bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 21:23

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 28 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 01:46 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Feb 2007 20:43
Posts: 580
Einhver hér á kraftinum farið í LASIK augnaðger ?

Nú eru tvö fyrirtæki sem sérhæfa sig í þessu og þess vegna var ég að velta því fyrir mér hvort væri betra og hvert menn hefðu farið og gætu þá deilt reynslu sinni á því fyrirtæki.

Annars vegar er það
http://www.sjonlag.is og hinsvegar http://www.lasersjon.is

Líst rosavel á bæði en er samt ekki alveg að geta valið hvar maður færi í aðgerð.

Þeir með reynslu og einnig þeir sem eru í sömu hugleiðingum deilið reynslu ykkar og skoðunum ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 01:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Síðast þegar ég vissi, þá var Jóhannes @ Sjónlag sá eini sem er sérhæfður í þessu og minnir mig að hann hafi komið með þetta fyrstur til landsins. Annars fór mamma þangað og var mjög sátt. Þarf ekki að nota gleraugu í dag (var mjög fjarsýn) en finnst betra að nota lesgleraugu við mikinn lestur.

Vinur minn fór líka í svona aðgerð (veit ekki hvar það var, Lasersjón eða sjónlag) og hann verður rangeygður ef hann starir á eitthvað.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 07:48 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Tue 24. Jun 2008 18:49
Posts: 109
Ég fór í svona forskoðun hjá Sjónlagi í fyrra og þeir voru ekkert nema pro. Áður en ég fór þá athugaði ég kosti og galla við svona aðgerðir. Á endanum þá fór ég ekki í þessa aðgerð, þar sem þykkt hornhimmnunar hjá mér var undir meðallagi, sem þýðir að ef eitthvað misheppnast í aðgerðinni (þekki nokkra sem þurftu að fara aftur) og það þarf að núka augin aftur, þá er minna svigrúm til að leiðrétta. Hins vegar ef hornhimmnurnar hefður verið yfir meðallagi í þykkt, þá hefði ég farið í þetta, ekki spurning.

Ég mæli með að þú kynnir þér kosti og galla við svona aðgerð. Og þegar það kemur að forskoðuninni hjá þér, spyrja eins mikið og þú getur, þetta eru jú einu sinni augun á þér og þú hefur bara tvö...

_________________
F20 BMW 118d '14
E90 BMW 320i '05 - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 08:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
Ég er búinn að fara í svona aðgerð, fór í þetta í spönginni (held það sé sjónlag) árið 2002. Afskaplega pro hjá þeim.

Þetta er algjör snilld. Ég var ekki með mikið sem þurfti að laga (+/- 2 ef ég man þetta rétt) en nóg svo ég þurfti að nota linsur eða gleraugu. Ég hef ekki notað nein hjálpartæki síðan og sjónin hjá mér er í flottu lagi.

Ein að mínum bestu fjárfestingum.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 08:42 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
En Hemmi þú ert svo sætur með gleraugu :loveit:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 09:39 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. Feb 2003 14:43
Posts: 1420
Location: Omnom nom nom
Pabbi fór í lasersjón fyrir mörgum árum og var ekki nógu ánægður - þurfti að fara aftur tvisvar til að reyna að lagfæra.

Hann notar samt ekki gleraugu í dag en verður að setja upp lesgleraugu ef hann ætlar að lesa meira en dagblað


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 11:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. May 2008 01:10
Posts: 2287
Location: Ghettó BRH
Ekki af eigin reynslu en mæli með Sjónlag !

_________________
E30 M20B25 TÚRBÓ
E36 ///M3 Daytona Violet
E65 735i LOADED
Range Rover Sport Supercharged
Yamaha YZF R6 '07
E39 ///M5 & Evo V & E60 545i & 300C SRT-8 (Seldir)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 11:31 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 07. Jun 2007 18:23
Posts: 1070
Location: Húsavík
Væri alveg til í þetta.

Hef verið að nota linsur á hverjum degi frá 14 ára aldri og er kominn í -4.5 á báðum augum.
Það væri algjör snilld að vakna upp á morgnanna og sjá eitthvað í kringum sig

_________________
bmw3


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 11:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
ValliB wrote:
Væri alveg til í þetta.

