega eftir að ég hafði tengt annann geimi er líklega því þá kom power til að smella releyinu frá hinum bílnum.
Og þá veit ég líka hvað þarf að gera til að koma honum í gang á köldum morgni, Taka rússann á þetta og berja aðeins á releyin svo þau smelli yfir :)

Author:  íbbi_ [ Wed 22. Dec 2010 19:52 ]
Post subject:  Re: Útleiðsla = straumlausir morgnar.

gjarnir á að fara svissbotnarnir í þeim líka. ef það hættir að virka að banka í boxið

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/