bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vont bensín
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=46634
Page 1 of 3

Author:  gunnar [ Sun 29. Aug 2010 01:01 ]
Post subject:  Vont bensín

Hafa menn eitthvað verið að fylgjast með þessari umræðu?

Frekar slæmt ef olíufélögin eru farin að valda skaða á bílum ef þessar fregnir reynast réttar.

http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... 6934-98okt

Quote:
Þetta er einmitt málið í dag að olíufélöginn eru að flytja inn ónýtt eldsneiti og eru að setja bætiefni í það til að ná upp oktan tölunni, þetta er bæði á 98 og 95 oct. Eitt af bílaumboðunum hér sendi kerti út til framleiðandas til að fá skýrinu á því hvers vegna öll kertin fá rauða húð á sig og einangrast og þá fengu þeir þessi skila boð að það væri verið að keyra á ónýtu eldsneyti sem væri verið að peppa um til að ná vissum octan stöðlum.

Hér er svo mynd af O2 skynjara var tekninn úr einum Ford Expidison í fyrra dag, öll kerti voru vel rauð, spíssar stífflaðir og O2 var svona
Bíllinn var að mig minnir keyrður um 10000 km.
Image


Svezel Skrifaði:

Quote:
Það er nú eitthvað meira en lítið undarlegt við þetta eldsneyti sem er á markaði í dag, annaðhvort eru allir tankar fullir af drullu eða olíufélögin farin að flytja inn eitthvað sull til að spara.

Er með VW TDi sem hefur keyrt eins og herforingi i mörg ár á allskonar olíu en er núna hættur að halda boosti þar sem hann skynjar vonda olíu, pabbi er með Ram 5.7 Hemi sem er hættur að ganga á 8 og ég þekki mörg önnur dæmi.

Varla eru allir þessir bílar að bila á sama tíma...

Author:  jens [ Sun 29. Aug 2010 01:56 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

...og í sambandi við gott bensín, hvað segja menn um 95 okt Vpower.

Author:  Dóri- [ Sun 29. Aug 2010 05:52 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

veit að ég tók til dæmis 98 oct á rallybílinn fyrir síðustu keppni og ég fékk bara fret og alskonar sprengingar, svo tók ég bara 95 og hann varð skárri en leiðinlegt að keyra á 95 ef að maður er að blása meira en stock.

Author:  Maddi.. [ Sun 29. Aug 2010 06:25 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

Getur þá ekki verið að þetta sé líka með dísel? Pabbi var einmitt að ræða þetta við mig um daginn í jeppaferð, sagðist hafa verið búinn að taka eftir því undanfarið að jeppinn hans (Land Rover Discovery TDI) reykir miklu meira svörtu en venjulega, og sama var uppi á teningnum hjá hinum dísel bílunum í ferðinni. Hann sagðist gruna að olían sem er verið að flytja inn sé eitthvað verri..

Author:  Einarsss [ Sun 29. Aug 2010 07:47 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

Skipti um kerti í einum e30 fyrr í sumar og kertin voru með svona rauðri slykkju yfir sér, fann svo þetta um þetta á netinu


Red to purple deposits on one side of the core nose are an indication of a fuel additive. While many of these deposits are non-conductive and do not contribute to lack of performance, some fuel additives contain octane boosters that leave conductive deposits on the core nose. Care should be taken to select fuel additives which are compatible with ignition systems and do not contain conductive materials such as octane boosters.

Image

Frekar ömurlegt að vera kaupa lélegt bensín á okurverði sem þarf að bæta upp með oct booster

Author:  VanHalen [ Sun 29. Aug 2010 08:34 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

Hvað með FÍB eða Neytendastofu :? er einhver búinn að tala við þá ?

Author:  íbbi_ [ Sun 29. Aug 2010 11:18 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

það má þá þakka fyrir að menn eyðilögðu ekki mótora í sumar.. 98 á stöðini búnað vekja mikla lukku.. forstjóri N1 skráði sig á kvartmiluspjallið til að tjá sig um þetta.. og ransókn þeirra leiddi að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu að allt væri í himnalagi

Author:  Bjarkih [ Sun 29. Aug 2010 11:29 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

íbbi_ wrote:
það má þá þakka fyrir að menn eyðilögðu ekki mótora í sumar.. 98 á stöðini búnað vekja mikla lukku.. forstjóri N1 skráði sig á kvartmiluspjallið til að tjá sig um þetta.. og ransókn þeirra leiddi að sjálfsögðu að þeirri niðurstöðu að allt væri í himnalagi


Eiga olíufélögin ekki bara rannsóknarstofuna?

