bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

GT3
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4855
Page 1 of 1

Author:  Kristjan [ Fri 05. Mar 2004 09:50 ]
Post subject:  GT3

Ég er búinn að eiga þennan leik í rúmt ár og er ekki ennþá búinn með hann, ég er alveg strand á flestu brautunum í professional. T.d. Hvernig í fjáranum á maður að geta keyrt 15 hringi í erfiðri braut og verið fyrstur þegar maður þarf að taka 3 pit stopp eða fleiri vegna þess að dekkinn sem maður er á eyðast upp mjög fljótt.

Ég þarf ráð til að komast í gegnum þetta meiriháttar vesen.

Author:  eidurg [ Fri 05. Mar 2004 10:28 ]
Post subject: 

Hvernig dekk ertu með? ertu búinn að prófa að kaupa hörð dekk undir bílin? þau endast töluvert lengi, en gallin er að þau eru lengi að hitna.

Svo þarf að tímasetja pit stoppin vel. Ef ég er í forystu þá reyni ég að pitta inn einum hring á eftir þessum í öðru sæti, stundum gengur það upp stundum ekki.

Ég hef stundum notað þá taktík að halda mér fyrir aftan þann sem er í öðru sæti og pitta alltaf inn á sama tíma og hann.

Ef allt annað klikkar þá getur þú reynt að vinna þetta með hestafli einu saman.. fundið einhvern góðan bíl og tjúna hann í botn.. taka nokkra æfingahringi til að stilla hann og svo láta vaða

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/