bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þjófavarnakerfi fyrir heimili
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47921
Page 1 of 4

Author:  zneb [ Tue 02. Nov 2010 01:24 ]
Post subject:  Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Er að leita mér að þjóavarnakerfi fyrir litla íbúð. So far lýst ágætlega á kerfin frá sjónvarpsmiðstöðinni... http://www.sm.is/index.php?sida=flokkur&flokkur=39

Finnst verðið samt í frekar hærri kantinum, hafið þið rekist á svona kerfi á betra verði einhvers staðar, eða þá e-ð sem maður ætti að skoða frekar?

Author:  Alpina [ Tue 02. Nov 2010 07:29 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Ef þú ert ekki tengdur þjónustu aðila ,, afhverju að fá sér svona :shock:

Author:  zneb [ Tue 02. Nov 2010 08:07 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Algjör óþarfi fyrir litla íbúð í íbúðarhverfi að vera tengdur þjónustuaðila að mínu mati. Það er hávaðinn sem fælir frá og nágrannar ættu að verða þess fljótt varir. Menn eru ekkert að fara að dunda sér við að skoða og róta í hinu og þessu þegar allt er á fullu :wink:

Author:  Maggi B [ Tue 02. Nov 2010 08:18 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

er nú ekkert að deyja 4000krónurnar á mánuði fyrir kerfi hjá öryggismiðstöðinni. og ég held maður fái enþá 4 mánuði fría fyrst

Author:  Viggóhelgi [ Tue 02. Nov 2010 08:57 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

zneb wrote:
Algjör óþarfi fyrir litla íbúð í íbúðarhverfi að vera tengdur þjónustuaðila að mínu mati. Það er hávaðinn sem fælir frá og nágrannar ættu að verða þess fljótt varir. Menn eru ekkert að fara að dunda sér við að skoða og róta í hinu og þessu þegar allt er á fullu :wink:



ég er að vinna hjá securitas.

það er nú bara ALLUR gangur á því hvort fólk hverfi frá eða ekki, ástand fólks getur verið viiirkilega slæmt þegar að það er að stunda þessa iðju dópað og drukkið og önnur vitleysa

það eru límmiðarnir sem að fæla mest frá... fólk leitast ekki við að fara inn í það hús sem hefur miða þegar að það getur farið inn einhverstaðar þar sem að það eru ekki miðar.

Mæli eindregið með að fá sér kerfi - virkilega mikil þjónusta og vörn í þessu

allt frá reykskynjurum að vatnsnemum að rafmagnsleysi og símalínubilunum - margfallt betra að hafa þjónustu aðila.

getur bjargað frá bruna - vatnskemmdum - og það að ískápurinn og frystikistan sé rafmagnlaus

Author:  Jón Ragnar [ Tue 02. Nov 2010 09:03 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Maggi B wrote:
er nú ekkert að deyja 4000krónurnar á mánuði fyrir kerfi hjá öryggismiðstöðinni. og ég held maður fái enþá 4 mánuði fría fyrst



Djöfull færð þú góðan díl á þessu

mér var boðið 5990

Author:  Maggi B [ Tue 02. Nov 2010 09:04 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

What he said.

plús það að það var fariðð inn á verkstæði hjá mér þótt ég væri með kerfi og allt merkt en sem betur fer var ekkert tekið

Author:  Maggi B [ Tue 02. Nov 2010 09:04 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

John Rogers wrote:
Maggi B wrote:
er nú ekkert að deyja 4000krónurnar á mánuði fyrir kerfi hjá öryggismiðstöðinni. og ég held maður fái enþá 4 mánuði fría fyrst



Djöfull færð þú góðan díl á þessu

mér var boðið 5990


fékk mér þetta 2007 þegar ég fékk mér íbúðina. hélt að það væri enþá sama verð

Author:  Jón Ragnar [ Tue 02. Nov 2010 09:18 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Hehe okay

þarf að skoða þetta

Author:  Maggi B [ Tue 02. Nov 2010 09:22 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Þetta er allveg númer 1 2 og 3 hjá mér. ég er svo paranoid yfir því að vera rændur.

Author:  bimmer [ Tue 02. Nov 2010 09:49 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Það er alveg nr. 1, 2 og 3 að sjá til þess að erfitt sé að komast inn.

Þjófavarnarkerfi dugar skammt á móti fíkli sem er á hraðferð með
tölvudraslið þitt í burtu. Hann er kominn og farinn áður en t.d. Securitas
eru mættir.

Author:  Jón Ragnar [ Tue 02. Nov 2010 09:51 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Tengja 220v í hurðarhúninn á svölunum? og handriðið líka? :lol:

Author:  Aron M5 [ Tue 02. Nov 2010 09:53 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Securitas eru nú ekki þekktir fyrir að vera fljótir á staðinn

Author:  Vlad [ Tue 02. Nov 2010 10:09 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Aron M5 wrote:
Securitas eru nú ekki þekktir fyrir að vera fljótir á staðinn


Satt er það, var brotist inn þar sem ég vinn um daginn um 10 leitið um kvöld... Þessir snillingar föttuðu að kerfið hafði verið aftengt hjá okkur loksins klukkan 5 um nóttina. Mögnuð vinnubrögð.

Author:  20"Tommi [ Tue 02. Nov 2010 11:54 ]
Post subject:  Re: Þjófavarnakerfi fyrir heimili

Ekki einu sinni horfa í áttina að Öryggismiðstöðinni !!!!!

Var með kerfi frá þeim og það tók konuna mina 45 min að ná tali af þeim eftir að kerfi fór í gang ,það tók 3 daga að stilla hreifiskynjara ,það tók 3 mánuði að fá þá til að koma og taka kerfið niður og ætluðu svo að rukka mig fyrir það ...Kerfið hafði ég þegar tekið niður og var það í kassa.

Við skulum hafa það í huga að öryggismiðstöðin er með að ég held 3 eða 4 bíla á meðan
securitas er með 25-30 bíla á ferð um borgina.

Er með kerfi frá securitas á 3 stöðum og er þetta 100% þjónusta og snöggir að mæta.

Hvað varðar kerfi sem ekki eru teingd stjórnstöð þá er það algert krapp og er alltaf að fara
í gang og hringja í þig. :thdown: :thdown:

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/