Jæja,
Ég var að horfa á þátt úr 3 Seríu af Top Gear þáttunum með honum Jeremy Clarkson.
Í þessum þætti þá tóku þeir sig til og ákváðu að prufa hversu toyota pickupar væru sterkir. Þeir fóru og keyptu á eitthver 1.000 pund eldgamlann hilux held ég, og ætluðu nú aldeilis að leika sér að rústa honum greyinu.
En jæja, þeir byrjuðu á að keyra honum á tré, svo ákváðu þeir að keyra á honum í gegnum timburhús, lömdu í hann með stálkúlu, en allt kom fyrir ekkert, helvítis toyotan gekk alltaf ennþá og virkaði alveg fínt.
Þá tóku þeir upp á því að keyra honum út í sjó og láta hann vera þar þegar kæmi flóð, flóðið kom og tók bílinn og þau tók eitthverja 5 tíma að finna hann aftur, þeir héldu nú að kagginn væri dauður en nei nei, smá WD 40 og brúmm brúmm í gang með hann.
Þannig að þeir ákvaðu að færa þetta yfir á aðeins annað level, þeir létu hann falla úr ca 5-10 metra hæð, og létu hjólhýsi falla ofan á hann! Hann gekk enn og virkaði fínt! Allur beyglaður en það er allt í lagi.
Síðasta tilraun þeirra var sú að það átti að fara sprengja frekar há hús í london þannig þeir settu bílinn ofan á húsið áður en það yrði sprengt, þetta var geðveikt stór blokk, tugi hæða.
Þegar húsið var sprengt þá féll bíllinn niður með því (of course) og fór allur í skrall, EN!!!!! með skítamixi og teipi þá fór hann aftur í gang og þeir gátu keyrt hann, núna eru þeir búnir að reisa minnisvarða fyrir þennan eldgamla útureyðilagða toyota pickup
