bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við toll
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=48141
Page 1 of 2

Author:  rockstone [ Mon 15. Nov 2010 18:38 ]
Post subject:  kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við toll

var að kaupa einn hlut, sjálfur hluturinn kostaði ekki nema 15$ en sendingarkostnaðurinn hingað var 65$.
Ég sótti þetta í tollinn og það kostaði 5488 kr.

Spurning mín er sú, á maður ekki bara að borga toll af vörunni? á maður að borga toll af sendingarkostnaðinum líka?

Author:  SteiniDJ [ Mon 15. Nov 2010 18:43 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

Jább, þú borgar toll af öllum kostnaði ((Sending + vörugjald) * (Tollar * Vörugjöld * VSK))

Mér finnst það stupid.

Author:  Ívarbj [ Mon 15. Nov 2010 18:51 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

Þarft að borga VSK og toll af öllum kostnaði sem kemur nálægt vörunni, sendingarkostnaður er þar með talinn.

Ekki eru sömu gjöld á allar vörur, fer eftir því í hvaða flokk þau eru sett.
Hér er reiknivél http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm

Ég pantaði um daginn hlut frá USA að jafnvirði sirka 12.000 kr. og ég þurfti ekki að vorga VSK né toll á vörunni þar sem að þeir úti hafa sent þetta sem gjöf til mín og þá er enginn auka kostnaður á vöruna.

Author:  Ívarbj [ Mon 15. Nov 2010 18:53 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

Ívarbj wrote:
Þarft að borga VSK og toll af öllum kostnaði sem kemur nálægt vörunni, sendingarkostnaður er þar með talinn.

Ekki eru sömu gjöld á allar vörur, fer eftir því í hvaða flokk þau eru sett.
Hér er reiknivél http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htm

Ég pantaði um daginn hlut frá USA að jafnvirði sirka 12.000 kr. og ég þurfti ekki að borga VSK né toll af vörunni þar sem að þeir úti hafa sent þetta sem gjöf til mín og þá er enginn auka kostnaður á vöruna.


Sérð allar reglur um þetta á tollur.is

Author:  rockstone [ Mon 15. Nov 2010 18:53 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

SteiniDJ wrote:
Jább, þú borgar toll af öllum kostnaði ((Sending + vörugjald) * (Tollar * Vörugjöld * VSK))

Mér finnst það stupid.


já, finnst þetta ætti bara að eiga við um vöruna sjálfa, sé ekki hvernig sendingarkostnaður frá erlendu póstfélagi komi þeim á nokkurn hátt við

Author:  kalli* [ Mon 15. Nov 2010 19:07 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

rockstone wrote:
SteiniDJ wrote:
Jább, þú borgar toll af öllum kostnaði ((Sending + vörugjald) * (Tollar * Vörugjöld * VSK))

Mér finnst það stupid.


já, finnst þetta ætti bara að eiga við um vöruna sjálfa, sé ekki hvernig sendingarkostnaður frá erlendu póstfélagi komi þeim á nokkurn hátt við


Þeir finna alltaf leið til þess að græða pening á fólki, einfalt.

Author:  bimmer [ Mon 15. Nov 2010 19:10 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

rockstone wrote:
SteiniDJ wrote:
Jább, þú borgar toll af öllum kostnaði ((Sending + vörugjald) * (Tollar * Vörugjöld * VSK))

Mér finnst það stupid.


já, finnst þetta ætti bara að eiga við um vöruna sjálfa, sé ekki hvernig sendingarkostnaður frá erlendu póstfélagi komi þeim á nokkurn hátt við


Það er verið að tolla verðmæti vörunnar þegar hún kemur inn í landið og þá er sendingarkostnaður meðtalinn.

