bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
ESB vangaveltur https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=46280 |
Page 1 of 5 |
Author: | Zed III [ Sat 07. Aug 2010 09:52 ] |
Post subject: | ESB vangaveltur |
Ég er leiður á óupplýstri umræðu um ESB. Up front er ég ekki hrifin af apparati sem setur reglur um hversu beinar agúrkur þurfa að vera og eins hversu bognir bananar eigi að vera. Það eru samt nokkur mikilvæg atriði sem ég er ekki viss um. T.d. um tollar og vörugjöld af innfluttum vörum frá löndum ESB. Falla þessi gjöld niður og ég get þá keypt mér dót frá þessum löndum án þess að þurfa að tvöfalda verðið? Er þannig almennt vöruverð að fara að lækka hérna og veður ríkið samhliða af þessum tolla tekjum og verða þá aftur að hækka skatta ? |
Author: | gardara [ Sat 07. Aug 2010 11:24 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
Við erum í EES og nú þegar er enginn tollur á vörum framleiddum innan EES/ESB. Svo að það er bara rukkaður virðisaukaskattur fyrir þær vörur. Mig minnir að virðisaukaskatturinn haldist sama þótt við séum í esb eða ekki, svo að ég held að svarið sé nei gjöld á vörum framleiddum innan ees/esb lækka ekki. |
Author: | Zed III [ Sat 07. Aug 2010 12:02 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
gardara wrote: Við erum í EES og nú þegar er enginn tollur á vörum framleiddum innan EES/ESB. Svo að það er bara rukkaður virðisaukaskattur fyrir þær vörur. Mig minnir að virðisaukaskatturinn haldist sama þótt við séum í esb eða ekki, svo að ég held að svarið sé nei gjöld á vörum framleiddum innan ees/esb lækka ekki. Það hafa nú verið tollar/vörugjöld á varahlutum sem maður hefur verið að flytja inn frá uk og þýskalandi. |
Author: | gardara [ Sat 07. Aug 2010 12:24 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
Zed III wrote: gardara wrote: Við erum í EES og nú þegar er enginn tollur á vörum framleiddum innan EES/ESB. Svo að það er bara rukkaður virðisaukaskattur fyrir þær vörur. Mig minnir að virðisaukaskatturinn haldist sama þótt við séum í esb eða ekki, svo að ég held að svarið sé nei gjöld á vörum framleiddum innan ees/esb lækka ekki. Það hafa nú verið tollar/vörugjöld á varahlutum sem maður hefur verið að flytja inn frá uk og þýskalandi. Ef þeir eru framleiddir innan EES þá á svoleiðis ekki að vera... Gildir ekki um vörur sem eru aðfluttar inn á EES svæðið og sendar þaðan áfram til íslands. Myndi tala við tollinn næst þegar þú lendir í þessu. |
Author: | gstuning [ Sat 07. Aug 2010 18:07 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
Tollur er eitt Vörugjöld annað. |
Author: | iar [ Sat 07. Aug 2010 21:35 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
gstuning wrote: Tollur er eitt Vörugjöld annað. Og svo kemur líklega bara það þriðja í stað hinna tveggja þegar ekki má lengur leggja þau gjöld á. |
Author: | Zed III [ Sat 07. Aug 2010 22:08 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
ok, þá er þessi liður ekki að fara að fá mig á ESB vagninn. |
Author: | íbbi_ [ Mon 09. Aug 2010 16:53 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
það eina sem ég sá við ESB var einmitt hugsanleg lækkun á hlutum frá öðrum ESB löndum.. |
Author: | Zed III [ Mon 09. Aug 2010 20:52 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
Það er alveg magnað hvað umræðan um þetta mál er á lágu plani. |
Author: | íbbi_ [ Mon 09. Aug 2010 21:11 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
umræðan um þetta er á ömurlegu plani, það er búið að snúa umræðuni upp í hvort maður hati útlendinga eða sé föðurlandssvikari. ég væri einmitt til í málefnalegari umræðu, ég persónulega er meira á móti en fylgjandi, en vill engu síður fá að fræðast meira um hvað þetta þýðir í raun og veru ég get til dæmis ekki séð að það sé neinn valkostur yfir höfuð að fá undanþágu varðandi fiskveiðilögsöguna, menn hafa verið að nefna að við missum umboð til milliríkja samninga, þar sem ESB komi til með að semja fyrir okkar hönd? menn hafa fært rök fyrir ókostum þess, menn hafa nefnt að vægi okkar á evrópuþinginu myndu vera um 0.45%, þ.a.e.s 6 þingsæti af 781 e-h álíka, einnig vildi ég einmitt heyra meira um hvernig tollamálum verður háttað varðandi ýmsa vöruflokka, ég heyrði að ríkin hefðu sjálf völd yfir því, eru ekki tollar varðandi bifreiðar og hluti í þær mjög ólíkir í t.d svíþjóð eða danmörku? verður raunveruleg lækkun á matvörum? heyrði mann í útvarpsviðtali um daginn tala um að það væri skylda okkar sem þjóðar að hugsa frekar um hagsmuni heildarinnar heldur en okkar sjálfra, og leggja okkar af mörkum við að vinna að jafnari lífskjörum 500 milljón manna... |
Author: | Bjarkih [ Mon 09. Aug 2010 21:24 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
Eins og ég sé þetta þá eru fjölmargir punktar bæði með og á móti. Í raun get ég ekki tekið afstöðu fyrr en samningur liggur á borðinu og hægt er að meta plúsa og mínusa. Það sem ég sé samt jákvætt við ESB er betri neytendavernd, strangara eftirlit gegn spillingu í viðskiptalífi, betri byggðastefna en rekin hefur verið hérlendis og mörg atriði í viðbót. Á móti kemur "báknið", áhrifaleysi Íslands, yfirráð yfir auðlindum og sennilega ýmislegt annað sem ég er ekki að muna eftir. Það breytir ekki því að ég held að matvöruverð komi til með að lækka ef við göngum í ESB, það er einhver ástæða fyrir því að norðmenn flykkjast til Svíþjóðar til að kaupa í matinn. Svo í framhjáhlaupi má velta því fyrir sér hvort hægt sé að stjórna hlutum verr en gert hefur verið hér á landi undanfarna áratugi þannig að hagur okkar geti varla versnað við að ganga í þetta bandalag. Heimurinn er líka að þróast þannig að við einfaldlega getum ekki haldið úti sjálfstæðum gjaldmiðli, það kostar okkur óhemju fjárhæðir á ári eins og flestir vita. |
Author: | SteiniDJ [ Mon 09. Aug 2010 21:46 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
íbbi_ wrote: heyrði mann í útvarpsviðtali um daginn tala um að það væri skylda okkar sem þjóðar að hugsa frekar um hagsmuni heildarinnar heldur en okkar sjálfra, og leggja okkar af mörkum við að vinna að jafnari lífskjörum 500 milljón manna... Sannkallaður kommúnisti sá maður. ![]() |
Author: | gardara [ Mon 09. Aug 2010 21:55 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
http://heimssyn.is/index.php?option=com ... ick&bid=10 |
Author: | Hannsi [ Mon 09. Aug 2010 21:58 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
SteiniDJ wrote: íbbi_ wrote: heyrði mann í útvarpsviðtali um daginn tala um að það væri skylda okkar sem þjóðar að hugsa frekar um hagsmuni heildarinnar heldur en okkar sjálfra, og leggja okkar af mörkum við að vinna að jafnari lífskjörum 500 milljón manna... Sannkallaður kommúnisti sá maður. ![]() Sem er að mínu mati versti galli mannkynsins, við viljum að okkur líði vel og er skít sama um fólkið sem hefur ekkert því við þekkjum það ekkert. Sama hvað þið seigið þá er þetta bara bláköld staðreynd. |
Author: | SteiniDJ [ Mon 09. Aug 2010 22:18 ] |
Post subject: | Re: ESB vangaveltur |
Hannsi wrote: SteiniDJ wrote: íbbi_ wrote: heyrði mann í útvarpsviðtali um daginn tala um að það væri skylda okkar sem þjóðar að hugsa frekar um hagsmuni heildarinnar heldur en okkar sjálfra, og leggja okkar af mörkum við að vinna að jafnari lífskjörum 500 milljón manna... Sannkallaður kommúnisti sá maður. ![]() Sem er að mínu mati versti galli mannkynsins, við viljum að okkur líði vel og er skít sama um fólkið sem hefur ekkert því við þekkjum það ekkert. Sama hvað þið seigið þá er þetta bara bláköld staðreynd. Ég myndi ekki segja að mér væri skítsama, heldur breytir það litlu fyrir mig. Þrátt fyrir það vil ég þeim ekkert illt en eins og staðan er í dag þá varðar það mig ekkert hvernig aðrir fyrir utan landsteina okkar hafa það. Við ættum að einbeita okkur að okkur og hugsa um aðra þegar við getum hugsað um okkur sjálf. Galli eða ekki galli, myndi segja að þetta væri hvorugt. Við eigum við stærri vandamál að stríða sem eru í mínum augum stærri galli. Hinir hæfustu lifa af, þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf vera. Það er líka bláköld staðreynd. |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |