bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Í þessum þræði rífumst við um Vestmannaeyjar... í 2D.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=47071
Page 1 of 7

Author:  ppp [ Sat 18. Sep 2010 22:29 ]
Post subject:  Í þessum þræði rífumst við um Vestmannaeyjar... í 2D.

Jæja, ég sit hérna í laugardagsveikindum, og í stað þess að gera eitthvað að viti þá ákvað ég að byrja að gera lógó.


1) Þar sem við ætlum að hafa þetta í anda alvöru krafts lógosins þá byrjum við á því að tracea eitt stykki ísland í fullum gæðum til að byrja með amk:
Image



2) Bætum við smá bevels til að gefa þessu þykkt. Annars er svona frekar tilgangslaust að hafa þetta í þrívídd:
Image
Image



3) Núna gerum við BMW roundelið. Ég byrjaði á því að varpa (projecta) bara BMW logoinu á cylinder sem ég bjó til. Það virkar ágætlega ef maður fer ekki of nálægt lógóinu, því að ef maður gerir það þá fer þetta allt að blörrast illilega, þannig að þetta er bara tímabundið þangað til stafirnir eru módelaðir líka:
Image



4) Byrjaður á stöfunum hérna, og nota myndina sem ég varpaði á cylinderinn sem viðmið um hvernig þeir eiga að vera:
Image



5) Svona einhvernveginn, en eitthvað er samt mjög, mjög rangt við þessa mynd, og það eru aðallega hornin á roundelinu. (Þetta þurfa að vera skarpari línur):
Image



6) Hér er búið að skerpa innri og ytri hringinn, og lookið á þessu er orðið meira eins og eitthvað sem við könnumst við:
Image



7) Afþví að stafirnir eru núna módelaðir en ekki projected texture, þá helst lógóið alveg sama hversu nálægt maður fer:
Image
Image




Svo er það spurning hvað maður gerir næst. Hafa Íslandið ská út úr miðjunni? Fljótandi fyrir frama roundelið? Jafnvel kannski einfalda það eins og BMWKrafts merkið er? Hafa það litað með bláum kross eða krómað? Og hvað á maður að gera við miðjuna á roundelinu sjálfu?

Erfitt að segja. Þetta er svona brainstorming sem maður gerir yfirleitt áður en maður leggur í að henda þessu upp í þrívídd, en mér leiddist aðeins í kvöld og nennti ekki að teikna.

Framhald síðar, og ef einhver ykkar hefur einhverjar dúndur hugmyndir þá er það ekki verra, því að ég er ekki alveg með að tæru hvert ég er að fara með þetta.

Author:  Bjarkih [ Sat 18. Sep 2010 22:34 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Láta Ísland snúast inni í hringnum á lóðréttum ás? Ef þú ert mjög metnaðarfullur þá náttúrulega renderar þú landið í réttri hæð miðað við landakort :lol:

Author:  ppp [ Sat 18. Sep 2010 22:57 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Bjarkih wrote:
Láta Ísland snúast inni í hringnum á lóðréttum ás? Ef þú ert mjög metnaðarfullur þá náttúrulega renderar þú landið í réttri hæð miðað við landakort :lol:


Mér finnst ísland eiginlega ekki passa nógu vel "allt" inn í miðjuna á roundelinu. Of mikið dead space. Það er samt kannski hægt að láta part af því fitta vel þarna inn, og gera svo eitthvað við deadspaceið fyrir aftan.


Myndin í efra vinstra horni er beint sjónarhorn áfram með íslandi í miðjunni:
Image

Og þetta með landakorts hæðina er kannski ekki svo galin hugmynd, og mjög auðvelt reyndar ;) Þarf bara að finna elevation map og þá er lítið mál að bumpa þetta.

