bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Háþrýstidælu spurning
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47801
Page 1 of 1

Author:  Maggi B [ Wed 27. Oct 2010 12:48 ]
Post subject:  Háþrýstidælu spurning

Sælir, ég er að leita mér að góðri háþrýstidælu fyrir tjöruþvott á bílum. getiði mælt með einhverri sérstakri. er með verðlimit 35þúsund.
Þarf að vera nógu kraftmikil í tjöruþvott og þarf að vera með góða slöngu í byssuna. ekki þessar sem eru endalaust að rekast í bílana

Author:  SteiniDJ [ Wed 27. Oct 2010 13:49 ]
Post subject:  Re: Háþrýstidælu spurning

Quote:
ekki þessar sem eru endalaust að rekast í bílana


Gangi þér vel með það. Erum með Kärcher dælu heima sem hefur reynst okkur vel. Slangan var alveg fökk-leiðinleg, stíf og stutt, og var keypt ný og lengri sem er algjör snilld, en hún á það til að festast undir og rekast í bílinn - eins og gengur og gerist. Mig langar rosalega mikið til að kaupa snowfoam kerfi á hana, en það á víst að vera algjör snilld í að hreinsa burt tjöru og annan skít.

Author:  Kwóti [ Wed 27. Oct 2010 19:05 ]
Post subject:  Re: Háþrýstidælu spurning

ég hef verið að nota í 3 ár núna dælu sem að ég keypti hjá fossberg.
mæli eindregið með henni, hún er reyndar aðeins yfir budget en hún endist og er ekki með einhverju plast-drasli sem að brotnar af

Author:  Thrullerinn [ Wed 27. Oct 2010 19:34 ]
Post subject:  Re: Háþrýstidælu spurning

Image

150bara Bosch, get líka notað hana á málninu og stéttar með turbo stútnum.
Einu sinni brætt úr sér en þá gleymdi ég að slökkva á henni en skrúfaði fyrir vatnið.

Þetta er góð dæla sem ég get mælt með, búin að vera í mikilli notkun síðustu 3 árin.

Hún er reyndar yfir verðlimitinu en ég hef séð þær auglýstar á minni pening lítið sem ekkert notaðar..

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/