bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hvað hafiði misst bílprófið oft??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4830
Page 1 of 3

Author:  Hulda [ Thu 04. Mar 2004 09:58 ]
Post subject:  hvað hafiði misst bílprófið oft??

hvað hafiði misst bílprófið oft??
OG AFHVERJU??

Author:  Benzer [ Thu 04. Mar 2004 10:01 ]
Post subject: 

Ég hef nú ekki misst það ennþá enda er ég bara búinn að vera með það í aðeins meira en ár..En mig vantar 1 punkt til að missa það..

Author:  fart [ Thu 04. Mar 2004 10:16 ]
Post subject: 

:shock:

Þessi hljómar eins og það sé bara eðlilegasti hlutur að missa prófið..???!!!???

Author:  oskard [ Thu 04. Mar 2004 10:30 ]
Post subject: 

ég hef bara misst það einusinni og það var útaf ofhröðum akstri :)

Author:  Spiderman [ Thu 04. Mar 2004 10:33 ]
Post subject: 

Þetta er nú svolítið Live2cruize leg spurning. Bara mín skoðun mér finnst sjallið þeirra vera stundum á svolítið sjoppulegum nótum. Eins og til dæmis rifrildið um það hver hafi keyrt hraðast. Það er magnað, maður getur ekki annað en samgleðst mönnum sem hafa komið 1600 Hondum í 245 í Vestfjarðagöngunum :lol:

Annars hef ég aldrei misst prófið né fengið punkt.

Author:  bebecar [ Thu 04. Mar 2004 10:49 ]
Post subject: 

Ég hef misst prófið einu sinni fyrir klaufaskap - algjörlega mér að kenna. Búin að keyra sama veginn tvisvar á dag í þrjú ár og alltaf haldið að það væri 50 kmh hraði þar, en komst svo að því að það er 30 kmh :wink:

Author:  Twincam [ Thu 04. Mar 2004 11:39 ]
Post subject: 

hmm... misst prófið segiði :oops:

Ég hef misst það þrisvar sinnum.
Á mínum yngri árum var ég mikið fyrir það að pína allt sem ég gat út úr bílunum mínum. Og í fyrsta skiptið sem ég missti prófið var það af því að ég hafði verið tekinn nokkrum sinnum á mínum "reis" 1000cc Swift.

Í annað skiptið missti ég það vegna þess að ég var nýbúinn að fá Benzinn minn og langaði óskaplega mikið að prófa hann. Svo að það var brunað út að álveri og á leiðinni til baka mætti ég löggunni á 160 :?

Og í þriðja skiptið var ég saklaus reyndar. Var farinn að keyra alveg löglega eftir síðasta ævintýri með lögreglunni. En eitt kvöldið stöðvaði lögreglan mig, sagði að ég hefði ekið á 130 undan Arnarnesbrúnni. Var ekki með neina mælingu á mig samt. Ég var með vitni í bílnum, þetta fór fyrir rétt.. að sjálfsögðu tapaði maður. (Þvílíkt réttlæti á Íslandi :? )

Og síðan þá hef ég ekkert verið stoppaður fyrir neitt.... enda engin ástæða til þess.

Author:  fart [ Thu 04. Mar 2004 11:53 ]
Post subject: 

Dude.. ef ég fengi að ráða þá væri "3strikes and you are out for life" reglan í gildi.

vonandi hefur þú þroska til að keyra núna, því þú hafðir það greinilega ekki.

sorry, en þetta er mín skoðun. :(

Author:  oskard [ Thu 04. Mar 2004 11:55 ]
Post subject: 

fart wrote:
Dude.. ef ég fengi að ráða þá væri "3strikes and you are out for life" reglan í gildi.

vonandi hefur þú þroska til að keyra núna, því þú hafðir það greinilega ekki.

sorry, en þetta er mín skoðun. :(


blablabla

Author:  Heizzi [ Thu 04. Mar 2004 12:16 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Ég hef misst prófið einu sinni fyrir klaufaskap - algjörlega mér að kenna. Búin að keyra sama veginn tvisvar á dag í þrjú ár og alltaf haldið að það væri 50 kmh hraði þar, en komst svo að því að það er 30 kmh :wink:


var það sem sagt ekki mömmu þinni að kenna :lol:

æ, sorry ég bara varð...

Author:  bebecar [ Thu 04. Mar 2004 12:17 ]
Post subject: 

fart wrote:
Dude.. ef ég fengi að ráða þá væri "3strikes and you are out for life" reglan í gildi.

vonandi hefur þú þroska til að keyra núna, því þú hafðir það greinilega ekki.

sorry, en þetta er mín skoðun. :(

I'm with Fart!

Author:  Svezel [ Thu 04. Mar 2004 12:26 ]
Post subject: 

Aldrei tekinn og því aldrei misst prófið. Mín einu afbrot eru þau að ég gleymdi þokuljósunum á E39 bílnum tvisvar en fékk enga sekt í hvorugt skiptið. Hafði verið að rúnta í skafrenningi í annað skiptið og hitt var bara "töffaraskapur".

Author:  Bjarkih [ Thu 04. Mar 2004 12:32 ]
Post subject: 

Ég hef nú aldrei misst prófið. Mér var hins vegar bannað að keyra í 1 ár fyrir nokkrum árum síðann en ástæðan fyrir því er sú að ég fékk flogaveiki þarna rétt kominn á tvítugsaldurinn :evil:

Svo þekki ég einn sem missti prófið 1 einusinni fyrir ölvunarakstur, það stoppaði hann ekki, því miður. Nú á hann nýja nágranna eins og sagt er í auglýsingunni :cry:

Author:  Jss [ Thu 04. Mar 2004 13:10 ]
Post subject: 

Ég hef nú ekki einu sinni fengið punkt. 7-9-13. Og því aldrei misst skírteinið. :D 7-9-13

Author:  Benzari [ Thu 04. Mar 2004 15:22 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Ég hef nú ekki einu sinni fengið punkt. 7-9-13. Og því aldrei misst skírteinið. :D 7-9-13


Sama hér eftir tæp tíu ár í löglegum akstri, 7 - 9 - 13

1x stöðumælasekt + 1x "Fjöldi farþega"


Radarvarinn oft og mörgum sinnum sparað manni fúlgur vænar.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/