bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Einn bláan takk fyrir takk :-)
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4864
Page 1 of 2

Author:  iar [ Fri 05. Mar 2004 19:44 ]
Post subject:  Einn bláan takk fyrir takk :-)

Þvílíkt sem maður er farinn að nota seðla lítið. Í einhverjum söludálkinum bauð einhver vöru til sölu fyrir "einn bláan".

Ég þurfti á endanumað fara á sedlabanki.is til að sjá hvaða seðill væri blár því það eina sem ég mundi var að 500kallinn er rauður og 50kallinn brúnn. :-)

Svo kom reyndar í ljós að tveir seðlar eru bláir. 10kallinn er blár og 5000kallinn er dökkblár. Þannig að væntanlega hefur verið að bjóða vöruna á 10kall. ;-)

Skondið... mar er greinilega ekki vaðandi í seðlum, amk. ekki nóg til að muna hvernig þeir líta út!

Author:  rutur325i [ Sat 06. Mar 2004 19:14 ]
Post subject: 

en þar sem 50 kallinn og 10 kallinn eru ekki lengur í notkun þá....

Author:  Jss [ Sat 06. Mar 2004 19:32 ]
Post subject: 

:hmm: Það er ótrúlegt hvað fólk notar kort mikið nú til dags, ég veit til þess að hellingur af fólki lætur strauja kort fyrir jafn litlum upphæðum og 20 kr. :shock: Það er nú meiri vitleysan. :?

Author:  Haffi [ Sat 06. Mar 2004 19:38 ]
Post subject: 

ég er ekkert hress með svona kortavitleysu... ég vil helst hafa beinharða peninga í veskinu!

Author:  Svezel [ Sat 06. Mar 2004 19:59 ]
Post subject: 

Það eru nú ekki nema rúmt ár síðan ég fékk mér debitkort og fór að nota kreditkort af einhverju ráði. Borgaði alltaf allt með seðlum sem var alveg heavy cool, sérstaklega þegar ég keypti fatölvuna mína :)

Author:  Haffi [ Sat 06. Mar 2004 20:57 ]
Post subject: 

heh sama hér, ég fór í tölvulistann með 280.000 í peningum og uppfærði tölvuna mína... fékk allavega FÍNAN Stg afslátt 8)

Author:  Jss [ Sat 06. Mar 2004 21:46 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
heh sama hér, ég fór í tölvulistann með 280.000 í peningum og uppfærði tölvuna mína... fékk allavega FÍNAN Stg afslátt 8)


:shock: UPPFÆRÐIR :shock: :!: :!: :!:

Author:  Gunni [ Sat 06. Mar 2004 22:03 ]
Post subject: 

Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti kortum. Eina ruglið með þau eru hvað maður þarf að borga mikið í færslugjöld. Lausnin á því hinsvegar er sú að þú getur notað kreditkortið þitt ókeypis (fyrir utan árgjald audda) en á móti safnar maður punktum og allskonar drasli. Þetta á auðvitað við ef maður getur stjórnað eyðslunni sinni sjálfur.

Author:  bebecar [ Sun 07. Mar 2004 10:01 ]
Post subject: 

Stærsti gallinn við kortin er sá að stóri bróðir kortleggur neysluna hjá manni.

Author:  Gunni [ Sun 07. Mar 2004 12:48 ]
Post subject: 

Conspiracy Theory :roll:

Author:  iar [ Sun 07. Mar 2004 13:23 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Stærsti gallinn við kortin er sá að stóri bróðir kortleggur neysluna hjá manni.


:alien:

Best að passa sig á því! :lol:

Author:  fart [ Sun 07. Mar 2004 13:27 ]
Post subject: 

noh... "pusherarnir" s.s. orðnir kortavæddir.. 8) 8)

Author:  saemi [ Sun 07. Mar 2004 14:12 ]
Post subject: 

Jss wrote:
:hmm: Það er ótrúlegt hvað fólk notar kort mikið nú til dags, ég veit til þess að hellingur af fólki lætur strauja kort fyrir jafn litlum upphæðum og 20 kr. :shock: Það er nú meiri vitleysan. :?


Það er samt ekki vitleysa að strauja Kredidkort fyrir þessum upphæðum.

Þú borgar engin færslugjöld og færð upphæðina lánaða vaxtalaust í mánuð!!! Það kalla ég nú bara prittí gúdd.

Enda nota ég alltaf kredidkort í þessu daglega amstri :D

Author:  Jss [ Sun 07. Mar 2004 14:14 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Jss wrote:
:hmm: Það er ótrúlegt hvað fólk notar kort mikið nú til dags, ég veit til þess að hellingur af fólki lætur strauja kort fyrir jafn litlum upphæðum og 20 kr. :shock: Það er nú meiri vitleysan. :?


Það er samt ekki vitleysa að strauja Kredidkort fyrir þessum upphæðum.

Þú borgar engin færslugjöld og færð upphæðina lánaða vaxtalaust í mánuð!!! Það kalla ég nú bara prittí gúdd.

Enda nota ég alltaf kredidkort í þessu daglega amstri :D


Ég geri einmitt slíkt hið sama, nota kreditkortið mun frekar í "daglegu amstri." En ekki fyrir svona fáránlega lágum upphæðum eins og ég bendi á hér að ofan. :D

Author:  Gunni [ Sun 07. Mar 2004 14:54 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Ég geri einmitt slíkt hið sama, nota kreditkortið mun frekar í "daglegu amstri." En ekki fyrir svona fáránlega lágum upphæðum eins og ég bendi á hér að ofan. :D


Það skiptir engu máli hversu há upphæðin er, það kostar þig jafnmikið að strauja kreddarann fyrir 20 kall eins og að fara í vasann og ná í 2 tíkalla og borga með þeim ;)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/