bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

vetrardekkjavalkvíði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47436
Page 1 of 1

Author:  Maggi B [ Sat 09. Oct 2010 15:57 ]
Post subject:  vetrardekkjavalkvíði

Sælir, ég er að fara að panta mér dekk á nissaninn hjá mér, og það sem lýtur best út í verði vs gæði og reviews er Pirelli Sottozero serie II
En þar sem að það eru svo allt allt allt aðrar aðstæður í usa þá er erfitt að taka mark á reviews frá fólki og mig langaði að spyrja hvort einhver ykkar hafi prufað þessi dekk ?

Image

Author:  maxel [ Sat 09. Oct 2010 19:30 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Nokian Hakkapeliitta

Author:  Svessi [ Sun 17. Oct 2010 12:41 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

maxel wrote:
Nokian Hakkapeliitta

:thup: X2

Eins og þú greinilega veist sjálfur, farðu varlega í það að panta þér vetrardekk frá USA til að nota hér heima í snjó.
Ekki láta þér detta það í hug að kaupa all season dekk og ætla þér að nota þau að vetri til hérna, því í mörgun tilfellum eru þau bara eins og sumardekk.

Því miður hef ég ekki reynslu af þessum Pirelli dekkjum.

Author:  Alpina [ Sun 17. Oct 2010 13:15 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

maxel wrote:
Nokian Hakkapeliitta


Sammála þessu vali ,, alveg frábær vetrardekk

Author:  jon mar [ Sun 17. Oct 2010 14:14 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Michelin Ice-X fyrir mig takk.



Pæla í því að þessi voðalega fínu heilsársdekk sem margir elska eru jafn vonlaus vetrardekk og þau eru sumardekk :lol:

Author:  98.OKT [ Sun 17. Oct 2010 18:30 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Alpina wrote:
maxel wrote:
Nokian Hakkapeliitta


Sammála þessu vali ,, alveg frábær vetrardekk



Þessi dekk hafa komið mjög vel út, ég setti bílinn minn einmitt á svona dekk fyrir þennan vetur, og hlakka mikið til að keyra um í snjónum í vetur á þeim :)

Author:  basten [ Sun 17. Oct 2010 21:14 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Ég er með 17" Michelin X-Ice negld og er að fara setja þau undir fjórða veturinn í röð. Hefði aldrei trúað því að vetrarfekk gætu dugað svona lengi, en það er max 20% af nöglunum farnir úr dekkjunum og nóg eftir af mynstrinu. Hrikalega gott grip í þeim, sérstaklega úti á þjóðvegi í hálku.
Þau kosta sitt en fyrir mína parti hafa þau margborgað sig.

PS. Er að aka milli 19 og 20 þús km á ári og bý á Norðurlandi þar sem ég set dekkin undir yfirleitt í lok okt og fram í apríl.

Author:  Viggóhelgi [ Mon 18. Oct 2010 09:25 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Nelgd X-ice - míkróskorinn og þar eftir götunum.... æði!

Author:  Axel Jóhann [ Mon 18. Oct 2010 11:33 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Wanli vetrardekkin, hafa þjónað mér mjög vel!


Annars á ég líka ganga af 205/75R15 negldum frá Norðdekk(Eldgömul) Og þau SVÍNVIRKA! Bíllinn breytist í jeppa með þetta undir.

Author:  gunnar [ Mon 18. Oct 2010 12:50 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Ég bara er ekki að ná því hvað margir hérna virðast fíla þessi Wanli dekk :lol:

Ekki nóg með að þetta kjölhristi bílinn hjá mér þegar þetta var undir heldur var gripið í þessu EKKERT, ég slædaði á 4wd Subaru druslunni hjá mér ef ég tók beygju á of miklum hraða í bleytu á Wanli draslinu, á rennislettu sumardekkjunum mínum þá svíngripu dekkin við sömu aðstæður :lol:

Author:  Grétar G. [ Mon 18. Oct 2010 13:23 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Hvaðan eru menn að panta þetta að utan,, þarf að fara redda mér vetrardekkjum

Author:  Hrannar E. [ Mon 18. Oct 2010 16:41 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

gunnar wrote:
Ég bara er ekki að ná því hvað margir hérna virðast fíla þessi Wanli dekk :lol:

Ekki nóg með að þetta kjölhristi bílinn hjá mér þegar þetta var undir heldur var gripið í þessu EKKERT, ég slædaði á 4wd Subaru druslunni hjá mér ef ég tók beygju á of miklum hraða í bleytu á Wanli draslinu, á rennislettu sumardekkjunum mínum þá svíngripu dekkin við sömu aðstæður :lol:


Á þetta bara við um vetrardekkin frá þeim eða eru sumardekkin svona líka ?

Author:  srr [ Mon 18. Oct 2010 16:52 ]
Post subject:  Re: vetrardekkjavalkvíði

Undanfarin ár hafa þessar þrár tegundir þjónað mér mjög vel:

Michelin Alpin A2 ónegld vetrardekk
Michelin X-Ice nagladekk
Cooper Weathermaster ST-2 nagladekk

Myndi keyra um á þessum tegundum anytime að vetri til og telja mig vera öruggan.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/