Félagi minn eignaðist gamlan Civic fyrir nokkuð mörgum árum, keypti hann á slikk í sölu varnarliðseigna.
Svo var eðalið geymt í bátaskýli niðri við hafnarfjarðarhöfn, án þess að fatta að það flæddi inn í skýlið, enda átti hann bara að vera þar í nokkra daga. Eftir nokkra mánaða dvöl var komið að því að það þurfti að færa bílinn. hann var þá orðinn svo haugryðgaður að það stóð allt fast. Eina í stöðunni var að henda honum. Ég fór þá og náði í Nissan Patrol jálk og Civic var dreginn í áttina að stálsmiðjunni. Til að byrja með snérust engin dekk á honum en svo liðkaðist það til

Ég hafði ákveðið að stoppa ekki alveg sama hvað félaginn myndi veifa í mig
hálfa leið upp í stálsmiðju hrundi annað afturdekkið af, svo stuttu seinna hrundi hitt af

Félaginn var alveg brjálaður, enda núna á rassgatinu í bandi aftaní Patrol og ég var ekkert að slá af göfinni. Við náðum alla leið og þá hafði skrapast vel af rassgatinu á bílnum. Ég hló í marga daga af þessu.