Hef verið að nota linsur á hverjum degi frá 14 ára aldri og er kominn í -4.5 á báðum augum.
Það væri algjör snilld að vakna upp á morgnanna og sjá eitthvað í kringum sig


og lesa matseðilin hinum meginn út salnum.

:shock:

Ég get ekki mælt nógu sterklega með þessu.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 11:48 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 05. Feb 2007 20:43
Posts: 580
arnibjorn wrote:
En Hemmi þú ert svo sætur með gleraugu :loveit:


Ég er hrikalega myndarlegur _ALLTAF_

neinei, ég hef notað gleraugu frá 7 ára aldri og er með -6.00 og -6.25
t.d. ef ég gleymdi hvar ég lét gleraugun frá mér þá er ég bara fuck'd, svo stunda ég það mikið af íþróttum að ég er alltaf eitthvað með linsur í augunum og orðinn langþreyttur á því veseni :thdown:

Hef skoðað þetta fram og til baka og það virðist vera að þeir einu sem hafa lent í einhverju veseni með þetta hafa verið með hornhimnu undir meðallagi og/eða ekki farið nógu vel með sig eftir aðgerðina.

Ég fór í forskoðun hjá Sjónlag en var ekki alveg búinn að kynna mér þetta nóg þannig ég spurði eiginlega ekkert :| og á pantaðan tíma 19. ágúst í laser ;) er búinn að vera á báðum áttum alveg heillengi en allir sem ég hef talað við lofa bæði lasersjón og sjónlag, er eiginlega kominn á það aftur að skella mér bara. :thup:

EDIT:

Eina sem ég er hræddur við er að rökkursjónin verði í algjöru drasli eftir þetta, hvernig er hún hjá þér ZedIII


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 11:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Af hverju ætti þetta að hafa áhrif á rökkursjón? Hún byggist á hæfileika augasteinsins til að dragast sundur/saman til að hleypa inn birtu.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 12:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
demi wrote:
Eina sem ég er hræddur við er að rökkursjónin verði í algjöru drasli eftir þetta, hvernig er hún hjá þér ZedIII


Alveg stórfín, ekkert vesen. Sé þó ekki myrkri eins og ég var að vona :)

Magnað að það séu komin 8 ár síðan ég fór í þetta.

Bjarki, með rökkursjónina snýst þetta um að sjá ljós illa í myrkrinu. Geta komið hringir í kringum ljós, t.d. af ljósastaurum.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 14:34 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sun 29. Mar 2009 03:01
Posts: 321
ValliB wrote:
Væri alveg til í þetta.

Hef verið að nota linsur á hverjum degi frá 14 ára aldri og er kominn í -4.5 á báðum augum.
Það væri algjör snilld að vakna upp á morgnanna og sjá eitthvað í kringum sig



Þekki einn faðir sem að var með -5,75 og -6,5
á semasgt 3 dætur, hann sagði að það væri stórkostlegt að þurfa ekki að setja á sig gleraugu á morgnana til þess að þekkja þær í sundur

ég er búinn að vera á leiðinni að skella mér í þetta.
varð bara svo mikil breyting á sjóninni hjá mér á síðustu 3 árum að mér var ráðlagt að bíða með það í nokkur ár, vita hvort að hún jafnist ekki.

er sjálfur í -3 og -3.5


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 17:14 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Feb 2008 16:45
Posts: 1351
Location: 109 Breidholt
ég er búin að vera spá í þessu lengi, alveg frá þvi að ég var 15ára, mér var samt mælt með að gera þetta ekki fyrr en ég yrði 20ára, nú er ég að verða 21 og held að ég gefi sjálfum mér svona í afmælisgjöf :mrgreen:

_________________
Mazda 626 '98 R.I.P
BMW e32 730i '93 seldur
BMW e46 318 '99 seldur
BMW e30 335 '89 "Got drift?" seldur
Benz e190 '92 sportliner seldur
BMW e34 525tds seldur
BMW e39 523ia mattsvartur daily seldur
BMW e36 325is
BMW e36 318is seldur
BMW e34 525


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: LASIK augnaðgerð
PostPosted: Wed 11. Aug 2010 19:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Elska það hvað ég sé vel 8)

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 28 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group