Author:  bimmer [ Sat 18. Sep 2010 23:04 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Dead spaceið er fínt fyrir bmw "propellerinn" :wink:

Author:  Bjarkih [ Sat 18. Sep 2010 23:05 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

ppp wrote:
Bjarkih wrote:
Láta Ísland snúast inni í hringnum á lóðréttum ás? Ef þú ert mjög metnaðarfullur þá náttúrulega renderar þú landið í réttri hæð miðað við landakort :lol:


Mér finnst ísland eiginlega ekki passa nógu vel "allt" inn í miðjuna á roundelinu. Of mikið dead space. Það er samt kannski hægt að láta part af því fitta vel þarna inn, og gera svo eitthvað við deadspaceið fyrir aftan.


Myndin í efra vinstra horni er beint sjónarhorn áfram með íslandi í miðjunni:
http://i.imgur.com/5DeN9.jpg

Og þetta með landakorts hæðina er kannski ekki svo galin hugmynd, og mjög auðvelt reyndar ;) Þarf bara að finna elevation map og þá er lítið mál að bumpa þetta.


ég veit alveg hvað þú gerir með dead space-ið, setur ///M logo þar 8)

Author:  gardara [ Sat 18. Sep 2010 23:05 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Væri ekki sniðugt að bæta við "kraftur" neðst á svarta borðanum?

Author:  ppp [ Sat 18. Sep 2010 23:22 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

gardara wrote:
Væri ekki sniðugt að bæta við "kraftur" neðst á svarta borðanum?


Ég er einmitt að skoða það, og er að prufa mismunandi leturstærð og þykkt og annað.

Kemur ekki nógu vel út hérna, en það er hægt að ná þessu betur með smá fikti:
Image

(p.s. "KRAFTUR" stafirnir á þessari mynd hafa enga þykkt. Er bara að prófa þetta gróflega.)

Author:  jens [ Sat 18. Sep 2010 23:27 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

:thup:

Author:  Joibs [ Sun 19. Sep 2010 00:36 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

væri geðveigt ef þú myndir síðan gera skjákvílu í síma úr þessu þegar þú ert búinn
(semsagt svona gif sem sníst í hringi)

er með í mínum síma bmw merkið í skjá kvíld sem sníst í hringi drullu töff 8)
en það er búið að loka síðuni sem hún var á þannig ég get ekki sínt ykkur hana :(

annars fynst mér þetta drullu töff þótt að það sé svona dead space, er ekki bara málið að hafa ísland eins og logoið hérna á litin en dead space-ið akkurat övugt, semsagt þar sem bláa er á ísl er hvít í dead space-inu :D

Author:  ppp [ Sun 19. Sep 2010 01:07 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Screensavers, desktop backgrounds, símamyndir, avatars, jájá það er lítið mál að gera allt mögulegt úr þessu þegar þetta er ready.

Author:  ppp [ Sun 19. Sep 2010 17:32 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Jæja ég henti miðju á þetta drasl og er þá kominn með fullt BMW logo í 3D sem er hægt að breyta í eitthvað sniðugt:

Image

=

Image

(Lýsingin þarna ekki alveg sú besta, ljósunum bara kastað saman einhvernvegin gróflega.)

Author:  Alpina [ Sun 19. Sep 2010 18:36 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Þar sem við T-REX erum af sömu kynslóð þá er þetta MEGA flott fyrir mitt leiti 8)

er eiginlega gáttaður hvað þetta er stórsnjöll hugmynd :thup: :thup:

Author:  Emil Örn [ Thu 23. Sep 2010 21:54 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Þetta er snilld!

Author:  gunnar [ Fri 24. Sep 2010 12:21 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Mitt nýja desktop :thup:

Author:  ppp [ Fri 24. Sep 2010 17:13 ]
Post subject:  Re: Í þessum þræði gerum við BMW Krafts lógo... í 3D.

Fikta örugglega meira í þessu núna um helgina. Það var erfitt að finna tíma fyrir þetta í vikunni.

Page 1 of 7 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/