Author:  rockstone [ Mon 15. Nov 2010 19:12 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

bimmer wrote:
rockstone wrote:
SteiniDJ wrote:
Jább, þú borgar toll af öllum kostnaði ((Sending + vörugjald) * (Tollar * Vörugjöld * VSK))

Mér finnst það stupid.


já, finnst þetta ætti bara að eiga við um vöruna sjálfa, sé ekki hvernig sendingarkostnaður frá erlendu póstfélagi komi þeim á nokkurn hátt við


Það er verið að tolla verðmæti vörunnar þegar hún kemur inn í landið og þá er sendingarkostnaður meðtalinn.


varan kostaði 15$ það er verðmæti hennar, meina sending á sama hlut kostar 14$ innan ameríku

Author:  srr [ Mon 15. Nov 2010 19:21 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

rockstone wrote:
bimmer wrote:
rockstone wrote:
SteiniDJ wrote:
Jább, þú borgar toll af öllum kostnaði ((Sending + vörugjald) * (Tollar * Vörugjöld * VSK))

Mér finnst það stupid.


já, finnst þetta ætti bara að eiga við um vöruna sjálfa, sé ekki hvernig sendingarkostnaður frá erlendu póstfélagi komi þeim á nokkurn hátt við


Það er verið að tolla verðmæti vörunnar þegar hún kemur inn í landið og þá er sendingarkostnaður meðtalinn.


varan kostaði 15$ það er verðmæti hennar, meina sending á sama hlut kostar 14$ innan ameríku

Þarft alltaf að borga tolla af vörunni HINGAÐ kominni, þeas með öllum sendingarkostnaði.
Annars væri mjög billegt að versla vörur frá útlandinu :lol:

Author:  bimmer [ Mon 15. Nov 2010 19:24 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

rockstone wrote:
bimmer wrote:
rockstone wrote:
SteiniDJ wrote:
Jább, þú borgar toll af öllum kostnaði ((Sending + vörugjald) * (Tollar * Vörugjöld * VSK))

Mér finnst það stupid.


já, finnst þetta ætti bara að eiga við um vöruna sjálfa, sé ekki hvernig sendingarkostnaður frá erlendu póstfélagi komi þeim á nokkurn hátt við


Það er verið að tolla verðmæti vörunnar þegar hún kemur inn í landið og þá er sendingarkostnaður meðtalinn.


varan kostaði 15$ það er verðmæti hennar, meina sending á sama hlut kostar 14$ innan ameríku


Nei, verðmæti vörunnar HÉR er verðið úti + sendingarkostnaður hingað.

Author:  SteiniDJ [ Mon 15. Nov 2010 19:40 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

Sem er sérstakt, þar sem að sending eykur í raun ekki verðmæti hlutsins.

Author:  gstuning [ Mon 15. Nov 2010 19:42 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

Akkúrat,

ekki borgar maður VSK af sjónvarpi sem maður kaupir í BT miðað við heildsölu verðið á því frá framleiðanda á meðan það er enn hjá framleiðanda í öðru landi og á eftir að koma til evrópu í annann heildsölu aðila....

Sendingin er hluti af verðmætinu, er hluturinn eitthvað gagnlegur á meðan hann er enn í USA?

fyrir það fyrsta ættu sem dæmi ekki að vera vörugjöld af bíla varahlutum eða tollar þar sem að það er engin íslensk framleiðsla til að vernda.

Author:  SteiniDJ [ Mon 15. Nov 2010 20:05 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

Ég get samt ekki séð hvernig verðmæti á einhverjum hlut verði meira ef þú færð hlutinn á 3 dögum eða 7 (þó svo að það eigi stundum við). Þetta ætti allt að vera innifalið í þeim gjöldum sem við erum að borga nú þegar.

Author:  bimmer [ Mon 15. Nov 2010 20:15 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

SteiniDJ wrote:
Ég get samt ekki séð hvernig verðmæti á einhverjum hlut verði meira ef þú færð hlutinn á 3 dögum eða 7 (þó svo að það eigi stundum við). Þetta ætti allt að vera innifalið í þeim gjöldum sem við erum að borga nú þegar.


Lykilhugtakið er KOSTNAÐARVERÐ, þe. hvað kostar að koma hlutnum hingað. Þar innifalið
er innkaupsverð og flutningur. Hluturinn er þér meira virði kominn hingað til lands heldur en
þegar hann er í útlöndum. Þessi virðisaukning er skattlögð.

Author:  SteiniDJ [ Mon 15. Nov 2010 20:24 ]
Post subject:  Re: kostnaður við að flytja inn dót, spurning í samband við

Þrátt fyrir það finnst mér þetta rangt þegar við erum nú þegar að borga svona mikið, eins naive það kann að hljóma. Hvernig er þetta í öðrum löndum? US, UK og Noðurlöndin til dæmis.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/