Author:  íbbi_ [ Sun 29. Aug 2010 12:12 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

þekki það ekki.

en það eru vel dubius hlutir búnir að vera í gangi varðandi bensín..
mér stendur ekki á sama þar sem ég á bíl sem þjappar yfir 11, 95 því ekki inní myndini

Author:  gunnar [ Sun 29. Aug 2010 12:15 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

Ég hefði alla vega stórar áhyggjur ef ég væri með svona monster mótor sem þyrfti alvöru bensín. Ekkert grín að grilla mótor vegna þess að bensínið var eitthvað kreppu-sull.

Author:  jon mar [ Sun 29. Aug 2010 12:49 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

ahhhh þarna koma ástæðan fyrir því að m30b35 er kraftlaust prump :mrgreen:


En þetta er ljóta málið ef þeir eru bara að selja eitthvað undirmáls-glundur sem toppvöru á toppverði. Slíkt kemur ekki á óvart samt, hvort sem það er kreppa eða ekki. Olíufélögin eru nú ekki heiðarlegustu fyrirtækin hér á landi gagnvart viðskiptavinum sínum.

Author:  Benz [ Mon 30. Aug 2010 10:47 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

Það er einn nátengdur mér sem á asískan dieseljeppa og fannst honum sem það væri eitthvað óeðlilegt hljóð í vélinni og lét kíkja á hana.
Fékk þau svör að dieselolían væri léleg. Hann var nú ekkert að "kaupa það" og hélt áfram að kaupa olíuna af sama fyrirtæki þar sem hann taldi sig vera fá hagstæðasta verðið.
Þegar "bankið" hætti ekki í vélinni fór hann aftur með bílinn til umboðsins og var tjáð af verkstæðiðsmanni þar að ef hann hætti ekki að kaupa olíuna á sama stað þá myndi vélin detta úr ábyrgð.
Þegar hann óskaði eftir því að fá það skriflegt að olía frá þessum tiltekna aðila mætti ekki nota í þessa bíla þá var honum tjáð að þeir gætu ekki orðið við því.... :roll:

Í staðinn var skipt um birgja og "bankið í vélinni" hætti eftir 1 tank og hefur ekki heyrst aftur :shock:
Og við erum ekki að tala um 1 litla stöð á landsbyggðinni með óhreina tank... :?

Author:  gardara [ Mon 30. Aug 2010 10:51 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

Atlandsolía?

Author:  Zed III [ Mon 30. Aug 2010 12:12 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

Benz wrote:
Það er einn nátengdur mér sem á asískan dieseljeppa og fannst honum sem það væri eitthvað óeðlilegt hljóð í vélinni og lét kíkja á hana.
Fékk þau svör að dieselolían væri léleg. Hann var nú ekkert að "kaupa það" og hélt áfram að kaupa olíuna af sama fyrirtæki þar sem hann taldi sig vera fá hagstæðasta verðið.
Þegar "bankið" hætti ekki í vélinni fór hann aftur með bílinn til umboðsins og var tjáð af verkstæðiðsmanni þar að ef hann hætti ekki að kaupa olíuna á sama stað þá myndi vélin detta úr ábyrgð.
Þegar hann óskaði eftir því að fá það skriflegt að olía frá þessum tiltekna aðila mætti ekki nota í þessa bíla þá var honum tjáð að þeir gætu ekki orðið við því.... :roll:

Í staðinn var skipt um birgja og "bankið í vélinni" hætti eftir 1 tank og hefur ekki heyrst aftur :shock:
Og við erum ekki að tala um 1 litla stöð á landsbyggðinni með óhreina tank... :?



Það þarf nú að fylgja með nafn fyrirtækisins þegar svona saga er sögð.

Author:  joik307 [ Mon 30. Aug 2010 13:23 ]
Post subject:  Re: Vont bensín

gardara wrote:
Atlandsolía?


Þetta er ekkert Tengt Atlandsolíu neitt eins og sumir hafa verið að meina, þó að eldsneitið sé ekkert skárra hjá þeim.
Skipti um kerti í bíl hjá Kunningja pabba míns, bíllinn var með leiðindar gangtruflanir og kertinn voru orðinn nokkuð rauð,
og það er maður sem hefur aldrei verslað við annað en Olis, og það meiri segja síðan það hét Bp það er svo langt síðan. Hann er trúr sínu félagi, eins og hann sagði þegar ég spurði hann út í það hvar hann tæki eldsneyti.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/