bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

USA í vondum málum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=46487
Page 1 of 1

Author:  Bjarkih [ Thu 19. Aug 2010 21:46 ]
Post subject:  USA í vondum málum

http://www.spiegel.de/international/zeitgeist/0,1518,712496,00.html#ref=nlint

Hallinn á ríkissjóði bandaríkjanna er kominn í 1,4 trilljónir $ :shock:

Author:  smamar [ Thu 19. Aug 2010 22:27 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

Quote:
And today 1 percent of Americans own 37 percent of the total national wealth.


Þetta er rosalegt :!:

Author:  bimmer [ Fri 20. Aug 2010 00:51 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

Væri áhugavert að sjá skiptinguna hér á Íslandi.

Author:  jonthor [ Fri 20. Aug 2010 10:28 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

Bjarkih wrote:
http://www.spiegel.de/international/zeitgeist/0,1518,712496,00.html#ref=nlint

Hallinn á ríkissjóði bandaríkjanna er kominn í 1,4 trilljónir $ :shock:


Þetta er ákkúrat það sem allt of margir eru að horfa framhjá sem eru að spá stórkostlegum efnahagsbata framundan. Vandamál USA og Evrópu er gríðarleg skuldaaukning ríkjanna. IMF spáði fyrr á þessu ári að meðalskuldsetning G20 ríkjanna færi úr 80% af GDP í 120% árið 2014. Framundan eftir það er því að minnka þær skuldir og t.d. í hagkerfi eins og USA þar sem 3/4 er drifinn áfram af einkaneyslu þýðir þetta algjöran hrylling.

Sama vandamál á við hér. Það að atvinnuleysi sé að lækka og einkaneysla að koma eitthvað tilbaka er ekki merki um að vandamálið sé búið. Síður en svo. Skuldasöfnun ríkissjóðs er bilun og eitthvað sem ekki er hægt að laga með skattahækkunum, heldur niðurskurð.

Í mínum huga er framundan slæmur áratugur í heiminum þar sem ríki skuldsetja sig allt of mikið til að koma efnahagslífinu í gang, en með sambærilegum hætti og í bólunni, eru í raun bara að búa til óraunverulegan hagvöxt á kostnað framtíðarinnar með lántöku.

Svartsýnisraus dagsins.

Author:  íbbi_ [ Fri 20. Aug 2010 18:10 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

gott inlegg jonthor, ekki að ég viti neitt um svona mál, en ég óttast að þessi skuldasöfnun geti leitt til mjög slæms ástands í heiminum, gæti leitt til styrjaldar

Author:  gstuning [ Fri 20. Aug 2010 18:40 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

íbbi_ wrote:
, gæti leitt til styrjaldar

+

Þetta er ekki ósennilegt.

Author:  thisman [ Fri 20. Aug 2010 21:23 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

gstuning wrote:
íbbi_ wrote:
, gæti leitt til styrjaldar

+

Þetta er ekki ósennilegt.

Piltar, þið eruð alltof dramatískir í dag - ekki gleyma þessu:

Author:  Bjarkih [ Sat 21. Aug 2010 01:50 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

thisman wrote:
gstuning wrote:
íbbi_ wrote:
, gæti leitt til styrjaldar

+

Þetta er ekki ósennilegt.

Piltar, þið eruð alltof dramatískir í dag - ekki gleyma þessu:


Góður :lol:

Svo má alveg hafa í huga að svipuð þróun er í gangi hér heima. Örfáir ríkir einstaklingar sem eiga allt og restinn rétt skrimtir, millistéttin er að hverfa hér líka. Það fer að detta í það að stór hluti fólks hefur ekki efni á að fara í skóla auk þess sem það er á mörkunum að borga sig í sumum tilvikum.

Author:  Kristjan [ Sat 21. Aug 2010 10:23 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

Djöfulsins kjaftæði að millistéttin sé að hverfa á íslandi, það er nóg af atvinnu að hafa, fólk eyðir peningum sem aldrei fyrr í allt milli himins og jarðar nema kannski nýja dýra bíla.

Ekki vera svona ógeðslega svartsýnir, það er hundleiðinlegt.

Author:  íbbi_ [ Sat 21. Aug 2010 13:55 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

millistéttin á bara víst undir högg að sækja hérna, skattahækkanir og gjaldskráhækkanir bitna mest á millistéttini, og fólki með lágar tekjur, fólkið sem er í vinnu og borgar skatta, þessi atriði vinna skaða sinn "in the long run" fólk er bara farið að horfa til baka því það var alltaf að búast við einhverju black tuesday ástandi sem kom aldrei,

á meðan fara fram rán á verðmætunum sem voru til í landinu.. og auðurinn sogast til örfárra ríkustu.. gífurlegum skuldum er varpað beint á almenning, ríkisstjórnin óstarfhæf og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stjórnar öllu á bakvið tjöldin..

það er ekki óþarfa svartsýnisböl að lýtast ekkert á ástandið.. eða hafa áhyggjur af þróun mála, heldur eðlilegar spurningar, það hafa fjölmörg ríki lent í gífurlegu basli eftir svipað ástand og hefur skapast hérna,

Author:  Bjarkih [ Sat 21. Aug 2010 18:18 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

Kristjan wrote:
Djöfulsins kjaftæði að millistéttin sé að hverfa á íslandi, það er nóg af atvinnu að hafa, fólk eyðir peningum sem aldrei fyrr í allt milli himins og jarðar nema kannski nýja dýra bíla.

Ekki vera svona ógeðslega svartsýnir, það er hundleiðinlegt.



Þegar fólk þarf að ganga á sparnaðinn sinn eða hefur ekki efni á að leggja eitthvað til hliðar þá á millistéttin undir högg að sækja.

Author:  bimmer [ Wed 25. Aug 2010 03:09 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

USA er í vondum málum!!!!!! :shock: :lol:


Author:  SteiniDJ [ Wed 25. Aug 2010 05:19 ]
Post subject:  Re: USA í vondum málum

Too long, didn't watch. :shock: En fyrst sveinki er kominn í málið, þá hljóta þeir að vera í virkilega vondum málum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/