bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Kúplingsskipti í Skoda Octaviu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47644 |
Page 1 of 2 |
Author: | srr [ Tue 19. Oct 2010 19:01 ] |
Post subject: | Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Ég er að fara skipta um kúplingu í Skodanum mínum á morgun og ætlaði að athuga hvort einhver hérna viti til þess hvort einhver spes verkfæri séu nauðsynleg áður en ég fer að tæta þetta í sundur. Þetta er Skoda Octavia 2002 1.6 bensín með BFQ mótor. Allar ábendingar vel þegnar ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 19. Oct 2010 19:02 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Nei, bara bílalyftu, gírkassatjakk og almenn verkfæri! ![]() |
Author: | srr [ Tue 19. Oct 2010 19:07 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Axel Jóhann wrote: Nei, bara bílalyftu, gírkassatjakk og almenn verkfæri! ![]() Engir svona furðulegir toppar eða neitt sem maður þarf? |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 19. Oct 2010 19:08 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Gætir þurft E toppa eins og eru á gírkössum á BMW t.d. |
Author: | srr [ Tue 19. Oct 2010 19:14 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Axel Jóhann wrote: Gætir þurft E toppa eins og eru á gírkössum á BMW t.d. Ég á svoleiðis sett,,,,,en hvað með skrýtna litla torx dót eða hvað þetta VW dót er.... ? |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 19. Oct 2010 19:31 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Getur notað bara venjulega torx toppa, en það er til í verkafærasölunni í síðumúla skítsæmilegt sett með fullt af sexkant toppum, torx og svona 12kant toppum líka. Kostaði 2000kr. Og það er fyrir 3/8" skrall og 1/2" |
Author: | srr [ Tue 19. Oct 2010 19:32 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Ekkert svona rugl sem ég gæti lent í ? ![]() |
Author: | srr [ Tue 19. Oct 2010 19:35 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Ok, sá svarið þitt of seint Axel ![]() En er ekki nauðsynlegt að hafa þessa 12point toppa þá? |
Author: | GunniT [ Tue 19. Oct 2010 20:50 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Ég á svona sett ef þú lendir í veseni.. |
Author: | srr [ Sun 24. Oct 2010 01:16 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Eftir að hafa skipt um kúplinguna og sett gírkassann aftur á.....þá er ég að tengja allt draslið utan á gírkassann á nýjan leik, en þá lekur alltaf með tengingunni í kúplingsþrælinn. Þetta er svona þræll eins og þessi á myndinni og festist rörið með plaststykki á endanum, inn í plasthulsuna á þessum (með gula lokinu fyrir á þessari mynd) og lokast svo með klemmu sem fer í gegnum hulsuna. ![]() Er eitthvað trix við að tengja þetta eða er nauðsynlegt að skipta um þessa klemmu í hvert skipti? Jafnvel þótt ég nái að koma rörinu alveg inn eins og hægt er og koma klemmunni í gegn, þá lekur samt út þarna á sama stað. ![]() |
Author: | birkire [ Sun 24. Oct 2010 04:42 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
örugglega onytur kónn a rörinu |
Author: | srr [ Sun 24. Oct 2010 15:50 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
birkire wrote: örugglega onytur kónn a rörinu Nú er þetta úr plasti,,,þarf ég þá að skipta út öllu rörinu eða er hægt að skipta um plaststykkið? |
Author: | srr [ Sun 24. Oct 2010 16:29 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Eftir smá google brölt þá gæti verið að o-hringur sem á að vera á endanum á plastkóninum, hafi yfirgefið svæðið. Ætla amk að kaupa nýjan á morgun og prufa aftur. |
Author: | -Siggi- [ Sun 24. Oct 2010 22:18 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
Afhverju varstu að aftengja þetta ? Aldrei að opna svona vökvakerfi nema þú sért að skifta um dælu eða þræl. Getur oft verið mega vesen að lofttæma. |
Author: | srr [ Sun 24. Oct 2010 22:29 ] |
Post subject: | Re: Kúplingsskipti í Skoda Octaviu |
-Siggi- wrote: Afhverju varstu að aftengja þetta ? Aldrei að opna svona vökvakerfi nema þú sért að skifta um dælu eða þræl. Getur oft verið mega vesen að lofttæma. Ég þurfti nú að taka gírkassann af til að skipta um kúplinguna. Samkvæmt VW þá er þetta tekið í sundur við kúplingsskipti, en ekki þrællinn af með. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |