Kristjan wrote:
Ég vil byrja á að segja að ég ber mikla virðingu fyrir mönnum sem eru að taka myndir af atburðum.
Fúlt þykir mér hinsvegar að það eru alltaf að koma færri og færri myndir á netið frá hinum og þessum atburðum vegna þess að menn hafa ekki tíma til að "vinna" þær.
Er virkilega nauðsynlegt að photosjoppa hverja einustu mynd áður en hún er sett á netið?
Er ekki bara nóg að láta picasa watermarka þær og henda þessu strax á netið?
Ég bara spyr...
Mín vegna þurfa menn ekkert að gera og græja, setja þær bara frekar á netið og leyfa fólki að njóta þeirra.

Ef maður horfir á þetta frá öðru sjónarhorni þá breytist nú myndin.
Tökum til dæmis bíl, þegar þú þrífur bílinn þinn þá viltu nú ekki láta sjá það að þú hafir gleymt einum blett hér og þar er það nokkuð? Tala nú ekki um ef bíllinn er að fara á stað þar sem margir sjá hann...
Ég kýs að þrífa bílinn minn vel og þurrka eftirá, eins kýs ég að taka myndir og vinna smá eftirá til að gera þær flottari en ekki að hafa þær eins hráar og þær eru beint úr vélinni. Það breytir flottri mynd oftar en ekki í geggjaða

.
Svo vinn ég myndirnar ekki mikið heldur laga ég aðeins til lýsingu og lit.
Svo má fólk ekki gleyma að það tekur slatta tíma að fara í gegnum allar myndirnar sem voru teknar og velja þær sem eiga að fara á netið

_________________
Rafnar S. ZZ-658 1999 BMW M5 [BIVIVV] (Gamli Romeo)
Gamlir
RU-479 1997 BMW 523iA (Gamli BIVIVV) - Rifinn og skel hent í Noregi
1999 - BMW 540i/6 (driftbíll, seldur í Noregi)
1991 - BMW 850ci - Ónýtur eftir árekstur í Noregi
