bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Myndavélakaup - hvað á að kaupa?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47567
Page 1 of 2

Author:  T-bone [ Fri 15. Oct 2010 20:20 ]
Post subject:  Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Sælir. Okkur kærustuna langar alveg svakalega í almennilega myndavél, og þá er 100.000 plús ekkert endilega fyrirstaða.

Er ekki að pæla í alveg mega pro dæmi eða neitt svoleiðis, en allavega góða vél sem er gaman að taka myndir á og svoleiðis.

Ég veit ekkert um myndavélar þannig séð, þannig að þá er spurning hvort maður þurfi að keupa flass, euka linsur og það allt... Hef verið að eins að skoða Canon og Nikon.

Með von um góð svör.

Kv: Anton Örn

Author:  bimmer [ Fri 15. Oct 2010 20:22 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Talaðu við Hauk Racer - hann er með nýlega Canon vél sem hann vill selja -
ætlar að fá sér betri vél fyrir ljosmyndakeppni.is keppnirnar.

Author:  bErio [ Fri 15. Oct 2010 20:23 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Canon EOS 450-550D

Author:  Aron Andrew [ Fri 15. Oct 2010 20:29 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

bimmer wrote:
Talaðu við Hauk Racer - hann er með nýlega Canon vél sem hann vill selja -
ætlar að fá sér betri vél fyrir ljosmyndakeppni.is keppnirnar.


:lol: :lol:

Author:  T-bone [ Fri 15. Oct 2010 20:36 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Hvar fær maður Canon hérna heima?

Og veistu hvernig vél Haukur er með til sölu Þórður?

Author:  bimmer [ Fri 15. Oct 2010 20:39 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

T-bone wrote:
Hvar fær maður Canon hérna heima?

Og veistu hvernig vél Haukur er með til sölu Þórður?


http://www.facebook.com/haukur.racer

Nýherji er með Canon.

Author:  Emil Örn [ Fri 15. Oct 2010 21:02 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Canon 550D er víst þrumugóð fyrir peninginn, Ace'ar öll test og er í ódýrari kantinum, og er hægt að fá með þrælfínni kittlinsu, 18-55mm.

Author:  Einarsss [ Fri 15. Oct 2010 21:06 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Ég keypti mér nýlega 550d .. mega flott vél 8) tekur 1080 HD video og er með 18,1mp flögu. Hef ekki lesið slæmt review um hana ennþá og allir segja að flagan sé alveg sambærilega við 7d flögu sem kostar hellings meiri pening.

Author:  T-bone [ Fri 15. Oct 2010 21:18 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Mér var bent á að fá mér ekki myndavél með videoupptöku. Eruð þið ósammála því?

Author:  Einarsss [ Fri 15. Oct 2010 21:26 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

T-bone wrote:
Mér var bent á að fá mér ekki myndavél með videoupptöku. Eruð þið ósammála því?



allavega á 550d.. þvílíkt flott video sem er hægt að taka upp með þessu, tjekkaði á vimeo.com og leitaðu eftir 550d

Author:  Vargur [ Fri 15. Oct 2010 23:14 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Ég var að fara upp í 550D og hún er hreint út sagt frábær. Var að hugsa um 5D eða 50D en endaði í 550D og sé ekki eftir því. Frábær vél, ekki of þung og 18 mpxlar !
Mæli samt með góðri linsu og taka þá frekar ódýrari vél.
120þús kr linsa og 30þús króna vél er að mínu mati betra en 30þús kr linsa og 120þús kr vél.

Author:  Jón Ragnar [ Sat 16. Oct 2010 00:02 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

550D er AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAALLT fyrir aurinn

Bróðir minn var að fá sér þannig græju
Einarss er með þannig og ég stefni á að fá mér þannig til að replace-a 300D vélina mína

Author:  jonthor [ Mon 18. Oct 2010 09:37 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

John Rogers wrote:
550D er AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAALLT fyrir aurinn

Bróðir minn var að fá sér þannig græju
Einarss er með þannig og ég stefni á að fá mér þannig til að replace-a 300D vélina mína


Ég á einmitt 550D og er mjög ánægður, þá sérstaklega að vélin geti líka tekið HD video. Færð tvær græjur í einni vél, án þess að compomize-a á myndgæðum myndavélarinnar.

Off-topic: Givf BMW 550D!

Author:  Haukur.RACER [ Mon 18. Oct 2010 09:53 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

hehehe.. :) góð lesning á mánudagsmorgni.

En ég er með 550D vél sem er ég er til í að selja.. afþví að ég er að spá í að nýta tækifærið þegar mamma gamla fer til usa og fá mér xxD vél.
Það er nú ekki útaf ljósmyndakeppni.is .. en ég skil þó húmorinn :D :D

Það er einfaldlega sökum þess að ég er vængefin dellukall og kann mér aldrei hóf, er víst þekktur fyrir það í mínu vinahóp...

En ef einhverjum langar í 550D og fá svo gott sem nýja vél með afslætti og tösku í kaupbæti, þá endilega hafið samband :)

kv.

RACER dellukall..
S: 6699634

Author:  T-bone [ Mon 18. Oct 2010 10:27 ]
Post subject:  Re: Myndavélakaup - hvað á að kaupa?

Ég þakka svörin. Finnst 550D heldur dýr fyrir fyrstu svona vélina.

Fyrir valinu varð 400D með mega flottri tösku, battery pack og unit fyrir AA rafhlöður, 18-55 og 55-200 linsur, mjög flottur og léttur ál þrífótur og tvö 8gb minniskort. Bara sáttur með þetta.


Er búinn að vera að fikta aðeins á þetta, en hef náttúrulega enga reynslu af svona myndavélum. Er búinn að vera að fikta svolítið á manual stillingunni, en er ekki alveg að ná því hvernig maður á að nota ljósoppið og shutter speed við hvaða skilirði...

Svo er það. Er ekki fínt að hafa vélina stillta þannig að á auto taki hún jpg, og á hinum stillingunum tekur hún á raw? þarf maður að vinna allar raw myndir og svo framvegis? :oops:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/