bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
auka lífeyrissparnaður https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47136 |
Page 1 of 2 |
Author: | siggik1 [ Wed 22. Sep 2010 10:41 ] |
Post subject: | auka lífeyrissparnaður |
nú er verið að reyna selja manni þetta villt og galið, ég hætti með þetta þegar allt hrundi, þá er spurt hvar er "best" að fara ? einhver spekingur sem hefur skoðun á þessu |
Author: | Jón Ragnar [ Wed 22. Sep 2010 10:48 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
Ég er í Vista, virkar fínt á mig |
Author: | JOGA [ Wed 22. Sep 2010 11:07 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
Hjá Frjálsa getur þú látið hluta af skildusparnaðinum undir viðbótarlífeyrissparnað líka. Það gerir að verkum miðað við núverandi löggjöf að almannatryggingar þínar skerðast ekki jafn mikið (viðbótarlífeyrissparnaður hafa ekki áhrif á þær). Það skilar því meiri aurum í þinn vasa þegar að þar að kemur. |
Author: | Jón Ragnar [ Wed 22. Sep 2010 11:23 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
JOGA wrote: Hjá Frjálsa getur þú látið hluta af skildusparnaðinum undir viðbótarlífeyrissparnað líka. Það gerir að verkum miðað við núverandi löggjöf að almannatryggingar þínar skerðast ekki jafn mikið (viðbótarlífeyrissparnaður hafa ekki áhrif á þær). Það skilar því meiri aurum í þinn vasa þegar að þar að kemur. Vissi þetta ekki, gott að vita þetta Vill fá skyldusparnað aftur á alla ![]() |
Author: | saemi [ Wed 22. Sep 2010 13:00 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
Setja þetta í Bayern líf. Svo þegar að því kemur, ef þvið verðum ekki inni í EU, þá flytur maður lögheimilið út og borgar ekki 50% í skatt þegar maður fær þetta útborgað ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Wed 22. Sep 2010 17:07 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
allíanz |
Author: | JOGA [ Wed 22. Sep 2010 17:23 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
Axel Jóhann wrote: allíanz Finnst nú samt pínu kjánalegt fyrir þá með tekjur í ISK að spara bara í EUR. Reyndar ekkert svo vitlaust núna meðan að gengið er sæmilega stöðugt og fjárfestingatækifæri hér eru af skornum skammti en allt of mikil áhætta að mínu viti. Ef það er hægt að spara hjá þeim í ISK þá endilega leiðréttið mig. |
Author: | Axel Jóhann [ Wed 22. Sep 2010 17:26 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
JOGA wrote: Axel Jóhann wrote: allíanz Finnst nú samt pínu kjánalegt fyrir þá með tekjur í ISK að spara bara í EUR. Reyndar ekkert svo vitlaust núna meðan að gengið er sæmilega stöðugt og fjárfestingatækifæri hér eru af skornum skammti en allt of mikil áhætta að mínu viti. Ef það er hægt að spara hjá þeim í ISK þá endilega leiðréttið mig. Ég hef einstaklega lítið vit á þessu, en ég er allavega með viðabótarlífeyrinn í Allianz |
Author: | siggik1 [ Wed 22. Sep 2010 19:10 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
hmm já, spurning með frjálsa, takk fyrir þessa pósta strákar |
Author: | Logi [ Wed 22. Sep 2010 20:19 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
Ég er hjá Bayern-Líf, skoðaði þetta mikið á sínum tíma og endaði þar! |
Author: | HAMAR [ Wed 22. Sep 2010 23:57 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
Ég er með minn sparnað hjá Friends Provident, reyndar ekki viðbótarlífeyrissparnaður, en konan er með viðbótarlífeyrissparnað hjá Alians. Ég legg bara ekki í að setja minn sparnað inn hjá íslensku peningafyrirtæki. |
Author: | Viggóhelgi [ Thu 23. Sep 2010 11:35 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
saemi wrote: Setja þetta í Bayern líf. Svo þegar að því kemur, ef þvið verðum ekki inni í EU, þá flytur maður lögheimilið út og borgar ekki 50% í skatt þegar maður fær þetta útborgað ![]() algjörlege! - lang sniðugast.. |
Author: | markusk [ Thu 23. Sep 2010 11:45 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
JOGA wrote: Axel Jóhann wrote: allíanz Finnst nú samt pínu kjánalegt fyrir þá með tekjur í ISK að spara bara í EUR. Reyndar ekkert svo vitlaust núna meðan að gengið er sæmilega stöðugt og fjárfestingatækifæri hér eru af skornum skammti en allt of mikil áhætta að mínu viti. Ef það er hægt að spara hjá þeim í ISK þá endilega leiðréttið mig. Hvernig færðu það út að það sé alltof mikil áhætta? Ég myndi frekar telja það meiri áhættu að hafa þetta í einhverju ísl. fyrirtæki... |
Author: | JOGA [ Thu 23. Sep 2010 12:06 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
markusk wrote: JOGA wrote: Axel Jóhann wrote: allíanz Finnst nú samt pínu kjánalegt fyrir þá með tekjur í ISK að spara bara í EUR. Reyndar ekkert svo vitlaust núna meðan að gengið er sæmilega stöðugt og fjárfestingatækifæri hér eru af skornum skammti en allt of mikil áhætta að mínu viti. Ef það er hægt að spara hjá þeim í ISK þá endilega leiðréttið mig. Hvernig færðu það út að það sé alltof mikil áhætta? Ég myndi frekar telja það meiri áhættu að hafa þetta í einhverju ísl. fyrirtæki... Er þetta byggt á einhverjum sérstökum upplýsingum? Það eru alveg til góðir eignastýringarmenn á Íslandi. Það er samt sem áður þannig að það eru takmörkuð tækifæri til að fjárfesta þegar gengishöft gera fjárfestingar erlendis ill mögulegar og gjaldeyrisstýringu ómögulega. En áhættan felst í því að ef að sparað er í EUR en tekjur eru ISK þá er í dag ekki góður tími til að fjárfesta erlendis á meðan krónan er í sögulegu lágmarki svo til. Þetta er alveg eins og það var ekki sniðugt að taka lán í erlendri mynt þegar að krónan var sem sterkust. Ef þú borgar t.d. inn 1 m.kr. núna og færð 10% ávöxtun á ári í erlendum sjóð í tvö ár. Þá ert þú búinn að ávaxta um 210þús.kr. Ef að krónan styrkist á sama tímabili um segjum 15% þá mjög lítið eftir í ISK þó svo að sjóðurinn geti sagt að hann hafi skilað 10% raun ávöxtun á sjóðnum sjálfum. Þetta myndi ég kalla áhættu. Það er samt ekkert mál að fjárfesta í erlendum sjóðum ef fólk tekur upplýsta ákvörðun um þetta og metur það svo að ávöxtun í erlendum sjóðum umfram íslenska skili meiru en nemur gjaldeyrisáhættu. |
Author: | fart [ Thu 23. Sep 2010 14:32 ] |
Post subject: | Re: auka lífeyrissparnaður |
Sem Íslendingur, með íslenskar skuldbindingar og íslenskar tekjur er meiri áhætta að safna sparnaði í EUR en ISK. Það gildir nákvæmlega sama prinsipið og með það að taka lán í öðrum gjaldmiðli en þeim sem maður er með cashflow í og að spara í öðrum gjaldmiðli en maður er með framtíðarskuldbindingar í. Nema að viðkomandi geri ráð fyrir því að taka út lífeyrinn t.d. í Evrulandi, allavega þennan hluta hans, þá myndi þetta meika sens, enda er hann að hedge-a (verja) framtíðarlifistandard erlendis. En að safna í erlendu eykur áhættu fyrir þann sem ætlar að verða gamall á Íslandi. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |