bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=46362
Page 1 of 2

Author:  gardara [ Thu 12. Aug 2010 09:04 ]
Post subject:  Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

hvað þykir mönnum um þetta?

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/0 ... abila_her/

Author:  Logi [ Thu 12. Aug 2010 09:15 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Flott mál!

Author:  Kristjan [ Thu 12. Aug 2010 09:21 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Mér finnst þetta gott mál, stundum eru bílar fluttir inn og lagaðir vel og allt í góðu með það, en það eru skemmd epli inn á milli þar sem menn hrækja saman bílnum og selja hann sem tip top, stofnandi þar með kaupandanum í hættu ef hann lendir í slysi.

Author:  gulli [ Thu 12. Aug 2010 09:23 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Er ekki bara verið að meina með bíla sem eru klesstir alveg í döðlur. Bíll sem er klesstur að framan og er kannski skráður tjónabifreið í usa eða eur, það er ekki þar með sagt að hann hafi þennan stympil á sér að vera óskráningahæfur vegna tjóns,, eða er það ?

Author:  gardara [ Thu 12. Aug 2010 09:33 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Ég skil þetta þannig að þú getir ekki skráð bíl á Íslandi sem er skráður sem tjónabíll úti... Og sumsé ekki smá tjónaður eða með beyglu, heldur skráður tjónabíll. Mönnum hlýtur þó að vera leyft að flytja þessa bíl ennþá inn, til þess að nota í parta osfrv.

Finnst reyndar skrýtið að það sé ekki hægt að skrá bílinn bara sem tjónabíl heima, þar sem þú getur keypt tjónabíl á íslandi, fiffað hann til og fengið á hann skráningu.

Author:  Jónas [ Thu 12. Aug 2010 09:46 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Núna þekki ég þetta ekki en það er ástæða fyrir því að bílar eru skráðir tjónabílar..

Er það ekki gert þegar tjónið er það alvarlegt að það ógni öryggi bílsins (þó er örugglega hægt að gera bílinn 99,999% aftur) ?

Bílar sem lenda í smá tjóni er væntanlega ekki skráðir tjónabílar

Author:  gstuning [ Thu 12. Aug 2010 09:52 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Frekar mikil paranoia í þessu.

Það sem ætti frekar að gera er að herða reglurnar um skoðun á bílum sem taldir hafa verið tjónabílar. Virðist vera að hvorugt embættið hafi mikinn skilning á tjónum og viðgerðum. Það er auðvitað EKKERT í bíl sem er ekki hægt að gera við.
Ef einhver vill eyða ákveðnum pening í það þá á honum að vera frjálst að gera það.



Það tíðkaðist líka MJÖG mikið að kaupa bíl í einu fylki í USA og gera við hann í öðru fylki og fá á hann því hreina skráningu þar. svo kemur hann hreinn og góður til landsins.

Author:  Svezel [ Thu 12. Aug 2010 09:53 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Eins gott að Ingþór er hættur að flytja inn bíla :lol:

Author:  Aron Andrew [ Thu 12. Aug 2010 10:07 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Svezel wrote:
Eins gott að Ingþór er hættur að flytja inn bíla :lol:


Nú eru það bara tjónapizzur :lol:

Author:  Logi [ Thu 12. Aug 2010 10:42 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Samkv. mbl.is:
Quote:
Um áratugaskeið hefur viðgengist á Íslandi að flytja inn tjónabíla, þá aðallega frá Bandaríkjunum. Ökutækjum þessum fylgja skráningarskírteini þar sem fram kemur m.a. að þau hafi lent í tjóni og þau teljist af þeim sökum ekki hæf til endurskráningar í viðkomandi landi.

Ef ökutæki eru ekki hæf til endurskráningar erlendis, af hverju ættu þau þá að vera það hér?

Author:  ///MR HUNG [ Thu 12. Aug 2010 11:19 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Vá þvílíkt rugl :roll:

Quote:
Eftir lágmarksviðgerð hefur síðan gefist kostur á að skrá ökutækið til aksturs að uppfylltum skilyrðum skoðunar.


Hvað í fjandanum er lágmarksviðgerð?

Tjónabíll þarf burðarvirkisvottorð og hjólastillingarvottorð til að komast í skoðun.

Author:  íbbi_ [ Thu 12. Aug 2010 16:23 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

frekar að herða á eftirliti eða koma upp almennilegum stöðlum sem hægt væri að meta´bíla í eftir "endurskráningu" eða e-h álíka frekar að banna nýskráningu á þeim yfir höfuð,

ég vildi einnig vita hvort bannið gildi bara um bíla sem má ekki endurskrá úti, og þá hvort bílar sem meiga fara aftur á götuna úti meigi það þá hérna líka

Author:  Sezar [ Fri 13. Aug 2010 18:27 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Fáránlegt, hver er munurinn að kaupa tjónabíl að utan....eða kaupa hann hérna heima á uppboði :o

Skítalykt af þessu :|

Author:  Danni [ Fri 13. Aug 2010 18:58 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Sezar wrote:
Fáránlegt, hver er munurinn að kaupa tjónabíl að utan....eða kaupa hann hérna heima á uppboði :o

Skítalykt af þessu :|


Einmitt það sem ég vil vita.

Er þá bannað að skrá tjónabíla sem tjónuðust á Íslandi eða má hrækja þeim saman eitthvað frekar en hinum?

Mér finnst þetta engar frábærar fréttir en ég er samt ekki alveg ósammála þessu.

En ég vil vita, er til eitthvað dæmi hér á landi um að bíll sem er viðgerð tjónabifreið hafi valdið meiri skaða á fólki í slysi en ef að bíllinn væri tjónlaus?

Author:  ///MR HUNG [ Fri 13. Aug 2010 23:33 ]
Post subject:  Re: Bannað að skrá erlenda tjónabíla á íslandi

Mætti frekar pæla aðeins í sumum bílunum sem eru seldir á uppboðum hér sem ættu með réttu að fara í rif en ekki í viðgerð út í bæ!

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/