bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tölvuhjálp
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47455
Page 1 of 1

Author:  jens [ Sun 10. Oct 2010 21:31 ]
Post subject:  Tölvuhjálp

Vantar svo hjálp með tölvuna mína.

Ég er með tvær nákvæmlega eins fartölvur heima og báðar wireless, málið er að önnur kemur með "limited Connectivity" og það er alveg sama hvað trik ég nota sem ég kann, kem henni ekki í samband við wireless netið. Hin vélin virkar fínt.
Öll ráð vel þegin.

Author:  SteiniDJ [ Sun 10. Oct 2010 21:35 ]
Post subject:  Re: Tölvuhjálp

Er það bara svona við eitt ákveðið WAN eða er það á öllum? Ef þetta er unique fyrir þessa tengingu, athugaðu hvort routerinn sé ekki örugglega að hleypa í gegn MAC addressunni þinni og að allar stillingar séu sambærilegar.

Svo skaltu athuga hvort DHCP sé að útdeila þér IP tölu, eða hvort þú (eða einhver) hafi skilgreint hana handvirkt.

Author:  Danni [ Sun 10. Oct 2010 21:42 ]
Post subject:  Re: Tölvuhjálp

Ég lenti í þessu með einu fartölvuna sem ég hef átt. Keypti hana 2004. Það var gallað loftnetið fyrir þráðlausa netið sem er innaní rammanum fyrir skjáinn, þurfti að fara með hana í viðgerð og fá því skipt út og síðan þá hefur hún fengið top samband hvar sem er.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/