bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Er ég lagður ólöglega?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47822
Page 1 of 3

Author:  dropitsiggz [ Thu 28. Oct 2010 11:49 ]
Post subject:  Er ég lagður ólöglega?

Ég myndi halda ekki, útaf því að það eru engar gular línur né einhver merki um það að ég meigi ekki leggja á þessum stöðum.

Engar gular línur né neitt, hef lagt oft þarna og ekki fengið sekt, (hef hinsvegar líka lagt með annað dekkið uppá gangstéttinni og fengið sekt þá, sem maður á að fá)
Image

Og hérna hitti ég á lögregluna sem var að sekta mig og sagði við hann að ég væri ekkert lagður ólöglega, útaf því að það eru engin merki sem segja til um það og að ég sé lagður uppá plani, og fékk hneikslandi augnaráð frá honum og hann sagði "þú ert lagður uppá gangstétt". Þá sagði ég við hann að þetta væri plan, sem þetta er, og hvernig hann fengi það út að þetta væri gangstétt, þá labbaði hann bara inní bílinn sinn.
Image


Hvað haldiði? ég get allaveganna ekki séð neitt að þessu, en væri til í að fá svör frá ykkur hvað þið haldið?

Author:  íbbi_ [ Thu 28. Oct 2010 11:59 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

bíllinn er nú eiginlega bara stopp úti á götu á fyrri myndini,

Author:  fart [ Thu 28. Oct 2010 11:59 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Það eru engar gular línur á helstu unferðargötum bæjarins heldur, og mig grunar að ef þú myndir leggja bílnum þínum þar yrði hann bara dreginn í burtu með tilheyrandi sektum.

Author:  dropitsiggz [ Thu 28. Oct 2010 12:12 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Image
1. var lagður þar, og fólk var líka lagt við gangstéttina hjá Háveginum, og fékk ekki sekt(ég fór og gáði að því), svo fór ég líka og skoðaði hjá skólatröð sem er þarna vinstra megin á myndinni og þar voru sumir bílar lagðir hliðina gangstétt á móti umferðinni og ekki fengu þeir sekt, skil ekki alveg afhverju ég er ólöglegri en allir hinir,
í Meltröð í fyrra eða hitt í fyrra þá voru engar gular línur í neðri part götunnar, þá lagði ég ásamt fleirum alltaf við gangstéttina og fékk aldrei sekt, svo létu þeir gular línur við gangstéttina(til þess að hindra að maður myndi ekki leggja þar), en bara upp hálfa götuna samt og þá byrjaði ég að leggja á þessum stað sem er aðeins ofar í götunni.

2. var lagður þar á seinni myndinni.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 28. Oct 2010 12:42 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Þú ert samt lagður úti á götu

Author:  íbbi_ [ Thu 28. Oct 2010 12:47 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

og það úti á miðri götu.. nánast eins og bíllinn hafi bara verið stoppaður og labbað út

Author:  BjarkiHS [ Thu 28. Oct 2010 12:49 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Það er ekki bannað að leggja útá götu

Author:  fart [ Thu 28. Oct 2010 12:50 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Akkúrat, ein slakasta lagning kraftsins fyrr og síðar :lol:

Author:  Hreiðar [ Thu 28. Oct 2010 12:53 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Þessar löggur eru alltaf að sekta fyrir utan MK, eins og þær hafi ekkert annað að gera :thdown: Verð samt að segja að á fyrri myndinni ertu svolítið staddur út á götu, frekar vondur staður því það kemur brekka þarna niður. Hinsvegar skil ég ekki þegar við leggjum hjá menntaskóla stæðunum og leggjum með tvö dekk upp á kanti svo það sé auðveldara fyrir bíla að komast framhjá en þá er maður sektaður, en ef maður væri á sama stað og væri bara á götunni hliðiná kantinum og dekkin myndu ekki snerta kantinn þá er engin sekt en töluvert þrengra fyrir bíla. Frekar fyndið samt að það eru alls ekkert fá stæði í MK, það eru bara allir á bíl!!! Þoli ekki þegar maður mætir kannski 10 mín fyrir tíma og maður þarf að leggja lengst í burtu.

Author:  dropitsiggz [ Thu 28. Oct 2010 13:43 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Já skeður alltaf, vill líka ekki að bíllinn sé hurðaður, hef OFT séð fólk fara með hurðarnar fast utaní næsta bíl á planinu hjá mk!, en fyrri myndin, þá fór ég burtu og fattaði svo að taka mynd, fór og lagði á sama stað og tók mynd svo það er nokkurnvegin rétt að ég stoppaði og labbaði út. :wink:

Author:  Aron Andrew [ Thu 28. Oct 2010 16:25 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Mættu bara fyrr í skólann :lol:

Author:  dropitsiggz [ Thu 28. Oct 2010 16:55 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Aron Andrew wrote:
Mættu bara fyrr í skólann :lol:


Það er samt ekki málið, er oft komin snemma og mörg stæði, treysti bara ekki á það að eðlileg manneskja leggji við hliðiná mér :wink:

Author:  Maddi.. [ Thu 28. Oct 2010 16:58 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Ósjaldan sem maður mætti aðeins of seint í tíma í MK, fékk ekki stæði neinsstaðar nálægt og fór bara aftur heim að sofa. :lol:

Author:  Alpina [ Thu 28. Oct 2010 18:32 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

dropitsiggz wrote:
Aron Andrew wrote:
Mættu bara fyrr í skólann :lol:


Það er samt ekki málið, er oft komin snemma og mörg stæði, treysti bara ekki á það að eðlileg manneskja leggji við hliðiná mér :wink:


Mega heimskuleg rök,, vertu í strætó :lol: :lol:

En fullt af venjulegu fólki sem hefur engann áhuga á að dúndra hurðinni sinni í annann bíl frekar en þú

Author:  kalli* [ Thu 28. Oct 2010 18:46 ]
Post subject:  Re: Er ég lagður ólöglega?

Fyrst þú mætir þegar það er nóg af stæðum leggðu bara í tvö stæði :wink: ....... :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/