bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Sá nýja Mazda RX8 í gær - bláa https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4701 |
Page 1 of 3 |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 09:12 ] |
Post subject: | Sá nýja Mazda RX8 í gær - bláa |
OG jedúddamías.... þetta er GEÐVEIKUR bíll, rosalega fallegur.... I want one.... Eru einhverjir fleiri búnir að sjá þetta tæki? Kom reyndar á óvart að sjá hvað hann er lítill, en það er auðvitað jákvætt ![]() |
Author: | Spiderman [ Wed 25. Feb 2004 09:15 ] |
Post subject: | Re: Sá nýja Mazda RX8 í gær - bláa |
bebecar wrote: OG jedúddamías.... þetta er GEÐVEIKUR bíll, rosalega fallegur.... I want one....
Eru einhverjir fleiri búnir að sjá þetta tæki? Kom reyndar á óvart að sjá hvað hann er lítill, en það er auðvitað jákvætt ![]() Heyrðu kallinn, ég hélt að þú værir ekkert hrifinn af litnum ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 09:18 ] |
Post subject: | |
Ég hélt það líka - en hann kom bara ágætlega út. Ég held samt að ég tæki rauðann eða gulann frekar.... |
Author: | Spiderman [ Wed 25. Feb 2004 09:22 ] |
Post subject: | |
Það voru einhverjir að spá í því hér á spjallinum hvað þessi bíll hefði fram yfir þann gráa. Eftir ítarlega skoðun á þeim gráa í gær, er niðurstaða sú að blái er auk þess með Cruise-control, dimmer í spegli, bílskúrshurðaopnara, krómaða þríhyrninga að framan og aftan, aflmeiri vél og metalic lakk. En eins og ég hef áður sagt, finnst mér bíllinn í Ræsi mjög vel útbúinn. |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 09:27 ] |
Post subject: | |
Ég myndi ekkert láta útbúnaðinn stoppa mig, bara fá stærri vélina takk fyrir. Jú, og helst lítið sem ekkert króm - mér finnst það bara ekki tilheyra á nýjum bílum, ekkert frekar en viðarklæðning á hliðar á jeppum - þetta er einfaldlega barn síns tíma. |
Author: | Spiderman [ Wed 25. Feb 2004 09:46 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Ég hélt það líka - en hann kom bara ágætlega út. Ég held samt að ég tæki rauðann eða gulann frekar....
Sammála, þessi bíll á að vera í sterkum lit, silfurlitaði er ekki alveg að meika það ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 09:59 ] |
Post subject: | |
Ég er sammála, eins og silfurliturinn fer sportbílum oft vel þá er hann bara oft daufur á þetta boddý, þessvegna kom einmitt blái liturinn svona vel út. |
Author: | vallio [ Wed 25. Feb 2004 10:21 ] |
Post subject: | |
er að koma til RVK um helgina, get ekki beðið eftir að sjá rx8... verður hann ekki poppþétt ennþá í RÆSI á föstudaginn því annars verð ég ![]() |
Author: | Leikmaður [ Wed 25. Feb 2004 10:22 ] |
Post subject: | |
...gæjinn sem að á þennan bíl er með félaga mínum í Háskóla Reykjavíkur (þannig að hann ætti að standa þar fyrir utan ef fólk vill kíkja á hann). Sagan segir að hann hafi sótt hann út á leifsstöð, að hann hafi komið með flugi ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 10:25 ] |
Post subject: | |
Það er assskoti svalt að fá bíl með flugi.... |
Author: | fart [ Wed 25. Feb 2004 10:36 ] |
Post subject: | |
Grandinn minn kom með flugi. Sá líka þennan bláa í gær, hann er ágætlega flottur, fyrst hélt ég reyndar að ég væri að mæta Prowler. |
Author: | Spiderman [ Wed 25. Feb 2004 10:42 ] |
Post subject: | |
fart wrote: Grandinn minn kom með flugi.
Sá líka þennan bláa í gær, hann er ágætlega flottur, fyrst hélt ég reyndar að ég væri að mæta Prowler. Það var fullt af bílum að koma með flugi þegar við sóttum RX-8. T.d nýr Range Rover, Gulur Mustang 71 módel og nokkrir nýlegir Amerískir bílar. |
Author: | Aron [ Wed 25. Feb 2004 10:48 ] |
Post subject: | |
Ég sá hann á laugardaginn og bílstjórinn minn hélt að ég væri að fá einhvern skonar áfall þegar að ég reyndi að útskýra fyrir honum hvernig bíl við vorum að mæta |
Author: | arnib [ Wed 25. Feb 2004 11:11 ] |
Post subject: | |
Aron wrote: Ég sá hann á laugardaginn og bílstjórinn minn hélt að ég væri að fá einhvern skonar áfall þegar að ég reyndi að útskýra fyrir honum hvernig bíl við vorum að mæta
Bílstjórinn minn? ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 25. Feb 2004 13:17 ] |
Post subject: | |
Þessi bíll er bara 100% það sem ég er að leita að! Verst mig vantar pening.... 231 hestafla Challenge útgáfan kostar 3.490.000, til gamans má geta þess að Celica og MR2 kosta 3 milljónir og eru 192 og 142 hestöfl, Avensis 2.0 ssk kostar rúmar þrjár! En RX-8 er málið; hann er með LSD, loftkælingu og Bose hljómkerfi með 9 hátölurum. Reyndar kostar Revolution útgáfan ekki nema 300 þús í viðbót og þá færðu, leður, lúgu, Xenon og 18" felgur og dekk... Djöööööö, ég vildi að ég væri á markaðnum fyrir nýjan bíl ![]() Svo er ég mjög vel sáttur við að bíllinn sé 6.4 sekúndur í 100 km ![]() |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |