markusk wrote:
JOGA wrote:
Axel Jóhann wrote:
allíanz
Finnst nú samt pínu kjánalegt fyrir þá með tekjur í ISK að spara bara í EUR.
Reyndar ekkert svo vitlaust núna meðan að gengið er sæmilega stöðugt og fjárfestingatækifæri hér eru af skornum skammti en
allt of mikil áhætta að mínu viti.
Ef það er hægt að spara hjá þeim í ISK þá endilega leiðréttið mig.
Hvernig færðu það út að það sé alltof mikil áhætta? Ég
myndi frekar telja það meiri áhættu að hafa þetta í einhverju ísl. fyrirtæki...
Er þetta byggt á einhverjum sérstökum upplýsingum? Það eru alveg til góðir eignastýringarmenn á Íslandi.
Það er samt sem áður þannig að það eru takmörkuð tækifæri til að fjárfesta þegar gengishöft gera fjárfestingar erlendis ill mögulegar og gjaldeyrisstýringu ómögulega.
En áhættan felst í því að ef að sparað er í EUR en tekjur eru ISK þá er í dag ekki góður tími til að fjárfesta erlendis á meðan krónan er í sögulegu lágmarki svo til. Þetta er alveg eins og það var ekki sniðugt að taka lán í erlendri mynt þegar að krónan var sem sterkust.
Ef þú borgar t.d. inn 1 m.kr. núna og færð 10% ávöxtun á ári í erlendum sjóð í tvö ár. Þá ert þú búinn að ávaxta um 210þús.kr.
Ef að krónan styrkist á sama tímabili um segjum 15% þá mjög lítið eftir í ISK þó svo að sjóðurinn geti sagt að hann hafi skilað 10% raun ávöxtun á sjóðnum sjálfum. Þetta myndi ég kalla áhættu.
Það er samt ekkert mál að fjárfesta í erlendum sjóðum ef fólk tekur upplýsta ákvörðun um þetta og metur það svo að ávöxtun í erlendum sjóðum umfram íslenska skili meiru en nemur gjaldeyrisáhættu.